— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 14, 15, 16
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 27/4/06 16:57

Seljan netasokkabuxna sat við barinn.
Blíðuhótin bragna ærin
buðust, þó var fáleg mærin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/4/06 07:59


Mærin fögur mærðarleg og mild í fasi
Sjaldan hef ég fagnað flasi
finnst á henni-of mikill asi

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

As er tónn, svo tilvalinn & tær að heyra.
As- er bestur allra dúra,
as-moll hljómar con bravura.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/5/06 03:42

Siffi kallast sótt er Hlebba sárum veldur
Djöflinum er dóninn seldur
drullusokkur löngu geldur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Partitúrinn; písofkeik með paste & copy.
Ekki vil ég vera sloppí;
vista allt á ROM & floppí.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 6/5/06 22:00

Floppi verkið illa, ekki æmta tjóir,
ekki ku allt gull sem glóir,
gróa aðeins hagar frjóir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 7/5/06 09:08

Frjóir eru flestir hér í forða orða.
Eftir reglum þau skal skorða
skyldu tel ég dóp að borða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 15/5/06 02:50

Frjóir menn hér fögrum orðum fara mikinn.
Aldrei fara yfir strikin,
andans munda sæðisprikin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 15/5/06 22:27

Prikin upp í pípuboru plebbar setja,
Ekki hafa vit að vitja,
vilja nú á hvolfi sitja.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 21/5/06 02:31

Sitjum hér við sama borð og sötrum lygi
hver úr annars drykkjudýi
deigu, feigu heilaslýi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 22/5/06 14:12

Slýið kúpu, slátur höfuðs, slef úr nefi.
Stend ég æ í þessu þrefi,
þrútinn er af slæmu kvefi.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 14, 15, 16
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: