— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13, 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hundur sá hefur reynst höldum vá;
Undan henni ýtar hvá,
ærslafull hún bítur þá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/3/06 12:49

Heyrðu mig nú Grámann. Bragliðafjöldi í fyrstu línu sýnist mér út úr kú og svo hélstu ekki keðju.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

blóðugt mælti:

Heyrðu mig nú Grámann. Bragliðafjöldi í fyrstu línu sýnist mér út úr kú og svo hélstu ekki keðju.

Bragliða fjöldi er réttur 6-4-4
En ég viðurkenni að hafa rofið keðjuna, afsakið innilega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/3/06 13:09

Ég fæ ekki séð hvernig þú skiptir því?

Hundur sá/ hefur reynst/ höldum vá... þarna er hver bragliður 3 atkvæði. 3 bragliðir

Hundur/ sá he/fur reynst/ höldum /vá ... þarna er hver bragliður 2 atkvæði og línan stýfð... alveg úti að skíta og ekki 6 bragliðir.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Mín mistök. Verða að gera bragarbót á þessu við fyrsta tækifæri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/3/06 13:36

Hér geturðu lesið um braghendu og hér um bragliði.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/3/06 13:50

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara
held þú ættir heim að fara
hljótt og reyna tölur para.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Haraldur Austmann mælti:

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara
held þú ættir heim að fara
hljótt og reyna tölur para.

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara Getur þú sýnt mér hvernig þú skiptir þessu í 6 bragliði?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/06 14:26

Grámann í Garðshorni mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara
held þú ættir heim að fara
hljótt og reyna tölur para.

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara Getur þú sýnt mér hvernig þú skiptir þessu í 6 bragliði?

Ég skal:

Hala / klippt er / hendan / bragsins / held ég / bara

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Skabbi skrumari mælti:

Grámann í Garðshorni mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara
held þú ættir heim að fara
hljótt og reyna tölur para.

Halaklippt er hendan bragsins held ég bara Getur þú sýnt mér hvernig þú skiptir þessu í 6 bragliði?

Ég skal:

Hala / klippt er / hendan / bragsins / held ég / bara

Takk

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/06 14:42

Parasetan pörukjöt og pörin sjúku.
Er allt rugl í orðsins lúku,
endar það í himnafjúku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 2/3/06 15:11

Fjúka stökur millum manna miður góðar.
Villur braginn leiðar lýta,
landinn virðist úti' að skíta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 4/3/06 12:59

Skíta á sig skáldin mörg og skyri sletta,
upp þeir síðan ermar bretta
og yrkja kvæði líkt og þetta.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 7/3/06 15:09

Þessi kvæði þraut víst erfið þykir mörgum.
Kroppið sé hjá vísnavörgum,
víst þá stirðnar geð hjá örgum.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 9/3/06 14:13

Örg og bitur engist, hjartað órótt, lítið.
Þín er kvölin, þitt er valið,
þitt að temja hjartað kvalið.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 10/3/06 10:44

Kvalin varla konan er af karlmannsskorti.
Stökur geysigóðar orti
gleymdi sér í vísnasporti.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Vísnasportið, spil & leikir spekinganna,
höfðar oftast miklu minna
til meirihlutans (allra hinna).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 11/3/06 13:22

Hinna sem að hagyrðinga hafa ei snilli,
á súlustöðum dreymir dilli-
dömur sinna fóta milli.

Ormur-Stormur
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13, 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: