— GESTAPÓ —
Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 13:53

Skammast fyrir skandal minn
Skelfilegt að heyra
Víst er betri bragur þinn
Best væri að kunna meira.

Ég er farin að skilja eithvað en er lengi að aðlaga reglur að mínum ljóðum.

Lærist mér ljóðið að skapa
Listin sem allir Róma
Mig hætta að kalla apa
sem gefa mér illa dóma.

Ekki illa meint en vona að ljóðið sé rétt.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 26/10/05 14:49

offari mælti:

Skammast fyrir skandal minn
Skelfilegt að heyra
Víst er betri bragur þinn
Best væri að kunna meira.

Ég er farin að skilja eithvað en er lengi að aðlaga reglur að mínum ljóðum.

Lærist mér ljóðið að skapa
Listin sem allir Róma
Mig hætta að kalla apa
sem gefa mér illa dóma.

Ekki illa meint en vona að ljóðið sé rétt.

Nú er búið að sýna þér svolítið af reglum um hitt og þetta offari. Taktu nú þetta ljóð sjálfur og merktu inn höfuðstafi og stuðla t.d. rauða.
.
Skiptu síðan í bragliði og atkvæði. Málið er að það gerist ekkert hjá þér fyrr en þú ferð að rannsaka þessa hluti sjálfur.
.
Það er fínt að láta koma sér af stað, en þú verður að taka við sjálfur og vinna vinnuna.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/10/05 14:55

Ég verð að taka undir þetta hjá Heiðglyrni. Þú verður að minnsta kosti að nenna að lesa leiðréttingarnar. Hvað stuðlana varðar þyrftirðu raunverulega ekki að skilja meira en t.d. það sem ég skrifaði að ofan. Kannski er það illskiljanlegt - en það var enginn sem sagði þetta auðvelt. (Þó þykir mér það raunar. Þetta fer að verða erfitt þegar þú slærð saman snjöllum vísum eftir réttum reglum, eins og sumir hér gera af mikilli list.)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 26/10/05 15:05

Sjálfstraust mitt hefur aukist við lesturinn. Ef ég helli mig í þessa kvæðaþræði, lofið þið þá að vera duglegir að leiðrétta mig?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 15:35

Lær/ist/mér/ljóð/að/skap/a
List/in/sem/all/ir/róm/a
Mig/hætt/a/að/kall/a/ap/a
sem/gef/a´/mér/ill/a/dóm/a

Tók eitt athvæði úr fyrstu línu og´sé að athvæðafjöldinn er of mikill reyni að hugsa betur í næstu tilraun og laga sérhljóða stuðlun.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 26/10/05 15:41

illa sem mér gefa dóma.

Höfuðstafurinn má ekki vera svona aftarlega.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 26/10/05 16:03

offari mælti:

Lær/ist/mér/ljóð/að/skap/a
List/in/sem/all/ir/róm/a
Mig/hætt/a/að/kall/a/ap/a
sem/gef/a´/mér/ill/a/dóm/a

Tók eitt athvæði úr fyrstu línu og´sé að athvæðafjöldinn er of mikill reyni að hugsa betur í næstu tilraun og laga sérhljóða stuðlun.

Gott hjá þér offari, núna eru að taka þín fyrstu skref í að skoða sjálfur hvað þú ert að gera. Já atkvæði má athuga og höfuðstafir í þriðju og fjórðu línu þarfnast endurskoðunar.
.
Al algengust byrjenda mistökin er þessi árátta til að skreyta og flækja hlutina. Það er eitt til að skoða. Mælir Riddarinn alveg sérstalega með fyrir byrjendur að skoða verk eftir Barbapabba. Hann hefur þennan ótrúlega hæfileika til að hafa hlutina einfalda en útkoman er töfrandi og margræð.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la

Prófaðu nú að semja brag sem stuðlar svona í Þessum takti. Aðrir geta að sjálfsögðu æft sig líka.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 16:09

offari er ekki hættur í skólanum þó að hann sé seinn að skila inn heimaverkefnum.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 26/10/05 16:09

-"" / -" / -"
Lærist mér/ljóðað/skapa
-""/ -"/ -"
Listin sem/allir/róma
- / -""/ -"/ -"
Mig/hætta að/kalla/apa
- / -""/ -" / -"
sem/gefa´mér/illa/dóma

-"" / -" / -"
-""/ -"/ -"
- / -""/ -"/ -"
- / -""/ -" / -"

Hrynjandin er s.s. rétt (þótt betur færi án forliða í 3. og 4. línu) en þú ert að rugla saman hrynjandi og bragliðum Offari.Sjá:
http://www.heimskringla.net/bragur/b2.php

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 26/10/05 16:27

Er þessi offari ekki bara að fíflast í ykkur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 16:35

Nei

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 26/10/05 16:38

Fyrir mitt leiti er þetta ósköp gagnlegt og læri ég jafnt af mistökum offara og míns eigins, haltu áfram offari. Annars held ég að þar sem hrynjandaskiptingin (er það rétt?) hjá offara er önnur en venjulega, þá hafi stuðlar horfið í seinnihluta vísunnar, er það ekki rétt hjá mér?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 26/10/05 16:38

Stundum einfalt stuðlar best
stöku vísur kveðum
Rímna þrauta ráðin flest
rósir verða í beðum

.
Og stikluvik (Sem er uppáhald Riddarans)
.
Stundum einfalt stuðlar best
stöku vísur kveðum
Rímna þrauta ráðin flest
reyndu öll en lítið mest

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 26/10/05 16:51

Lærist mér/ljóðað/skapa
Listin sem/allir/róma
Mig/hætta að/kalla/apa
sem/gefa´mér/illa/dóma

Jú mikið rétt Sæmi, stuðlarnir hverfa í botninum. Stuðlarnir verða að vera fremst í braglið, annars verða þeir áherslulausir. Í því samhengi má minna á hákveður og lágkveður amk. annar stuðullinn verður að vera í hákveðu og ekki má vera of langt á milli þeirra.
Það gefur auga leið að þegar stuðull er fremst í braglið og að auki í hákveðu, þá fær hann hámarksþunga.

. hákv./lágkv./hákv./lág.kv
t.d.: Yfir/ kaldan/ eyði/sand,

Hér eru báðir stuðlar í hákveðu. Góð regla í vísu af dæmigerðri lengt er að hafa stuðul í 3.braglið (hér.:eyði), þá lendir hinn ekki of langt frá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 26/10/05 16:55

Heiðglyrnir mælti:

Verkefnið er samt góð æfing, reynum það.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la

Prófaðu nú að semja brag sem stuðlar svona í Þessum takti. Aðrir geta að sjálfsögðu æft sig líka.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 26/10/05 16:57

Dæmi:
Rétt stuðlun

Hástuðlun
Skabbi / fjári / skondinn / er
skrambi...

Lágstuðlun
Fjárinn / Skabbi / skondinn / er
skrambi...

Síðstuðlun
Fjári / er hann / Skabbi / skondinn
skrambi...
-------------------------------------------------------
Röng stuðlun (þar sem tveir bragliðir eru milli 2. stuðuls og höfuðstafs, "of langt")
Skabbi / skondni, / fjári / er,
skrambi...

Röng stuðlun (þar sem tveir bragliðir eru á milli fyrsta og annars stuðuls)
Skabbi / fjári / er hann / skondinn
skrambi...

Röng stuðlun Ef lína hefur fjóra bragliði verður stuðull að vera í þriðja braglið. Þá er vísan rétt og engu skiptir í hvaða braglið hinn stuðullinn er. En, þetta gildir fyrir línur með fjórum bragliðum eingöngu.[/quote]

fjári / Skabbi / er hann / skondinn
skrambi...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 26/10/05 17:08

Heiðglyrnir reit m.a.:

alltaf skal a.m.k. annar stuðlanna vera á áherslubraglið (hljómstigi), þ.e. annað hvort fyrsta eða þriðja braglið (ef fjórir eru í vísuorði.)

Rétt er: Ef lína hefur fjóra bragliði verður stuðull að vera í þriðja braglið. Þá er vísan rétt og engu skiptir í hvaða braglið hinn stuðullinn er. En, þetta gildir fyrir línur með fjórum bragliðum eingöngu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 26/10/05 17:14

Bölverkur mælti:

Heiðglyrnir reit m.a.:

alltaf skal a.m.k. annar stuðlanna vera á áherslubraglið (hljómstigi), þ.e. annað hvort fyrsta eða þriðja braglið (ef fjórir eru í vísuorði.)

Rétt er: Ef lína hefur fjóra bragliði verður stuðull að vera í þriðja braglið. Þá er vísan rétt og engu skiptir í hvaða braglið hinn stuðullinn er. En, þetta gildir fyrir línur með fjórum bragliðum eingöngu.

Auðvitað, Frábært innlegg í umræðuna Bölli minn, þetta einfaldar útskýringuna til mikilla muna. Breyti þessu til batnaðar.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
        1, 2, 3, ... 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: