— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 7/10/05 12:07

Það er fátt skemmtilegra en að búa til Braghendu, búum til keðju. Byrja á síðasta orði fyrri vísu.
rimur.is og heimskringla.net ættu að nægja fróðleiksfúsum um þetta form.

Heimskir menn víst heima sitja, hundar gelta
pilsfaldinn oft piltar elta
pabbar út úr rúmum velta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 7/10/05 12:55

Velta tunnum, ráp'í runnum, rif'á munnum.
Lopann spunnum, lagið kunnum,
lepjum úr brunnum, sólu unnum.

Úúúú... sjöþættingur! ‹Ljómar upp›
Fyrsta tilraun til braghendu, ort um ketti.
Síðasta línan dálítið óþjál. Gengur betur næst.

[flott... vantar samt einn stuðul í aðra línu... Skabbi]
Nei nei... allt og
Þetta hlýtur að mega.

[nei, því miður ekki, ef við skiptum línuna niður í bragliði, þá er þetta svona: Lopann / spunnum, /allt og / kunnum, stuðlar eru alltaf fremstir í bragliði ef ég er ekki að rugla... að auki er úr áerslulaus forliður... og því höfuðstafurinn í lepjum, breyta þarf línu tvö sára lítið til að þetta virki, t.d. Lopann spunnum, lagið kunnum ætti að virka... kv... Skabbi]
Aha.. Ok. er að fatta.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 7/10/05 13:00

Unnum vinir alltaf voru ísalandi.
Þótt þar ríki frost og fjandi
fátt þar sýnist mér i standi.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 7/10/05 13:07

Standi ég á stórum háum steini
horfi ég á höfuðin úr leyni
hendi í þau bönunum ég reyni

[ekki er þetta braghenda... Skabbi]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/10/05 13:22

Mér sýnist Lærði ekki fylgja reglum um samsett úrkast í fyrstu línu.

Stendur skáldi stundum nokkuð stinnur er hann
Sjáið þarna flottur fer hann
fjárinn, bara ef mætti skver'ann*

(* drengir: ver'ann)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/10/05 13:24

Stöndum við hér, stamandi yfir stuðlum
Þessum kviðling saman kuðlum
kaldir í hann orðum bruðlum
.
Fyrsta tilraun, úff.

[ekki er þetta braghenda... Skabbi]

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 7/10/05 13:26

Ver'ann get ég vinur minn þú væni drengur
kann þó ei að kveða lengur
kafmyglaður er ég þvengur

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/10/05 13:32

Þvenginn skáldið þrífur burt og þrumar glaður:
"Ó hve mjög er alltaf graður!
Æ hve rúm er góður staður!"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/10/05 14:06

Staðir asnar standa fætur, stíft í fjórar
Bittan nú á barnum Þjórar
bölbænir hann rymur stórar

[ekki er þetta braghenda... betra hefði verið: Bittan nú á barnum þjórar, bölbænir í glasi stórar...Skabbi]

Betra?

Ljómandi... Skabbi... þú mátt stroka þetta út og ég dæmi sjálfan mig of seinan...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/10/05 14:27

Stórar feitar kerlur stynja meira, stólpa gleypa
Fram og aftur fola hleypa
fleiga sína píku sleipa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/10/05 14:28

Staður er og stund upp runnin stuðlareinar
Laga þurfa línu sveinar
lengdina og vísu greinar.
Gleymið bara mínu innleggi...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 7/10/05 15:14

Sleipir menn í sloppum komu slógí borðið
allir hérna frá nú forðið
Fróði Sæmi missti orðið

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/10/05 15:24

Já, nei sko ekkert svona, þakka þér fyrir þínar ljúfu leiðréttingar Skabbi minn, hér er maður bara byrjandi og þarf á þeim að halda. Er takturinn "Frumlína 8 úrkast 4 og síðan 7 og 7 eða 7-4-7-7 eða 8-4-8-8" Hmmm.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/10/05 17:18

Heiðglyrnir mælti:

Já, nei sko ekkert svona, þakka þér fyrir þínar ljúfu leiðréttingar Skabbi minn, hér er maður bara byrjandi og þarf á þeim að halda. Er takturinn "Frumlína 8 úrkast 4 og síðan 7 og 7 eða 7-4-7-7 eða 8-4-8-8" Hmmm.

Ég skil ekki svona, hafðu bara jafn marga bragliði og sést hér í upphafspóstinum og á rimur.is og þá er allt í fínu lagi... skál...

6 bragliðir
4 bragliðir
4 bragliðir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/10/05 18:10

Orðið tók og urðu margir ofsareiðir
Vænir ekki vera reiðir
vísan hérna ennþá seiðir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/10/05 12:50

Ég ætla að prófa hálfrímið.

Dilla rassa, dansa valsinn, dæmin sanna.
Konur frekar klofið glenna
karlar ei á gólfið nenna.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 10/10/05 17:31

Gott hjá ykkur. Þetta eru baksneiddar braghendur. Best að vera með.

Varla get ég vísur samið veðurbarinn,
því að mér í blóð er borinn
blauti myglugræni horinn.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/10/05 21:42

Já þær eru hljómfagrar þessar baksneiddu, en hér er ein venjuleg:

Beitukóngi lóðsar létt í loðnumiðin.
Skaka vann’ann ætíð iðinn,
- enda fyllti jafnan kviðinn.

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: