— GESTAPÓ —
Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 10, 11, 12, 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 26/1/06 15:33

Ertu nokkuð í lögfræði Offari?

Takk fyrir svarið, en mig vantar ennþá að vita hvort þetta sé 'rangt' hjá mér. Svona svar er því miður bara snjáð og hálft fyrir bullukoll eins og mig sem ekkert skilur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/1/06 15:46

Fyrirgefðu ég er sjálfu voða tregur í þessum reglum. en ég var að benda þér á svar við seinni spurninguni Sn þarf að stuðla saman en ekki Sv og Sj. Vísan er góð en ég kann ekkert að kveða dýrt og get þvi ekki sagt hvort hún er rétt þar.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 26/1/06 15:51

Já, ég gerði mér grein fyrir því að 'sn' verður að fá fleiri 'sn' til að rétt teljist. Sem og 'sp'. Og ég gerði það, en svo eru það hin s-in sem ég hef áhyggjur af. Skemma þau með því að vera þarna, þótt þau séu ekki 'sn' eða 'sp'?

Það er þar sem ég er óöruggur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/1/06 16:06

þetta má gera svona. ‹Ljómar upp› Fatta núna hvað þú ert að meina.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 26/1/06 16:09

Töff!

Takk gamli græni! Þú ert flottur fýr.

‹Sveiflar grænu gengjamerki svo best hann kann›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 26/1/06 18:15

Agúrkan mælti:

Geima gamlar hendingar [Snupr. Þessi lína er ógild. Hlebbi.]
Gotterís vendingar
Sýn á enda sendingar
Sóma fékk bendingar

[Annars er ég á móti þessu snupri.]

Ég skil ekki hvað er að þessu, er reyndar alltaf að lenda í því að skilja hvorki upp né niður. Sjálf á Agúrkan að baka fjölda ljóða, laga og kvæða en vefst þó bragfræðin oftar en ekki. Geta bragfróðir bent mér á hvað vantar uppá og mætti betur fara.

Hef reyndar sem afsökun að vera hálf lesblindur og á það til að snúa orðum við þegar verst lætur, það eru því meiriháttar átök fyrir mig að berja saman svona stúfa, sem er í lagi því ég hef gaman af því. En mig langar að batna og betrum bæta stíl svo vel verði.

Hveðja, Gúrki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 26/1/06 18:46

Allir alvöru kennarar virðast vera vant við látnir. (Líklega að fagna með Ritstjórn eða eitthvað.)

En ræfillinn ég skal reyna að benda þér á hvað ég sá að þessu.

Þú notar 'g' hérna. Gott og vel. En til að rétt sé kveðið, þá held ég að þú verðir að hafa 'g' í þriðja braglið. Ég skil bragliðina sem svo að það eru 2 atkvæði í hverjum... svo tel ég bara atkvæði.

Gei(1)ma(2) ga(3)mla(4)r he(5)ndi(6)nga(7)r

Og ef við setjum alltaf 2 atkvæði saman til að mynda bragliði: Geima / gamlar / hending / ar

Nú sjáum við að það vantar 'g' í upphafi þriðja bragliðs.

...

Svona skil ég þetta í það minnsta enn sem komið er.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dvergurinn 26/1/06 20:08

Bragliðum er skipt í hákveður og lágkveður og skiptast þær á. Fyrsta áhersluatkvæði í hverri línu byrjar bragliði hennar og er sá fyrsti (held ég) alltaf hákveða.

Í þessari fyrstu línu þinni er seinna g-ið í lágkveðu, en ekki hákveðu. Það er þó nokkur smámunasemi að fara fram á að báðir stuðlar séu í hákveðu, enda þykir fullnægjandi að annar þeirra sé í hákveðu og hinn í næstu lágkveðu við hann, svo fremi að ekki séu meira en tveir bragliðir í milli seinni stuðuls og höfuðstafs.

Bragfræðilega er því ekkert að þessari línu, a.m.k. ekkert sem ég fæ séð.

Einu mögulegu aðfinnslurnar eru þær að "geima" er ekki nákvæmlega sama orðmyndin og "geim" og svo það að ef kenna áttu gömlu kenningarnar við sögnina að geyma (í stað no. geima) þá er hún rituð með yfsiloni. Hvorugt tel ég verðskulda snupr.


Ég vil svo bæta við af óforskammaðri auglýsingamennsku að ég hef bætt inn gátu í Dróttkvæðaþráðinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 26/1/06 21:35

Þakka ábendingar, er örlítið bragblindur og ekki sleipur í stafsetningu. En það sem þú Dvergur[inn] minnist á með Geim og Geyma var með vilja gert, enda lít ég svo á að ljóð sé hljóð (amk í einfeldni minni). Ef merking ætti að haldast milli síðasta orðs og fyrsta orðs næsta kvæðis flækist leikurinn og verður því erfiðari og skemmtilegri, en þeirri reglu hef ég ekki séð bera fyrir nema annað slagið og þá af slysni, af því er Agúrka best fær séð.

Þakka samt ábendingar, en fyndist gott ef athugasemdum fygldu skýringar fyrir fattlausa, svo fattlausir geti með tíma og kennslu orðið fattaðir eða fattsamir.

Með vinsemd og virðingu Agúrgan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/1/06 21:59

Agúrkan mælti:

Agúrkan mælti:

Geima gamlar hendingar [Snupr. Þessi lína er ógild. Hlebbi.]
Gotterís vendingar
Sýn á enda sendingar
Sóma fékk bendingar

[Annars er ég á móti þessu snupri.]

Ég skil ekki hvað er að þessu, er reyndar alltaf að lenda í því að skilja hvorki upp né niður. Sjálf á Agúrkan að baka fjölda ljóða, laga og kvæða en vefst þó bragfræðin oftar en ekki. Geta bragfróðir bent mér á hvað vantar uppá og mætti betur fara.

Hef reyndar sem afsökun að vera hálf lesblindur og á það til að snúa orðum við þegar verst lætur, það eru því meiriháttar átök fyrir mig að berja saman svona stúfa, sem er í lagi því ég hef gaman af því. En mig langar að batna og betrum bæta stíl svo vel verði.

Hveðja, Gúrki

Fyrirgefðu ég ætlaði að láta betri fræðimenn svara þér en villan sem þú gerir hér er stuðla villa. Stuðull er ávallt á þessum stað (Ekki spurja mig hversvegna)

Geima hérna Geldingar
Gotterís vendingar
Sýn á enda sendingar
Sóma fékk bendingar

http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?p=387852#387852
Hér er hægt að grúska líka.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 26/1/06 22:14

Agúrkan mælti:

Þakka samt ábendingar, en fyndist gott ef athugasemdum fygldu skýringar fyrir fattlausa, svo fattlausir geti með tíma og kennslu orðið fattaðir eða fattsamir.

Með vinsemd og virðingu Agúrgan

Og ég sem hélt ég hefði sett þetta upp á svo fattlegan hátt?! Ekki svo að skilja að ég sé að halda að þetta sé rétt sem ég segi. Og miðað við hvað Dvergurinn er að segja, þá sýnist mér þetta jafnvel vera rangt sem ég hélt fram. En flókið var það ekki.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dvergurinn 26/1/06 22:52

Það sem ég geri ráð fyrir að þið Jarmi og Offari eigið við er að báðir stuðlar eigi að vera í hákveðu, sem þýðir að þeir væri í fyrsta og þriðja braglið í hefðbundinni ferskeytlu. Það er ekki nauðsynlegt þar sem annar stuðulinn má vera í næstu lágkveðu við hinn stuðulinn sem er þá í hákveðu:

Ber á hurðum, höndu með,
harðri, frekjudólgur

Ber á (hákveða) hurðum (lágkveða) höndu (hákveða) með (stúfur)
harðri (hákveða) frekju (lágkveða)dólgur(hákveða)

Þá eru hins vegar kvaðir um að ekki sé of langt milli seinni stuðuls og höfuðstafs, en það má vera að mig misminni með að það megi vera tveir bragliðir þar í milli. Ef það má t.d. bara vera einn bragliður leiðir það væntanlega til þess að seinni stuðull þarf að vera í 3. bragliði, eins og Offari segir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 27/1/06 08:11

Jarmi mælti:

Og ég sem hélt ég hefði sett þetta upp á svo fattlegan hátt?! Ekki svo að skilja að ég sé að halda að þetta sé rétt sem ég segi. Og miðað við hvað Dvergurinn er að segja, þá sýnist mér þetta jafnvel vera rangt sem ég hélt fram. En flókið var það ekki.

Já fyrirgefðu Jarmi minn, ég átti nú ekki við sendinagarnar á þessum þræði enda fullar af skýringum. Átti við athugasemdir sem erindið mitt fékk upphaflega.

Ég bendi bara á síðuna http://www.rimur.is/?i=76 til fróðleiks um þetta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/1/06 10:21

Ég býst við að hlebbi hafi lesið línuna rangt, þ.e. sem fjögurra bragliða línu:

Geima | gamlar | hending|ar

í stað þriggja (en rímorðið gefur í skyn að þannig eigi það að vera):

Geima | gamlar | hendingar

Hann hefur búist við ferskeytlu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 27/1/06 10:57

Geima gamlar hendingar [Snupr. Þessi lína er ógild. Hlebbi.]
Þetta var línan sem Hlebbi snupraði.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 27/1/06 11:12

Ég vill nú ekki gera of mikið úr þessu, er aðallega forvitinn. Enda tel ég til forréttinda að vera snupraður af Hlebba og telur Gúrkið sér það ekki til sérstakra vammsa.

xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/1/06 11:19

Offari mælti:

Geima gamlar hendingar [Snupr. Þessi lína er ógild. Hlebbi.]
Þetta var línan sem Hlebbi snupraði.

Ég var eitthvað fljótur á mér, ég hugsaði um þá línu en kópípeistaði svo eitthvað allt annað. Innleggi mínu hefur verið breytt til samræmis.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 27/1/06 14:15

Þakka kærlega svörin, svona í endurskoðun hlýt ég að vera sammála Hlebba en ég geri nú ráð fyrir að leira eitthvað slæmt upp annað slagið sökum bragblindu en batnandi grænmeti er best að éta.

‹Ljómar upp›

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 10, 11, 12, 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: