— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 23/10/05 14:43

hlewagastiR mælti:

Fyrst neikvæða gagnrýnin: ég held að það sé of langt á milli stuðuls 2 og 3 í frumlínu seinni vísu.

Þá sú jákvæða: Sjaldan hef ég séð nokkurn mann taka jafn hröðum framförum og stórstígum í vísnagerðinni og Heiðglyrni. Þrátt fyrir óvægnar skammir í hvert sinn sem hann missteig sig í upphafi ferðarinnar eftir bragstígum hefur hann ekkert látið á sig fá heldur elfst við hverja raun. Nú er hann orðið djöfull góður og farinn að yrkja rándýrt. Meira! Meira!

Brallar mjög Braga fræðum býsna prúður.
Aukast tekur hetju-hróður
Heiðglyrnir er fræðasjóður.

Já, það að hafa allt að þvi undarlega gaman að þessu hefur ekki lítið að segja, það degur mann hálfa leiðinna. Þið stórskáldin berið algjörlega ábyrgð á hinum helmingnum.
.
Algjört miskunarleysi ykkar í að setja út á arrrrg, hefur það í för með sér að annaðhvort gerir maður betur eða bara hættir þessu.
.
Riddarinn ætlar ekki að segja ykkur hvað oft hann var við að gefast upp. Sem betur fer gerðist það ekki enda þrjóskan alveg að drepa hann.
.
Herra hlewagastiR þér komuð Riddaranum alveg í opna skjöldu með þessu hrósi yðar, þakka þér frá hjartans rótum. Þetta verður geymt en ekki gleymt. ‹Er alveg sama um rykið í auganu›
.
Riddarinn á aldrei eftir að bíða þess bætur að hafa kynnst bragfræðinni, á sjálfsagt eftir að finna hjá sér þörf til að koma frá sér brag-bút á hverjum degi það sem eftir er ævinnar.
.
Kæru áhrifavaldar: hlewagastiR, Haraldur Austmann, Skabbi Skrumari, Z. Natan, Bölverkur, Barbapabbi, Sundlaugur minn Vatne, Nafni, Enter, Smali, Mjási, Tina ojá bara þið öll hafið mínar þakkir fyrir það.
.
Fyrirgefið þessa skrifræpu hér á þessum Braghenduþræði. ‹Fer að kanna þetta með rykið í auganu›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/10/05 16:12

Fræðasjóðinn frakkur lærir finnur braginn
Heiðglyrnir oft hérn'á daginn
hendir vísur nokkuð laginn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 25/10/05 15:03

Lagnir smiðir, lunkin skáld með lausa tauma
strandaglópar stundum gleyma
stórskáldin hér eiga heima

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 27/10/05 09:09

Heima sat ég, horfði út á hafið bláa,
tilfinningu tók ég nýja
taldi betra húsið hlýja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 29/10/05 11:16

Ríðum kellum, rekum við og ropum lengi,
köflóttur er karlsins vangi,
klám og sori heldur gangi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/10/05 11:56

Gangi lífsins glutra niður, gleði raskar
Þreytu stundu, þunga lundin
þrekið undið lokast sundin

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 31/10/05 08:20

Sundum húsa sötrað vínið, sopinn góður
Örmagna í, öli fóður
ötullega samin óður

‹(Úff. þetta er alveg að koma)›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 31/10/05 09:45

Rjóðar kinnar, rafmagnaðar reiðar-lotur,
ómældur var okkar kraftur,
alla daga vil þig aftur.

[Bragfræðisnupr: Í braghendu á 1. lína annað hvort að alríma við línur 2 og 3 (maður/glaður) eða hálfríma (maður/reiður), en hér er órímað. Hlebbi. ]

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 1/11/05 13:25

Samhvæmt þessum upplýsingum:

http://www.heimskringla.net/bragur/Braghenda.php

http://rimur.is/?i=38

...virðist sem það megi vera fárímað, þó það sé ekki eins flott...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 2/11/05 13:46

Þá held ég áfram frá Heiðglyrni...

Óðir voru yfir mínu illa kvæði,
lélegt rímið Lærða háði
lætur undan góðu ráði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 3/11/05 21:02

Íra gamlan gantist við á götuhorni
Sagði mér frá Belfastbarni
er bjó til karl úr votu hjarni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/11/05 22:36

Mokka gæði málinn ræða, manna læti
Langt er komið síðan sátum
Saman vina´á fundi kátum

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 5/11/05 14:00

Kátir menn og kumpánlegir, kórinn þreyttu,
frekar seint þeir fýrar hættu,
fátækir að tjóni bættu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 8/11/05 15:49

Graðir menn og gamalreyndir gulli stráðu
gusur sprundir góðar byrtu
gomma fór á eina skyrtu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 8/11/05 15:54

Skyrtu mína skarlatsrauða skal ég finna.
Yndisflíkin ofurþunna
er hún gaf mér litla Gunna.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 8/11/05 20:53

Litla Gunna lagvís er við ljóðahörpu,
kumrar hún í kuldanorpu
kvæðasöng í tekur skorpu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 9/11/05 06:13

Skorpulifur skrifum við á skarfinn Bakkus
Gleðidyr skal ganga hægt um
Garðinn okkar þannig ræktum

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 9/11/05 12:11

Ræktum okkar runna hér og reykjum seinna
þá fáum grasið frekar hreinna,
fljúgum upp í loftið beinna.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4 ... 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: