— GESTAPÓ —
Hver þorir? Láttu það ganga leikur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 25/9/05 23:44

Leikurinn felst í því að yrkja um þann sem á undan orti. Þ. e. að sá sem svarar þessu verður að yrkja um mig og næsti yrkir svo um þann sem orti um mig ...

Ég sé ekki annað en að allir bragarhætti séu leyfðir og þemur (Heillavísur, bullvisur, ákvæðavísur, níðvísur ... ).

En eina skilyrðið er að nafn (eða gælunafn) viðkomandi komi fram í vísunni og að reglum um bragfræði sé fylgt.

Til að gera eitthvað sjálfur er smá bull vísa um innleggja-kónginn:

Með sínar hendur sundkúts í
svamlar eftir Lútnum.
Heiðursgestur Hakuchi
hefur vald á stútnum.

Hver þorir svo að koma með vísu um mig?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Holmes 25/9/05 23:46

Ekki ég

Starfsmaður pirrandi félagsins - Eigandi Rokkmúsar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/9/05 00:27

Fyllir meyjar munalosta
maður sem við þekkjum.
Yrki hér um Hildisþorsta
Honum skál nú drekkum.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 27/9/05 09:06

Nornin hefur mælt það mál,
með miklum sóma að vana.
Nú við skulum drekka skál,
og skelegg lofa hana.

Líst vel á þessa áskorun.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 27/9/05 09:25

Prinsinn hann vill pranga út
prúttar sínar dætur
Gelgjur ekki ganga út
greiðir með þeim bætur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 27/9/05 09:36

Sá Lærði ætti að læra það,
og leggja sig í tíma.
Vísur sem hann velur stað,
væri betra að ríma.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 27/9/05 10:01

Þetta var mjög lélegt ég veit, var eitthvað að flýta mér þarna.
‹ætlar að rífa af sér hárið af sjálfsfyrirlitningu en fær straum og hættir við›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/05 11:25

Prinsinn er hér piltur fínn
prúðmannlegur drengur
Fortíð hefur, fram er sýnn
flottur bragveg gengur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/9/05 12:15

Skrumarinn oss skemmtir mjög
skenkir ákavíti
Hann að ljóðum leggur drög
listavel í flýti

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 27/9/05 13:11

Forsetinn er Fukcov nefndur
flotta nafnið ber með sanni.
Vodkað þambar verður kenndur
á veitingahúsum er í banni.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Alvitur asnastrik 27/9/05 13:19

Voff er bæði vænn og góður
vinur bestur manns
hérna skalt fá hundafóður
og halda í tíkarfans.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 27/9/05 15:43

Alviturt er asnastrik,
asnast hér um staði.
Hans myndin á minnir Óla prik,
meðalkrot á blaði.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 28/9/05 08:06

Prinsinn kom með punktinn þann
predikar með viti
heldur betur hugmynd fann
í hnitmiðuðu riti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/10/05 02:45

Hljóma eins og bévað breim
bögur Lærða augun meiða
Ekki býð ég honum heim
hann er bæði lydda og bleyða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/10/05 03:14

Upprifinn ég ekki
á einasta hátt þekki.
Kannski hann ég hrekki,
hvatvís upp hann trekki.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ómissandi, þarfur þjóð.
Þetta dæmin sýna.
Þarfagreinir, gæðablóð!
gríptu kveðju mína.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/10/05 18:46

Bíður uppí bragardans
bestur er í ljóðaglans
Lund ei znúðug znaut né trans
Z. Natan Ó. Jónatanz

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 2/10/05 19:34

Einn ég Skabba þekki Skrum
Skálkur er hann eigi.
Hvorki hefur hrjáð hann fát né fum
fram að þessum degi.

Prins Arutha af Krondor
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: