— GESTAPÓ —
Bachelor Baggalúts (Eða jafnvel Baggasveinn)
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4 ... 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 27/9/05 21:18

Skráir maður sig hér á magadansnámskeiðið?

‹Starir þegjandi út í loftið›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mig langar soldið að vera með en veit ekki hvort útlendingar eins og ég
meigum keppa, og síðann er ég að pæla soldið í hver borgar ferðina frá Gautaborg þegar ág á að ná í bykarinn?

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dauðinn 29/9/05 22:26

‹Hengir upp veggspjald›

Ég er Dauðinn - Ég er Maðurinn með ljáinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 29/9/05 23:04

Má enn skrá sig??
Prufum

Kyn: KK líklega
Aldur: Gamal.... eld gamall alveg satt
Dýrategund: Homo sap.....eitthvað
Áhugasvið: Elli og hrörnun.
Ástæða: Bara
Kostir: Er orðinn mjög gamall
Gallar: Er orðinn mjög gamall
Samþykki maka: Er nú alveg aldeilis makalaus

‹Staulast út af sviðinu í göngugrindinni og skellir í góm á eftir sér›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 1/10/05 19:22

‹Ýtir Prins Arutha ofan í gjótu› Mwhahaha, einn farinn, 11 eftir. ‹Bruggar launráð gegn eftirlifandi karlkynskeppendum›

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ormlaug 2/10/05 22:10

Kyn : Þarftu að spyrja?
Aldur : Þroskuð eins og kafsæt hunangsmelóna
Áhugasvið : Allt forboðið og fróðleiksfúst
Ástæða : Enginn kvenmaður stenst samkeppni við mig þegar kemur að því að klófesta karlpening
Kostir : Ómótstæðileg
Gallar : Aðeins til í einu eintaki
Samþykki maka : Ormlaug er makalaus

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla rassgat 2/10/05 23:49

Eru bara karla og kvennaflokkur? Hvers eigum við hvorukynin að gjalda? ‹Brestur í óstöðvandi grát›

- Búkhljóðagerðarmeistari, úrgangsflokkunartæknir og prófessor í fræðilegri áburðardreyfingu -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 3/10/05 17:45

Litla rassgat mælti:

Eru bara karla og kvennaflokkur? Hvers eigum við hvorukynin að gjalda? ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Með hverju parast annars hvorugkyn? ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Og hvar er svo stjórnandinn í þessu batteríi?? Á maður bara að vera einhleypur að eilífu amen?!
‹Íhugar að sækja um pláss í Ástarfleyinu fyrst ekkert gengur í Baggasveinku›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Baggasveinn: Fyrsti þáttur.

‹Dramatískt opnunarstef og myndavélin flýgur af nærliggjandi þaki og nálgast Hundslappadrífu í tignarlegum sveig frá vinstri. Hundslappadrífa hefur þáttinn með tilþrifaþrunginni upphafsræðu:›

Góða kvöldið og velkomin í fyrsta þátt Baggasveins. Ég er Hundslappadrífa í neðra og verð kynnir þessa þáttar. Fylgið mér eftir í þessum fyrsta raunveruleikaþætti Baggalúts. Eftir spennandi og áhugavert umsóknarferli hefur hér safnast saman rjómi karlpenings Baggalúts og fer leikurinn nú að herðast til muna. Greinilegt er að gæði karlumsækjenda eru mikil því kvennumsækjendur flykkjast einnig inn. Þegar hafa sjö kvennkostir gefið færi á sér og hver öðrum vænlegri.

‹Skipt er yfir í myndavél á hægri hönd Hundslappadrífu. Hún hallar undir flat og heldur áfram:›

En byrjum á að kynnast karlpeningnum, og munið, valdið er ykkar, kjósið þann sem ykkur líst best á.

Fyrstan kynnum við til leiks Texa Everto.

‹Mynd af Texa Everto birtist á skjánum og Hundslappadrífa þylur áfram›

Texi er kúasmali á óræðum aldri, megin áhugamál hans eru kýr og líkamlegt
og andlegt ástand í út og súður. Hann er margmakaður en allir makar samþykkja framhjáhaldið.

Næstan kynnum við til leiks. B. Ewing.

‹Myndin af Texa “feidar” yfir í mynd af B. Ewing.›

Þessi ungi einstaklingur er þar til rannsókn lýkur talinn homo sapiens. Áhugamál hans eru til dæmis gúmmíendur og önnur heimspeki. Ástæða umsóknar er tjáningarskortur á þræði þessum. Varðandi andlegt og líkamlegt atgervi má nefna að hann er í mýkri kantinum, að vísu ekki vaxtarlega séð og passar illa inn í smábíla. B. Ewing er að sjálfsögðu með CE merkingu eins og öll boðleg leikföng. B.Ewing er makalaus.

‹Enn breytist myndin, að þessu sinni birtist mynd af Limbra›

Þriðji umsækjandin í Baggasveini að þessu sinni er Limbri. Limbri er rétt kominn af kjánaaldri, er mannsveskja og hefur helstan áhuga á smekkvísi og almenn kurteisi. Ástæða umsóknar var bið eftir "þúveist" hvað svo sem það á að þýða. Honum er lýst sem "Þéttum Bílskúr"

‹Myndin “feidar” (betra orð eða hæfileg þýðing óskast á orði þessu) yfir á mynd af Dauðanum sjálfum.›

Fjórði umsækjandinn er einstakur svo ekki sé minna sagt. Dauðinn er eitthvað í kringum 50.000 ára gömul fyrrverandi manneskja. Helstu áhugamál hans eru sálir dauðra manna/kvenna og annað í þeim dúr og ástæða umsóknarinnar er "dauður tími" Dauðinn hefur þegar fengið eitt atkvæði.

‹Myndinn “feidar” yfir á mynd af Hundslappadrífu.›

Eftir örfá skilaboð frá auglýsendum komum við aftur með fleirri spennandi umsækjendur.

Auglýsingastef

Auglýsingastef

‹Hundslappadrífa birtist aftur á skjánum.›


Velkomin aftur, ég veit að allir eru á nálum svo ég læt ykkur ekki bíða lengur. Hér kemur næsti umsækjandi.

‹Myndir af umsækjendum koma upp um leið og nöfn þeirra eru nefnd.›

Steinríkur er tæplega 2100 ára karakter með bautasteina, mjöð og villigelti sem helstu áhugamál. Ástæða umsóknar Steinríks er möguleiki á ódauðlegri frægð. Hans helstu kostir og gallar eru hve fullkomlega hnöttóttur hann er. Hann telur að maki sinn viti ekki af Blútheimum þ.a. samþykkið þurfi ekki.

Ég sjálfur er almennt talinn karlkyns og er síungur. Ástæðu fyrir umsókn auk helstu kosta og galla er óþarft að ræða og enginn er makinn.

Goggurinn er enn í fullu fjöri og af dýrategundinni Homo sapiens mini. Hans helstu áhugasvið innihalda stríð, dauða, hungur og ... ööö, e-ð annað. Hann tók þátt vegna leiðinda. Goggurinn er mörgum kostum gæddur, kann t.d. að reima og skeina sér, en hans helstu gallar eru hve leiðinlegur, ófrjór, ófagur og lítill hann er svo fátt eitt sé nefnt. Goggurinn er makalaus.

Ívar Sívertsen er eitthvað sem hreyfir sig meira en grjót og er að á seinni hluta léttasta skeiðs. Þrátt fyrir að innleggjafjöldi bendi á að Gestapó sé hans stærsta áhugamál heldur hann því fram að hann hafi áhuga á mörgum hlutum. Ástæða fyrir umsókninni er forvitni og peningagræðgi. Hann er bæði vondur og góður maður og gerir ráð fyrir að maki sinn samþykki þáttöku sína.

Bangsímon er 84 og eru hans helstu áhugamál eru hunang og vinir hans. Honum finnst sinn helsti kostur vera að hann sé með kosti en helsti galli hans er heilasmæð. Maki hans samþykkir kannski þáttöku hans og framhjáhald í Baggalútsheimum.

Þarfagreinir er ungt eintak af tegundinni Homo Sapiens. Hann er réttnefndur eftir sínu helsta áhugamáli og sá greinilega þörf á veru sinni hérna eftir að hafa séð hinar umsóknirnar. Hans helsti kostur er hæfileiki hans til að greina þarfir óaðfinnanlega og vita því nákvæmlega hvað konur vilja. Helsti galli hans er að eyða stundum óhóflega miklum tíma í þarfagreiningu og of litlum í fólk. Samþykki maka þarf ekki. Þarfagreinir hefur fengið eitt atkvæði.

Hinn konungborni Arutha er ungur og ætla að vera að í einhvern tíma enn. Hann hefur áhuga á öllu spennandi. Hann telur að sem konungborinn persóna beri honum skilda til að mæta hér. Hann er ákaflega kelinn persóna og á eitthvað af sjógöllum og einn MAX-galla. Makinn er engin til samþykkis en gott er að vita að hann hefir aðgang að 16 rollum og einum hrút.

‹Myndavélin beinist enn og aftur að kynni þáttarins.›

Eftir stutt auglýsingahlé verður tilkynnt óvænt viðbót við þáttinn. Fylgist með.

Auglýsingastef

‹Rósir og rómantískar myndir af hrærivélum og skuggapörum á gangi á strönd flýtur inn á skjáinn undir panflaututónlist.›

Kvennkynsbagglýtingar af öllum gerðum takið eftir, enn er tekið við umsóknum í þáttinn og verður það svo áfram þar til kosningu um Baggasvein verður lokið. Ekki láta þetta tækifæri sleppa úr höndum ykkar.

Auglýsingastef

‹Hundslappadrífa kemur á skjáinn og hefur málæði:›

Greinilegt er að eftirsókn í að gerast Baggasveinn er mikil og komu inn þessar umsóknir eftir að hætt var móttöku karlkyns umsókna. Gæði umsóknanna voru slík að ákveðið hefur verið að leyfa þeim að fylgja hér með ef einhver skyldi vilja kjósa þá.

‹Enn birtast myndir af umsækjendum. Ómþýð rödd Hundslappadrífu hljómar yfir.›

Lærði-Geöff er prófessor rétt um kjöraldur og hefur mikinn áhuga á henni, henni...ekki henni.. já og henni, hvað svo sem það þýðir. Hann bráðvantar einhverja til að klippa sig og sótti því um. Hann telur ákaflegar eindæma gáfur sínar sér bæði til kosta og galla. (Fyrrverandi ?) maki varð svo vitur eftir eitt stefnumót að hún flutti til Chad (eina tungumálið sem Geöff skilur ekki) þannig að það ætti ekki að verða til vansa. Geöff fær slæm lærdómsflashback af og til og á það til að þylja upp fyrstu 738 tölurnar í pí á fullum raddstyrk en er annars í sínu besta líkamlega ástandi. Þessa daganna er hárið hans elsti félagi.

Albin er eld gamall (alveg satt) Homo sap.....eitthvað. Hann hefur mikin áhuga á elli og hrörnun. Eins og margir aðrir keppendur telur hann sinn helsta kost (að vera mjög gamall) vera jafnmikin galla. Albin er alveg aldeilis makalaus.

‹Hundslappadrífa birtist á ný.›

Einnig skal nefnt að Hilmar Harðjaxl sem er ekki einu sinni í keppninni fékk samt eitt atkvæði þannig að honum er frjáls þáttaka ef hann óskar þess.

Hefjið nú atkvæðagreiðslu. Hver verður hinn nýji Baggasveinn? Þetta verður mest spennandi atkvæðagreiðsla í sögu Baggasveins og mikilvægt að vanda valið.

Að lokum vilja aðstandendur þáttarins svara nokkrum fyrirspurnum sem borist hafa:

Fyrst spyr Rasspabbi: Skráir maður sig hér á magadansnámskeiðið?

Svar: Nei, ekki ennþá, en þar sem þetta er raunveruleikaþáttur er náttúrulega farið allfarið eftir almannaáliti þannig að ég skal taka það til skoðunnar.

Næst er það fyrirspurn frá Gísli Eiríkur og Helgi: Mig langar soldið að vera með en veit ekki hvort útlendingar eins og ég meigum keppa, og síðann er ég að pæla soldið í hver borgar ferðina frá Gautaborg þegar ág á að ná í bykarinn?

Svar: Því miður er búið að loka fyrir umsóknir, en þér er frjálst að sækja um dulbúinn sem kona, ég á ekkert eftir að fatta það.

Litla rassgat spyr: Eru bara karla og kvennaflokkur? Hvers eigum við hvorukynin að gjalda? ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Svar: Hvorugkynum er frjálst að taka þátt, en verða þá að velja hvort þau vilja keppa um kvenn eða karlhylli. Tek fram að karlumsóknir eru orðnar nægar.

Og lokafyrirspurnina á Anna Panna: Með hverju parast annars hvorugkyn? ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið› Og hvar er svo stjórnandinn í þessu batteríi?? Á maður bara að vera einhleypur að eilífu amen?! ‹Íhugar að sækja um pláss í Ástarfleyinu fyrst ekkert gengur í Baggasveinku›

Svar: Hvorugkyn parast með þeim sem þá vilja eða öfugt held ég eða eitthvað, æjii akkurru eru allar þessar spurningar svona erfiðar. En ekki örvænta, ég vinn hörðum höndum að því að koma þér út, kúmen! Ekki sækja um í Ástarfleyinu, hef sterkar heimildir um að það sé hriplekt.

Í næsta þætti verður litið yfir þá kvennmenn sem taka þátt.

Þættinum lýkur.

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 4/10/05 01:01

‹Svelgist á bjórnum yfir spennunni og getur vart beðið næsta þáttar.›

Prins Arutha af Krondor
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 4/10/05 11:40

‹Rífur umsóknina í Ástarfleyið í tætlur›

Ég vissi að ég gæti treyst á þig, Hundslappadrífa!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/10/05 12:49

Kyn : Litningar röðuðust saman XX
Aldur : Nógu gömul til að yrkja klámvísur en of ung til að gera það vel.
Áhugasvið : Sverð og dagleg umhirða þeirra.
Ástæða : Ég vil ekki vera útundan.
Kostir : Ég er mjög kostugleg.
Gallar : Ég er ekkert mikið að púkka upp á tískuna, klæði mig bara í þann galla sem þægilegur er hverju sinni.
Samþykki maka : Ekki náðist í maka sökum fjarvista og sambandsleysis svo skoðun hans á málinu verður sniðgengin. Enginn ræður yfir blóðugu!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dauðinn 4/10/05 14:45

Má kjósa sjálfan sig? Ef svo er geri ég það.

Ég er Dauðinn - Ég er Maðurinn með ljáinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Dauðinn mælti:

Má kjósa sjálfan sig? Ef svo er geri ég það.

Að sjálfsögðu, það gera allir snjallir menn.

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Skellir upp veggspjaldi;

Allir að muna að kjósa í baggasveini:

Kosningafrestur er út þessa viku.

Frambjóðendur sjást í fyrsta þætti hér að ofan eða í samnefndu félagsriti eftir mig.

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 5/10/05 12:53

Má ekki kjósa líka úr kvennaflokknum þegar þar að kemur?

Engu að síður kýs ég...

... Lærða-Geöff!
‹hleypur sigurhring í kringum Grafarvoginn smellandi fingrum vinstri handar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Lærði-Geöff mælti:

Má ekki kjósa líka úr kvennaflokknum þegar þar að kemur?

Engu að síður kýs ég...

... Lærða-Geöff!
‹hleypur sigurhring í kringum Grafarvoginn smellandi fingrum vinstri handar›

Atkvæðið móttekið ‹Starir þegjandi út í loftið› VArðandi kvennflokkinn þá kýs Baggasveinninn úr honum af sjálfssögðu. Síðar er hugmyndin sú að halda Baggasveinku og mun þá að sjálfsögðu verða kosið úr kvennpeningi.

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 5/10/05 15:19

Ég ætla að kjósa Þarfagreinir, hann er greinilega mest á þörfinni ‹hlær hrossahlátri›

Skall þar hurð nærri hælum
        1, 2, 3, 4 ... 9, 10, 11  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: