— GESTAPÓ —
Jane Doe Kynning
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jane Doe 28/9/05 08:48

Ánetjuð Baggalút? Ekki ennþá en ég ætla að gera heiðarlega tilraun.

Ég ætla sem sagt að gerast meðvirk með ánetjuðum bagga.

Síðustu mánuði hef ég fylgst með ungri manneskju flytja líf sitt frá raunveruleikanum og inn á Baggalút. Saklaus manneskja sem hefur áhuga á jarðfræði og dróst þannig að þessari síðu en flæktist þar í vef vinsælla leikja, þráða og ríms og allt með undirleik köntrí laga.

Nú ætla ég að hætta að reyna að draga viðkomandi út í sólskinið enda ekki mikil von um gott veður á næstunni.

Í staðin ætla ég prófa lífið á netinu með plöntum, dýrum og öðrum furðuböggum um skeið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 28/9/05 09:08

Ég verð að segja að þetta samfélag hérna minnir mig helst á útópíu. Er einmitt nýfluttur inn og ánetjaðist við fyrsta fikt. Vertu velkomin!
‹langar að klappa fyrir nýrri innkomu en þar sem önnur höndin er ennþá flækt í hárinu lætur hann sér nægja að smella fingrum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 28/9/05 09:09

Vertu velkomin Jane Joe. Vona að þú munir hafa gaman af þessu.

‹Hendir litlum hörðum rauðleitum bolta til Jane til að sjá hversu liðtæk hún væri í krikket›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/9/05 09:11

Velkomin Djeindó, má ég kalla þig Dó?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/9/05 10:24

Í fyrsta lagi er ekki von á góðu veðri, Djein, og svo ætla ég að biðja þig að láta þessa ungu konu í friði þar sem henni líður ágætlega hér í okkar félagsskap.

Það vill svo til að ég veit alveg um hverja þú ert að tala, ég sé nefnilega í gegnum þig, gæran þín.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/05 10:29

hver dó?
‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anar 28/9/05 10:30

Lofið börnunum að koma á Gestapó. Svo mælti Enter. Eða svo hefði hann átt að mæla. Mæli með veðrinu, skapar karakter. Það er svo margt sem skapar karakter. Ást, sorg, ostur, gleði, vonbrigði. Allt þetta og meira til. Það þarf nú meira til en baugs-feðga til að stoppa mig. Enda er ekki hægt að stoppa kyrran hlut. Ég er ekkert að fara. Og það er unga stúlkan, vinkona þín, heldur ekki að fara að gera.

~Sjá! Hann gengur á RAM~

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/9/05 10:55

Sæl og blessuð Jane Doe. Vertu velkomin í nýtt líf. Nú þarftu ekki á raunheimum að halda. Við hugsum um þig.

‹Hverfur í skuggann. Twilight Zone stefið heyrist›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 28/9/05 11:02

Vertu velkomin Jane, Þú bara mannst að haga þér vel og svona. Þá er allt jollí í skóginum.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jane Doe 28/9/05 11:02

Takk fyrir misskemmtilegar móttökur. Sum ykkar eru virkilega indæl.
Já og takk fyrir nafngiftirnar. Ég sem ætlaði bara að vera hin nafnlausa.
Það verður líka gaman að sjá hvernig hinn ánetjaði tekur nafngiftinni unga kona, ung stúlka og vinkona (hvílíkur ályktunarhæfileiki)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/05 11:03

Afsakaðu fyrra sprell... en velkomin og láttu fara vel um þig.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/9/05 11:32

HAH! Þú komst upp um þig. Ég hef flett ofan þér, Djeindó!

Í kynningu þinni kemur hvergi fram að um kvenmann sé að ræða en ég veiddi það upp úr þér, tæfan þín!

Við Vatne-menn (karlar og konur) erum nefnilega mannþekkjarar. Ég veit hvaða sambandi þú ert að spilla og þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu, óbermið þitt!

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 28/9/05 11:40

Sundlaugur! Ég trúi ekki að þú látir svona við þessa nýju dömu. Ætlarðu að skammast þín!

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/9/05 11:42

Svona svona Sundlaugur minn. Það er óþarfi að ganga fram af þvílíkri hörku. Þú veist vel að töfrar Gestapó munu eflaust fanga hana líka og björgun þessarar ónefndu manneskju (ekki Davíð í þetta sinn) mun því fara forgörðum. Þær/þau munu án nokkurs vafa una hag sínum vel saman, í okkar stafræna sæluríki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/9/05 11:55

‹Róast og skammast sín svolítið fyrir að hafa misst svona stjórn á sér› Æ, fyrirgefðu að ég skyldi kalla þig óbermi, Djeindó.
Vertu bara velkomin hingað...... og vertu velkomin hvenær sem er til Ýsufjarðar, ég skal með ánægju leiðsegja þig um mínar heimaslóðir.

Veiztu, þú er hörkugella‹Ljómar upp en veltir því fyrir sér í leiðinni hvað kom honum til að láta þetta flakka›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/9/05 12:56

Þess ber að geta að Sundlaugur er allra manna hugljúfi... það hlýtur að vera eitthvað gruggugt í gangi fyrst hann stekkur svona upp á nef sér...

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
meðhjálparinn 28/9/05 13:10

Já eitthvað gruggugt, vonandi er ekki kúkur í lauginni

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/9/05 13:11

meðhjálparinn mælti:

Já eitthvað gruggugt, vonandi er ekki kúkur í lauginni

Svona vertu úti þú þarna myndalausi og ókynnti nýliði...

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: