— GESTAPÓ —
Mr. Rictus
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mr.Rictus 30/9/05 00:36

Já, ákaflega gaman af mörgum þeim skrifum sem hér hafa farið fram, svo gaman að ljóst var það að ekki var hægt að sitja í skugganum lengur og innskránings tilfinningin byrjaði að segja til sín eins og verkur í kviðinn á kvenmanni með barni.

Hlakka til að geta rætt um hvað það svo sem að maður gæti hugsanlega rætt hér.
Einnig langaði mig að spyrjast fyrir um myndirnar sem margir bera hérna, þessi "headshot" á vinstri hlið, hvernig ég gæti þá orðið mér úti um slíka?.

Takk fyrir
Rictus

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/9/05 00:40

Vertu velkominn vinur og njóttu vel. Nú þá er bara að finna sér góða mynd og senda á enter@baggalutur.is. Hann Enter okkar smellir henni síðan inn fyrir þig.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 30/9/05 00:43

Vertu velkominn!

Leiðbeiningarnar undir „Niðurskipan“ eru ágætis lesning. Þar kemur meðal annars fram að notandi þarf að hafa sent 10 innlegg til að ávinna sér mynd.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 30/9/05 00:44

Sæll herra Rictus. Myndina getur þú orðið þér út um er þú ert búinn að skrifa 10 innlegg á síðuna. Þá geturðu valið um að fara í myndasafn og velja þér mynd. Lítist þér eigi á mynd þar sendirðu Enter póst á enter@baggalutur.is með bón um að fá þá mynd sem þú sendir með, setta við. (Ráðlegg ég þér einnig að biðja hann kannski að breyta nafninu, ef hann nennir, það er ekki litið vel á enska titla hérna, auk þess sem fallegra væri að hafa bil.) Lestu þetta líka vel, hafirðu það ekki nú þegar. http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=4011
Vertu annars velkominn.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
BOLGÓ 30/9/05 02:11

Jæja Mr Rictus er búinn að koma mér vel fyrir, komin með 10 innlegg og nú er bara að senda inn mynd. Ég er strax farinn að finna fyrir gríðarlegri velgengni okkar hér á þessari síðu. Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, gangi þér vel vinur.

Getur verið að þú sért af frönskum uppruna í aðra ættina og færeyskur í hina?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 30/9/05 09:44

Ef þú talar frönsku, ertu þá til í að gerast njósnari?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/9/05 10:12

Velkominn hr. Rictus. Ég vona að okkur eigi eftir að líka við þig‹glottir›

Ég tek undir með Hlíðarendakappanum að hér vöndum við mál okkar, án allra útúrsnúninga og stæla þó.
Ég bendi t.a.m. á að "headshot"(heddsjott) er útlenzka.

Kveðja
Sundkennarinn

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/9/05 11:24

Velkominn Rictus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
salvador 30/9/05 13:13

Ósk um velgengi og gæðaskrif !
-

Salvador; Löggiltur SKRÓPAGEMLINGSMEISTARI gestapó
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mr.Rictus 30/9/05 16:36

Jahá, ég þakka fyrir það og biðst velvirðingar á nafninu og öllu því sem kann að hafa farið fyrir brjóstið á ykkur sem hafið setið hér lengi.
Ég þarf víst að breyta nokkrum hlutum ásamt því að kynna mér reglur og siði hér því það er alveg deginum ljósara að ströngum reglum er fylgt eftir hér.

Það mætti halda að það væri verið að vígja mann inn í Frímúrararegluna eða jafnvel Illuminati (þið fyrirgefið enska orðið, en því miður var ekki hægt að komast hjá því, sökum þess að sú regla ber þetta nafn, og þetta nafn eingöngu).

En já, gaman af þessu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/9/05 16:50

Mr.Rictus mælti:

Jahá, ég þakka fyrir það og biðst velvirðingar á nafninu og öllu því sem kann að hafa farið fyrir brjóstið á ykkur sem hafið setið hér lengi.
Ég þarf víst að breyta nokkrum hlutum ásamt því að kynna mér reglur og siði hér því það er alveg deginum ljósara að ströngum reglum er fylgt eftir hér.

Það mætti halda að það væri verið að vígja mann inn í Frímúrararegluna eða jafnvel Illuminati (þið fyrirgefið enska orðið, en því miður var ekki hægt að komast hjá því, sökum þess að sú regla ber þetta nafn, og þetta nafn eingöngu).

En já, gaman af þessu.

Blessaður aftur, ungi maður
Já, hér er farið eftir ströngum reglum, en við erum ekkert að líkja okkur við frímúrarana. Þeir eru bara leifar af einhverju ævagömlu þýzku stéttarfélagi.
Hvað Illuminati varðar þá þarft þú ekkert að biðjast afsökunar á að nota það orð. Ég skal neflnilega upplýsa þig um það að þetta er alls engin enska, heldur latína. Latína er bæði göfugt mál og dautt og því í lagi að sletta því í hófi.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/9/05 16:50

Mr.Rictus mælti:

Jahá, ég þakka fyrir það og biðst velvirðingar á nafninu og öllu því sem kann að hafa farið fyrir brjóstið á ykkur sem hafið setið hér lengi.
Ég þarf víst að breyta nokkrum hlutum ásamt því að kynna mér reglur og siði hér því það er alveg deginum ljósara að ströngum reglum er fylgt eftir hér.

Það mætti halda að það væri verið að vígja mann inn í Frímúrararegluna eða jafnvel Illuminati (þið fyrirgefið enska orðið, en því miður var ekki hægt að komast hjá því, sökum þess að sú regla ber þetta nafn, og þetta nafn eingöngu).

En já, gaman af þessu.

Riddarinn ítrekar Rictus minn að þú er velkominn. Illuminati er nú sennilega latína frekar en enska. Skoðaðu þig nú um og reyndu að móðga ekki of marga. Skemmtu þér vel vinur.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/9/05 16:53

Blessaðu aftur Sundlaugur minn, nú vorum við flottir settum inn innlegg á sömu sekúndu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 30/9/05 17:03

Velkominn

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/9/05 17:04

Heiðglyrnir mælti:

Blessaðu aftur Sundlaugur minn, nú vorum við flottir settum inn innlegg á sömu sekúndu.

Við klikkum ekki.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 30/9/05 17:18

Sundlaugur Vatne mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Blessaðu aftur Sundlaugur minn, nú vorum við flottir settum inn innlegg á sömu sekúndu.

Við klikkum ekki.

Víst klikkiði. Frímúrarnir eru leyfar af ensku stéttafélagi ekki þýsku.

‹Ullar›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/9/05 17:31

Krókur mælti:

Sundlaugur Vatne mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Blessaðu aftur Sundlaugur minn, nú vorum við flottir settum inn innlegg á sömu sekúndu.

Við klikkum ekki.

Víst klikkiði. Frímúrarnir eru leyfar af ensku stéttafélagi ekki þýsku.

‹Ullar›

Þó krikket sé ensk íþrótt þá er frímúrarar það ekki. Þetta eru leifar gildis kirkjusmiða í Mið-Evrópu (á þeim tíma Hið heilaga rómverksa ríki þýzkrara þjóðar). Gildin voru sterk í borgunum og ekki opin nema innvígðum. Gildi kirkjusmiða var ólíkt öðrum að því að það náði um ríkið allt enda kirkjusmiðir á sífelldum faraldsfæti því ekki var á fast starf að á róa í hverri borg.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/9/05 17:36

Voru þeir ekki evrópskir steinsmiðir?

     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: