— GESTAPÓ —
Nýgræðingur og gæðingur
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Raskolnikof 9/10/05 02:32

Heil og sæl!

Hef ég um langa hríð fylgst með síðu þessari sem og fyrirbærinu hér er gengur undir nafninu Gestapó - og líkar vel. Hef ég því ákveðið að gerast nýgræðingur. Er nýkominn frá Síberíu þar sem ég þurfti að strita og púla allan liðlangan daginn undir ópum og skipunum frá vodkadrukknum fangavörðum. Allt þetta fyrir að binda endi á líf gamallar kerlingar. Fussumsvei! Að láta upplýstan spjátrunginn vinna tilgangslaus verk, eins og að grafa skurði í frosti. Því er ég feginn að hafa fundið mér nýjan samastað og vonast ég eftir góðum viðtökum .... annars hefur öxin mín engu gleymt ‹Starir þegjandi út í loftið› ...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/10/05 02:45

Vertu velkominn á mælendaskrá. Láttu þér ekki bregða þó Gunnar H Mundason sýni þér atgeirinn sinn Hann á það ti sko Vonandi entust ullarsokkarnir vel í Síberíudvölinni.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Raskolnikof 9/10/05 02:57

Þakka fyrir það B. Ewing.

Ég held að Gunnar geri mér eigi mein. Ég og bróðir hans, Kolskeggur, erum mestu mátar. Hann er nú meiri væringinn. Hann drakk mig undir borðið í Istanbúl, sem hann kallar reyndar Miðgarð.

Ullarsokkarnir komu sér mjög vel. Ég hengdi þá upp til minningar fyrir ofan eldavélina mína, við hlið myndarinnar af mér og Vladimir Fuckov á pútuhúsi í Amman. Það voru tímarnir ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 9/10/05 03:10

Vertu innilega velkominn Raskolnikof. Allir vinir Kolskeggjar eru vinir mínir (hvað er annars að frétta af karlinum?), auk þess sem mér líst bara vel á þig, vel að máli farinn, notar stóra stafi og punkta, kemur vel fyrir og ert kurteis, ólíkt sumum öðrum nýliðum. Ég vona að þú eigir eftir að finnar þig hérna, eins og stundum er sagt, enn og aftur velkominn.
B. Ewing, þú ættir nú að vita betur enn þetta, atgeirinn fá einvörðungu þeir sem koma illa fyrir, eða eru dónalegir, eins og Nördinn sem mjög ýkt dæmi. Atgeirinn er yfirleitt ekki dregin fram nema ástæða sé til þess, og fyrirfinnst engin slík í þessu tilviki.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 9/10/05 10:50

Velkominn Ras...Raski... Rasko... Rassi.... æi eða eitthvað... ‹Knúsar Rassa og treður notuðum snýtibréfum í vasana hans í leiðinni›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Raskolnikof 9/10/05 13:42

Kolskeggur lagði vopnin á hilluna og rekur nú gerviblómabúð. Hann er alsæll þessa dagana.

Ég held að það sé æði góð byrjun hjá nýgræðingi að vera ekki sýndur atgeirinn. Ég hlakka mikið til Gestapóssamstarfs og lít björtum augum á framtíðina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 9/10/05 14:09

Velkominn Raskolnikof og njóttu vel.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skari 9/10/05 16:29

Já vertu velkominn! ‹Hóstar›

۞DREKABANINN۞ Háttvirtur yfirlífvörður hins háæruverðuga konungs
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/10/05 18:13

Kom þú sæll og blessaður.

Megir þú njóta vistarinnar og hagaðu þér vel. Annars verður þú líflátinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skari 9/10/05 18:15

‹Vonar að Hakuchi sé ekki að tala við sig, enda nýbúinn að hóta keisaranum lífláti›

۞DREKABANINN۞ Háttvirtur yfirlífvörður hins háæruverðuga konungs
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 9/10/05 23:17

Raskolnikof mælti:

Kolskeggur lagði vopnin á hilluna og rekur nú gerviblómabúð. Hann er alsæll þessa dagana.

Ég held að það sé æði góð byrjun hjá nýgræðingi að vera ekki sýndur atgeirinn. Ég hlakka mikið til Gestapóssamstarfs og lít björtum augum á framtíðina.

Gerviblóm segirðu. Hann var alltof svo mikið blómabarn. Alltaf að búa til kransa og láta mig hafa. Hætti því reyndar um það leyti sem hann varð fjórtán. Hafirðu einhverjar skemmitlegar sögur af honum máttu endilega koma með þær.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 10/10/05 00:59

Gunnar H. Mundason mælti:

B. Ewing, þú ættir nú að vita betur enn þetta, atgeirinn fá einvörðungu þeir sem koma illa fyrir, eða eru dónalegir, eins og Nördinn sem mjög ýkt dæmi. Atgeirinn er yfirleitt ekki dregin fram nema ástæða sé til þess, og fyrirfinnst engin slík í þessu tilviki.

Hann mætti vopnaður. Ég vildi ekki að hann héldi að hann gæti beint þessari öxi að öllum án þess að viðbrögðin yrðu í það minnsta viðeigandi.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 10/10/05 14:16

B. Ewing mælti:

Gunnar H. Mundason mælti:

B. Ewing, þú ættir nú að vita betur enn þetta, atgeirinn fá einvörðungu þeir sem koma illa fyrir, eða eru dónalegir, eins og Nördinn sem mjög ýkt dæmi. Atgeirinn er yfirleitt ekki dregin fram nema ástæða sé til þess, og fyrirfinnst engin slík í þessu tilviki.

Hann mætti vopnaður. Ég vildi ekki að hann héldi að hann gæti beint þessari öxi að öllum án þess að viðbrögðin yrðu í það minnsta viðeigandi.

Svoleiðis já, ég blindaðist af því að hann þekkti Kolskegg, það er satt hjá þér, spurning hvort maður skikki hann ekki til.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Raskolnikof 10/10/05 18:34

Já á meðan ég man Gunnar. Kolskeggur bað mig að skila til þín að hann sér eftir því enn þann dag í dag að hafa verið svo ragur að skilja þig eftir einan til að berjast. Ég sá votta fyrir tári þegar hann sagði mér þetta.

Já, ég mætti vopnaður ... enda er ég þekktur morðingi úr einni magnþrungnustu skáldsögu allra tíma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skari 10/10/05 18:39

Hver er ekki vopnaður nú til dags. ‹Bendir á Rambóhnífinn, báðar skammbyssurnar og vélbyssuna. Bendir síðan á handsprengjurnar, flassbomburnar, reyksprengjurna, táragasið og kyrkingarvírinn.› Og ef allt annað fer úrskeiðis er þessi alltaf góður ‹Dregur fram piparúðann›

۞DREKABANINN۞ Háttvirtur yfirlífvörður hins háæruverðuga konungs
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 11/10/05 00:32

Velkominn Raksks.. Rasklonniks....Rakslovns.. þú þarna með rússneska nafnið.

Ertu góður í sundi?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litli Múi 21/10/05 12:12

Velkominn.

Litli Múi Sólmundarson
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 21/10/05 13:41

Velkominn. Má ég kalla þig Röskva?

     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: