— GESTAPÓ —
Góð kvöld og daga Baggalýtingar!
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 27/9/05 15:09

Mig langaði bara að segja að loksins hef ég fundið eitthvað uppbyggilegt að gera í vinnunni. Rambaði inn á síðu Baggalúts um daginn og sá um leið hvar ég hef hlaupið villu vegar um alllangt skeið að hafa farið á mis við þetta heldrimanna/kvenna samfélag. Aldrei hef ég lært jafn mikið á jafnstuttum tíma og er þó kenndur við lærdóm. Megi viskuguðirnir fylgja ykkur hvert fótmál og hjólför þegar það á við. Og nei ég er ekki jafn illur og myndin gefur til kynna en er þó 1/32 púki.

Þakka góðar móttökur..
Hinn lærði

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/9/05 15:12

Hjartanlega velkominn Lærði. Þú ert vel skrifandi og sleppur því við högg gaddasvipunnar.

Nema náttúrulega þú viljir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 27/9/05 15:14

‹Mundar svipuna› Velkominn í þetta samfélag... íhaaa...

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 27/9/05 15:16

Vertu velkominn Lærði og megir þú njóta vel eins og ég hef gert á mínum stutta ferli hér.

Prins Arutha af Krondor
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 27/9/05 15:22

‹Situr í leðurhægindastól. Lítur upp. ›Velkominn á þekkingarsetrið Baggalút. ‹Flettri stórri og þykkri mannfræðibók en hefur haganlega komið fyrir Andrésblaði milli blaðsíðnanna›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 27/9/05 15:25

Velkominn Lærði-Geöff.
Það er eitthvað heillandi við myndina af þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/05 15:27

Velkominn, megir þú njóta þess að vera hér eins og við öll hin... við erum reyndar öll Glúmur svo þú vitir það bara strax, nema Vladimir, Mosa og ef til vill Ritstjórnin, sem gæti í raun verið Smábaggi sem er víst Vladimir, en það kemur í sama stað niður...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/9/05 15:36

Velkominn vinur og njóttu vel.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ekki er ég búinn að hanga hér lengi en notið hef ég vel. Þú örugglega líka.

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Það er hundleiðinlegt hérna þeg hætti bráðum

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/9/05 09:52

‹sussar á Skabba›

Velkominn Geöff, held ég

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 28/9/05 10:03

Sundlaugur Vatne mælti:

‹sussar á Skabba›

Velkominn Geöff, held ég

‹setur upp lesgleraugun og rýnir í smáa letrið hugsinn á svip›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/05 10:06

Skabbi skrumari mælti:

Velkominn, megir þú njóta þess að vera hér eins og við öll hin... við erum reyndar öll Glúmur svo þú vitir það bara strax, nema Vladimir, Mosa og ef til vill Ritstjórnin, sem gæti í raun verið Smábaggi sem er víst Vladimir, en það kemur í sama stað niður...

ÉG er ekki Glúmur nema á þriðjudögum.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 28/9/05 10:21

Ég neita að vera Glúmur því hann hefur enn ekki kíkt í kaffi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/9/05 11:11

Vjer lítum svo á að illmögulegt sje að kíkja í kaffi til sjálfs sín. Þess vegna eruð þjer skv. þessum orðum augljóslega Glúmur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/05 11:16

Í dag er ég Ormlaug

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/9/05 12:08

Ormlaug! ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 28/9/05 14:16

Lærði-Geöff mælti:

Sundlaugur Vatne mælti:

‹sussar á Skabba›

Velkominn Geöff, held ég

‹setur upp lesgleraugun og rýnir í smáa letrið hugsinn á svip›

‹Hendir gleraugunum og velur takkann „vitna í“ frekar›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: