— GESTAPÓ —
Leiguliða leiðindi
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/10/05 17:13

Mikið svakalega er Riddarinn búin að vera óheppinn með tvo síðustu leiguliðana sína. Þannig er að ein af íbúðum Riddarans í miðbænum, 50 fm. voða sæt stúdioíbúð í kjallara, var tekin á leigu af breskum herramanni sem var alltaf alveg að fá peninga til að greiða húsleiguna.
.
Einum og hálfum mánuði síðar uppgötvaði hann sér til mikilar undrunar að hann væri alkóhólisti og tilkynnti Riddaranum það fullur og með tilþrifum. Þó að hann fengi nú að búa frítt fársjúkur maðurinn.
.
Jæja hugsaði Riddarinn með sér, einn og hálfur mánuður er bara nokkuð fínn styrkur til þessa málefnis og vippaði kauða út. Það hefur náttúrulega hvorki sést né heyrst til hans síðan.
.
Þá kom ungur kokkur að máli við Riddarann og falaðist eftir íbúðinni til leigu, þar sem þessi ungi maður var að vinna hjá fyrirtæki sem Riddarinn þekkir vel til og hafði mælt með honum, var þetta nokkuð auðsótt mál. En vegna fyrri hörmunga fór Riddarinn fram á einn mánuð til reynslu. Ekki málið, allt greitt upp í topp og mikil hamingja.
.
Daginn eftir var hann fluttur inn og annar ungur maður með honum og viti menn síðan er búið að vera svona um það bil stanslaust 10 til 20 manna tecno partý hjá þeim. Í hvert skipti sem talað er við þessa ungu menn, þá skilja þeir alveg að þetta er rólegt fjölbýlishús, þar sem svona bara pasar ekki. "Já mar" ekki vantar skilning á alvöru málsins, alveg í heila jafnvel 2 til 3 klukkutíma á eftir. Síðan byrjar partýið að nýju.
.
Jæja en þeir eru að flytja út, sem betur fer. Síðastliðin 10 ár hefur Riddarinn verið mjög heppinn með leiguliða. ábyggilegt og gott fólk, sem hefur skilið vel við Riddarann og hans eignir. Svo að þetta kemur verulega á óvart.
.
Hjartans elsku krúttin mín, vitið þið um góða og ábyggilega manneskju handa mér í þetta húsnæði. (engin partý og ekkert vesen.) Ef að þið vitið um svona gæða leiguliða, sendið mér endilega einkapóst eða látið vita hérna.
.
Þakka ykkur fyrir.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/10/05 17:18

Gerðu bara eins og ég - leigðu ættingja ef þú hefur tök á því. Þá er alltaf hægt að leysa deilumál sem upp koma á ættbálksfundi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/10/05 17:21

‹Ælir hárbolta á gólfið og klórar gluggatjöldin niður›
Ég skal...

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 3/10/05 17:22

Ég skil bara ekkert í því að þú hafir hent út fulla Bretanum. Þetta hefur örugglega verið með þeim betri málefnum sem þú hefur styrkt.

‹Klórar sér í höfðinu›
Ég man samt því miður ekki eftir neinum sem er á höttunum eftir stúdíóíbúð.

Skál! xT

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 3/10/05 17:22

ÉG! Þú þarft bara að bíða þolinmóður í þrjú ár.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/10/05 17:50

Furðuvera mælti:

ÉG! Þú þarft bara að bíða þolinmóður í þrjú ár.

Úje..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/10/05 17:52

Krókur mælti:

Ég skil bara ekkert í því að þú hafir hent út fulla Bretanum. Þetta hefur örugglega verið með þeim betri málefnum sem þú hefur styrkt.

‹Klórar sér í höfðinu›
Ég man samt því miður ekki eftir neinum sem er á höttunum eftir stúdíóíbúð.

Skál! xT

.
.
Riddarinn henti honum bara alls ekki út. Hann vippaði honum út.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 4/10/05 00:32

Já, og ég hefði vippað honum með þér hefði ég verið á staðnum, kæri riddari. Maður lætur betlandi Tjalla fara í viðkvæmnina á sér. ‹Þakkar riddaranum kærlega fyrir síðast›

Annars vantar mig húsnæði fyrir kosningaskrifstofu, þú veizt, prófkjör og allt það. Heldur þú að þetta húsnæði henti?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/10/05 01:30

Sundlaugur Vatne mælti:

Já, og ég hefði vippað honum með þér hefði ég verið á staðnum, kæri riddari. Maður lætur betlandi Tjalla fara í viðkvæmnina á sér. ‹Þakkar riddaranum kærlega fyrir síðast›

Annars vantar mig húsnæði fyrir kosningaskrifstofu, þú veizt, prófkjör og allt það. Heldur þú að þetta húsnæði henti?

.
.
Jú veit ég vel Sundlaugur minn, þó að maður gefi skyrtuna af baki sér annan hvern dag, passar bara ekki að gera það alla daga. Maður verður að ná einhverju inn hina daganna. Annars væri lítið til að skipta upp og gefa þegar það við á. En Tjallin var stór og stæðilegur, þannig að það var nú bara gaman að vippa honum út.
.
Aftur á móti þessir tveir ungum menn, sem því miður hafa ekki enn séð sóma sinn, þrátt fyrir öll sín loforð að yfirgefa húsnæðið. Eru að verða martröð Riddarans, hálfgerðir unglingar ennþá, veimiltítulegir og brothættir, þannig að allar tilraunir til að vippa þeim út gætu endað með ósköpum. Hreint ekki óskastaða.
.
Þakka þér herra minn fyrir síðast, okkar var heiðurinn.
.
Ja, prófkjör segir þú, það má skoða allt.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/10/05 01:38

Heyrðu mig riddari, eigum við ekki bara að slá upp einu alls herjar svaka Baggalútspartýi heima hjá þér og flæma vitleysingana út með þeirra eigin bragði? Hvenær eru þeir sofnaðir á laugardagsmorgni? Harmónikkuball, ættjarðarsöngvar og annað slíkt í morgunsárið eru verstu óvinir timburmanna.

Sem sagt, með illu skal illt út reka eða Fight fire with Fire.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég mæti!!! Tek stelpuna með (fjögurra ára) þeir verða ekki lengi að hverfa eftir sjöttu endursýninguna á Bubba Byggir á hæsta styrk.

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/10/05 01:59

Heyrðu... FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ BAGGALÚTS... hvernig hljómar það? í garðinum hjá Heiðglyrni? Hvað segir riddarinn um það?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/10/05 02:01

Ívar Sívertsen mælti:

Heyrðu mig riddari, eigum við ekki bara að slá upp einu alls herjar svaka Baggalútspartýi heima hjá þér og flæma vitleysingana út með þeirra eigin bragði? Hvenær eru þeir sofnaðir á laugardagsmorgni? Harmónikkuball, ættjarðarsöngvar og annað slíkt í morgunsárið eru verstu óvinir timburmanna.

Sem sagt, með illu skal illt út reka eða Fight fire with Fire.

Ívar minn, ef ekki væri fyrir hitt fólkið, sem býr hérna og skylda okkar er að taka tillit til. Þá myndi Riddarinn opna eina V.S.O.P og bjóða þér yfir með bringuorgelið.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/10/05 02:04

Heiðglyrnir mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

Heyrðu mig riddari, eigum við ekki bara að slá upp einu alls herjar svaka Baggalútspartýi heima hjá þér og flæma vitleysingana út með þeirra eigin bragði? Hvenær eru þeir sofnaðir á laugardagsmorgni? Harmónikkuball, ættjarðarsöngvar og annað slíkt í morgunsárið eru verstu óvinir timburmanna.

Sem sagt, með illu skal illt út reka eða Fight fire with Fire.

Ívar minn, ef ekki væri fyrir hitt fólkið, sem býr hérna og skylda okkar er að taka tillit til. Þá myndi Riddarinn opna eina V.S.O.P og bjóða þér yfir með bringuorgelið.

Það hefði orðið verulega áhugavert fyrir tvær sakir... annars vegar á ég ekkert bringuorgel og því síður kann ég á það. Það hefði verið gaman að reka út slöttólfa með því...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/10/05 02:28

Ívar Sívertsen mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

Heyrðu mig riddari, eigum við ekki bara að slá upp einu alls herjar svaka Baggalútspartýi heima hjá þér og flæma vitleysingana út með þeirra eigin bragði? Hvenær eru þeir sofnaðir á laugardagsmorgni? Harmónikkuball, ættjarðarsöngvar og annað slíkt í morgunsárið eru verstu óvinir timburmanna.

Sem sagt, með illu skal illt út reka eða Fight fire with Fire.

Ívar minn, ef ekki væri fyrir hitt fólkið, sem býr hérna og skylda okkar er að taka tillit til. Þá myndi Riddarinn opna eina V.S.O.P og bjóða þér yfir með bringuorgelið.

Það hefði orðið verulega áhugavert fyrir tvær sakir... annars vegar á ég ekkert bringuorgel og því síður kann ég á það. Það hefði verið gaman að reka út slöttólfa með því...

Það er hugurinn Ívar minn sem skiptir máli, þakka fyrir últra-frómar og hýlegar hugmyndir, tek undir að Riddaranum hefði ekki leiðst að sjá upplitið á leiguliðunum vondu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/10/05 02:30

En bíddu hægur... er ekki hægt að fá hitt fólkið í húsinu til að hjálpa þér við að bola bjánunum á braut?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/10/05 02:37

Ívar Sívertsen mælti:

En bíddu hægur... er ekki hægt að fá hitt fólkið í húsinu til að hjálpa þér við að bola bjánunum á braut?

.
.
Við skulum alveg vera með eitt á hreinu Ívar minn. Þannig virkar ekki heimurinn. Riddarinn ljúfi er ekki beint í náðinni eftir þetta ítrekaða miður góða val á leiguliðum. Skiljanlega gagnvart þeim er þetta alfarið upp á mig að klaga.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/10/05 02:42

Útlitið er sem sagt vægast sagt ekki gott.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: