— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 11/10/05 10:58

Jepp, baksneiddar braghendur, en best að fara eftir reglunum.

Kviðinn strýk ég konum á í kvöldsins skímu.
Set svo í þær sæðisfrumu,
sérstaklega þessar hrumu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 11/10/05 14:46

Ég spyr ykkur, er þetta rétt kveðið hjá mér?

Náinn vinur neyðist til að nenna þessu
leiðrétta og leyfa skyssu
lifa góðri sátt með vissu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 11/10/05 16:13

Jú þú ert greinilega alveg að fatta þetta

Vissulega virðist bragur vera réttur
Formið tókst þér hér að hitta
herfilega vítaskytta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/05 21:06

„Skyttan hefur skotið mig í skjóli nætur“
Undarlega gæsin grætur,
getur ei á staðið fætur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 12/10/05 10:01

Fætur mínir fyrir hornið fljótir hlaupa
þurfti ég að þeim að hrópa
,,þöngulhausar upp til hópa!"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Langi Láki 12/10/05 14:36

Hópsál er ég, heigull mikill, heljar gunga!
Kíló hundrað kútsins bunga,
kikna undan eigin þunga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/05 15:47

Þunga hef ég þanka núna, þegi ekki.
Kalda finn ég kuldahlekki
krókna nú í vindsins trekki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/10/05 17:04

Trekkir ætíð taumlaus hlátur, tæpast dulinn.
Gamanleikur, gleð'ei hulin
gosið drukkið, sykur mulinn.

Gengur þetta strákar mínir?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 13/10/05 15:15

Verra mun ég varla hugsa, vildi geta
stend á Klapparstíg án fata
stórefast um geðs míns bata

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 14/10/05 23:45

Bata hefur bráðan fengið bragarháttur.
Vín úr glasi sýp því sáttur,
samt er hraður andadráttur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 15/10/05 01:18

Andadráttur; oní mig fer oft á haustin,
hamstra gegnum heilu vestin.
Helst á spori lýkt og lestin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 15/10/05 01:55

Síðasti höbbbðingi ofstuðlaði í síðustu línu. En, baksneidd braghenda, rétt stuðluð hér:

Á mér stendur ógurlega elsku vina,
heim ég fer að hitta frúna
háttir þú ei kæra núna.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 15/10/05 02:32

Núna vildi nokkra stuðla nota hérna
færri munu fylgja þarna
fyrirgefið meðal barna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 15/10/05 18:33

Barnalega læt ég oft með löptu víni;
á þrýstin brjóst ég bljúgur mæni
babla, gubba, á mig spræni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/05 02:28

Þið fylgið ekki þræðinum... en vel ort flestir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 16/10/05 21:04

Punginn hef ég kembt og klórað, kreist og þvegið,
líters skammt með lóknum migið,
Línu riðið, dansinn stigið.

‹Nú braut ég engar reglur og orkti ágætis baksneidda braghendu þó!›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/05 19:29

Grænum túnum geng ég eftir grös í blóma
Sjórinn líktist lygnum rjóma
ljúfir söngvar fugla hljóma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 23/10/05 08:56

Hljómar þessi hruni eftir, hörðum reglum
Braghendu hér skila skulum
skipa henni úr öllum dulum
.
Dulum fletta dýrka þetta, orð um detta
fararheill þá fallið kallar
fyrna drullu mallið brallar

.
Smáæfing (ekki vera voða dómharðir úff..!)

Já, betra svona.

Dulum fletta dýrka þetta, dettur sletta
fararheill þá fallið kallar
fyrna drullu mallið brallar

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
        1, 2, 3, ... 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: