— GESTAPÓ —
Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 27/1/06 16:13

Og hver er svo niðurstaðan frá fasistanum? Hverju var verið að snupra yfir nákvæmlega?
Við, þessir fattlausu, föttum þetta ekki alveg ennþá. Er það rétt hjá mér að stuðull átti að vera í þriðja braglið? Eða segir Dvergurinn satt og snuprið átti ekki rétt á sér? Hvar er lífið, frú Stella? Og ennfremur, er Offari ekki örugglega að ljúga í mig sannri sögu varðandi vísuna mína hér aðeins framar á þræðinum?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 29/1/06 11:44

Raunin er að mörg af okkar íslensku skáldum brjóta stuðlareglur og hefðir við mis góðar undirtektir.

Oft er skotið atkvæði inn í ljóðlínu, þar sem lítið ber á:

Hatar slaður og húsgangsraus.
(Bólu-Hjálmar.)

Illt er að nota mikið af slíku, en meinlaust, ef hóf er á.
Þegar þríkvætt orð er í rímnahætti, þá klofnar það í tvílið og stúforð, ef það er í enda braglínu:

Dreyrugan spenna dragvendil.
(Árni Böðvarsson.)

Ekki fer vel á þessu.

Vont er að stuðlar séu í orðum sem lítið ber á í ljóðlínu. Velja þarf áhrifamestu orðin fyrir stuðlana; þess gættu fornskáldin oftast:

Sal veit eg standa
sólu fjarri.
(Völuspá.)

Slæmt er að stuðla þannig:

Að nokkurri eykt lét svífast — —.
(Snorri á Húsafelli.)

Skáletraður texti hér að ofan tekinn án leyfis af síðum Kvæðamannafélags Iðunnar www.rimur.is

Þar sem í lýsingu „ Kveðist á“ er minnst á ströngustu reglur bragræðinnar get ég ekki ætlast til að undantekningar séu hér í lagi, svo sem ofstuðlun og brot á hrynjanda, sem er í raun ekki bönnað en þykir ekki falleg.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/1/06 13:00

hlewagastiR ritar af skynsamlegu viti. Skoðum líka þetta:

Runki fór í réttirnar

Í bragliði skipt:

Runki fór í réttirnar

Sem sé fjórir bragliðir og stulðlar í 1. og 3. En:

Bragliðir skulu hefjast á áhersluatkvæðum og eins þótt þeir séu bara eitt at kvæði.

Þetta er sem sé vond lína því réttirnar endar á áherslulausum bragliði.

Grípum gamlar hendingar er af sömu ástæðum vond en ótæk því hún er rangt stuðluð.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 30/1/06 16:45

dd

hlewagastiR mælti:

...
Hafi innlegg þitt átt að vera andsvar við gagnrýni minni þá bendi ég á að hún snerist um nákvæmlega það sem hér er vitnað í. ...

Átti ekki að vera andsvar heldur einungis grúsk sem einmitt studdi athugasemdir yðar að fullu.

Tilvitnun:

... Þá höfum við það. Samt flott hjá þér að gramsa í þessu og veit á gott. Taktu drýldni mína ekki nærri þér. ...
Hlebbi.

Nei tek fátt nærri mér, nema þá aðeins til fróðleiks og bættari hátta ef eitthvað af þessu síast nú inn með rétti í haus minn og venjur.

Langaði bara að vitna í þennann góða vef, sem er afar skýr og skemmtilegur hvað þessi efni varðar.

‹Starir þegjandi út í loftið›

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 00:29

Er þetta rétt?

Fíllinn með liminn sinn langa
loftfimur sveif meðal máfa
Ofar en aumingjar spranga
og gríp'í meyjar og káfa.

...og ef ekki rétt... hvað er að?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/1/06 12:43

Skabbi reit:

Fíllinn með liminn sinn langa
loftfimur sveif meðal máfa
Ofar en aumingjar spranga
og gríp'í meyjar og káfa.

Strangt tekið er hér rétt ort en "og" í fjórðu línu inniheldur höfuðstafinn sem er nú ansi hæpið vegna þess hve maður þarf að ýkja áhersluna þar.

Önnur línan er stirð. "sveif meðal" er þríliður, þar sem aukaáhersla er á fyrra atkvæði í "meðal" og í þokkabót byrjar næsta orð á "m". Hnígandi þríliðir eiga að byrja á áhersluatkvæði og því að fylgja tvö áherslulaus atkvæði.

Þríliðir fyrirfinnast ekki í rímnaháttum. Þetta er ekki rímnaháttur.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 14:17

Ég þakka góð svör, nú er það spurning hvort ég eigi að segjast hafa vitað þetta og að þetta hafi verið gildrur eða að ég hafi ekki verið viss... eitt er víst að tvö fremstu skáldin sáu villurnar sem ég þykist hafa verið að fiska eftir... en eftir er ein villa sem er rökfræðilegs eðlis... einhver sem sér hana?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/1/06 14:21

Máfur á að vera með Vaffi.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 14:24

Er það?
Allavega var það ekki það sem ég var að fiska eftir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/1/06 14:32

Ég vill leyfa mér að efast um að Fíll sá er svífur um á meðal máva hafi langan lim.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 14:34

hehe... ég var reyndar að veiða að fíll svífur ekki... en aftur á móti svífur fýll á meðal máfa...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 14:37

...og þar sem fuglanördar nota máfar með Effi, þá hef ég ákveðið að halda áfram að nota það þannig... enda nörd...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/1/06 15:13

Ég held að hann hafi bara verið að stríða Bölverki

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 15:15

hlewagastiR mælti:

Skabbi skrumari mælti:

... eitt er víst að tvö fremstu skáldin sáu villurnar sem ég þykist hafa verið að fiska eftir...

Þú mátt ekki líkja okkur Bölverki saman, Skabbi. Hann er snillingur en ég er amatör. Ég er ekkert annað en amaba í drullupolli við hlið hans.

Bölverkur er fremstur það er satt... en að þú sért amaba er kannske full gróft... hvað erum við hin þá... hehe...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 31/1/06 15:19

Ég vil persónulega fá að vera þrí-frumungur. Þá get ég flexað tvær frumur á móti hvorri annari á meðan sú þriðja stendur kjurr á milli.

Bölli er svakalega reglufróður. Töff tappi.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/1/06 15:23

‹Skammast sín› Ég var bara að stríða þér

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 1/2/06 12:50

hlewagastiR mælti:

Isak Dinesen mælti:

Ég býst við að hlebbi hafi lesið línuna rangt, þ.e. sem fjögurra bragliða línu:

Geima | gamlar | hending|ar

í stað þriggja (en rímorðið gefur í skyn að þannig eigi það að vera):

Geima | gamlar | hendingar

Hann hefur búist við ferskeytlu.

Þetta er auðvitað ferskeytla, Saki. Það er tæplega hægt að redda dæminu með því að kalla síðasta liðinn þrílið, enda er aukaáherzla á síðasta atkvæðinu, hvað sem rímið varðar. Tónfallið leyfir þessa þríliðartúlkun ekki.

Ég held að Isak sé orðinn allt of frjálslyndur. Sjálfur er ég fasisti.

hlewagastiR holtijaR

Hvaða orð er þetta "Geima" á kannski að skrifa þetta "Geyma"?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 1/2/06 17:04

Ein létt spurning hérna.

Hvernig er úrskurður kvæðadóms varðandi rím á orðum sem enda á 'inn' og 'in'?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: