— GESTAPÓ —
Leiguliða leiðindi
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/10/05 02:47

Ívar Sívertsen mælti:

Útlitið er sem sagt vægast sagt ekki gott.

.
.
Fátt er svo með öllu illt Ívar minn, Þeir FARA og það frekar fljótlega. Þannig er það nú bara.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 4/10/05 09:53

Það væri kannske hugmynd að setja auglýsingu í DV sem hljóðaði eitthvað á þessa leið:
Kaupum notuð fótanudd- og sodastreamtæki. Veitum vörum móttöku og greiðum út í hönd milli klukkan 06:45 og 08:15 alla daga að ‹hér kæmi svo heimilisfang íbúðarinnar›. Engum vísað frá.‹nöfn delínkventanna›

Ég held, kæri riddari, að þeir yrðu annað tveggja fljótir að yfirgefa bústaðinn eða taka upp á því að fara fyrr að sofa til að vera í stakk búnir, snemma morguns, að bægja vonsviknum seljendum frá.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 4/10/05 10:46

Ég skal urra á þá fyrir þig ‹Demonstreitar urrið sitt›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tumi Tígur 4/10/05 11:11

Heiðglyrnir mælti:

Hjartans elsku krúttin mín, vitið þið um góða og ábyggilega manneskju handa mér í þetta húsnæði. (engin partý og ekkert vesen.) Ef að þið vitið um svona gæða leiguliða, sendið mér endilega einkapóst eða látið vita hérna.

Ég sem var að leita mér að íbúð til leigu fyrir ekki meira en hálfum mánuði síðan.

Að vísu búinn að finna mér íbúð núna og man í augnablikinu ekki eftir neinum sem ég þekki sem er að leita. ‹Starir þegjandi út í loftið›

En gangi þér engu að síður vel að finna lausn á þínum vandamálum.

Sonur andskotans · Skógardrísill · Prins Frumskógarins · Tígull
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 5/10/05 18:54

Forvitinn er ég að vita hvernig riddara oss gengur í leiguliða klandri sínu.‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/10/05 21:52

Sko bara til, vandræði gærdagsins orðin lítilfjörleg og nánast gleymd. Morgundagurinn allur eftir til finna upp ný vandræði. Nú eða bara að leyfa öðrum að finna þau upp fyrir okkur. Jibbí..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skari 9/10/05 12:09

Ég er strangt til tekið leiguliði, þó ég kjósi að kalla það málaliði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla rassgat 9/10/05 17:15

Ég hafði vit á að hætta að vera leiguliði um það leyti sem fasteignaverð var að byrja að rjúka upp og hef verið íbúi í mínu eigin húsnæði síðan.

- Búkhljóðagerðarmeistari, úrgangsflokkunartæknir og prófessor í fræðilegri áburðardreyfingu -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 6/5/08 21:20

Hey, ég man eftir þessu.
‹Blandar sér í glas›

        1, 2
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: