— GESTAPÓ —
Stórkostleg listaverk í Nýnemablaði Röskvu
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 25/9/05 14:14

Í Nýnemablaði Röskvu 2005 er að finna stórkostlegar bókmenntir, kvæði um fólk á lista Röskvu. Gaman er að sjá að slík listaverk skuli vera unnin og gefin út við okkar æðstu menntastofnun.

Örlítið brot af kvæðabálknum er endurprentað hér ef vera kann að þetta hafi farið fram hjá ykkur:

Kvæði:

Atli, hann er soldið kúl
því hann er í hljómsveit
það er eflaust mikið púl
að stjórna svona stórsveit.

Kvæði:

Láru er margt til lista lagt
lagleg er hún líka
spilar og syngur, getum sagt
hana hæfileikaríka.

Kvæði:

Mikilmenni er hann Maggi
kann með tölur að fara
það við vitum og þið, er þaggi?
Hann kennir okkur að spara.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 25/9/05 14:24

Rándýr og vandaður kveðskapur þarna á ferð...hvar setti ég nú augnskolið?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/05 17:35

Þetta er greinilega hámenntað fólk þarna sem hefur lagt stund á bragfræði til margra ára...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/9/05 12:48

Ég rakst eitt sinn á þessa vísu í skemmtiblaði íslenskunema, Ratatoskr, og fannst hún svo góð að ég lagði hana á minnið:

Hún vitnar ótt og títt í Ármann Jakobs.
Enda er hann djöfull víðlesinn.
Og kann jafnt skil á Biblíunni og Bók Jobs.
Brunnur fræða er hann drengblesinn.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 26/9/05 15:01

Enn ein ástæða þess að leggja háskólana niður á mölinni og flytja allt framhaldsnám til íslenzkara sveita. Aðeins þar getur menning okkar dafnað og eflst.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 26/9/05 16:12

Allt sem ég hef lært hjá ykkur hér á lútnum, farið fjandans til.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 7/10/05 10:24

hlewagastiR mælti:

Hvaða, hvaða. Það er yfrið nóg að senda þetta heiladauða stúdentapólitíkurlið út á akrana. Láttu okkur hin í friði í fræðunum, Laugi minn.

Er verið að fræða sig, já, sei sei, flott er ungi maður, íslenskufræði ætla ég eða sagnfræði! ‹Ljómar upp›

Skall þar hurð nærri hælum
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: