— GESTAPÓ —
Sæl Öllsömul
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litli Múi 22/9/05 19:31

Sællt veri fólkið, Ég vil bara kinna mig hérna á gestapó, Litli múi heiti ég hérna því mitt raunverulega nafn væri ég allt of lengi að bera fram og væri ég orðinn alllllllt of gamall þegar það kæmi að því að segja síðasta stafinn.
Ég er svo lítill að minnstu menn sjá mig ekki og í raun og veru er ég talinn vera hola, afskaplega lítil hola, með hatt (ekki má gleyma hattinum).
Mér finnst gott að borða ís þegar einhver missir hann í götuna og hef ofboðslega gaman af því að bíta fólk fast í fæturnar(reyndar svo fast að fólk missir oftast stórutána sem og buxurnar sínar).
Þykir mér leitt að geta ekki sýnt ykkur mynd af mér en hún kemur seinna ég hef ekki enn náðst á filmu en stefni að því að fá mér digital myndavél á næstunni.
En ef þið viljið sjá mig fariði þá inn á þennan link: (http://www.ebaumsworld.com/flash/hipponoodles .html) eg er þarna bakvið í aukahlutverki endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst ég standa mig.

P.S. ég er þessi með hattinn

P.P.S. ok ég verð að hætta þessu takk fyrir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 22/9/05 19:35

Vertu velkominn og þegiðu!

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 22/9/05 19:52

‹Stígur óvart á Litla Múa› Ahh, fyrigefðu. En vertu samt velkominn.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 22/9/05 19:59

Velkominn Múi. Lestu og lærðu stafsetningarkverin aðeins, þú ert með góðan rithátt en átt það til að gleyma þér í h***.is skrifhætti (sem er, vel á minnst,* illa liðinn hér) Náist þetta verður þér hampað í hvert sinn er gáfuleg og gæfuleg orð eru látin í té.

*á h***.is máli nefnist þetta oft „btw“

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litli Múi 22/9/05 20:18

Hei hó Kominn með mynd bara mjög mynarlegur og alveg sláandi líkur Bill Crosby finnst ykkur ekki

Litli Múi Sólmundarson
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 22/9/05 20:42

Velkomin Litli Múi. Vonandi kanntu vel að meta krikket.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rósin 22/9/05 20:44

Litli Múi mælti:

Hei hó Kominn með mynd bara mjög mynarlegur og alveg sláandi líkur Bill Crosby finnst ykkur ekki

Rósin er rós er rós er rós. -- Ilmur fagurrar rósar lifir lengi í vitum manns.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rósin 22/9/05 20:46

Litli Múi mælti:

Hei hó Kominn með mynd bara mjög mynarlegur og alveg sláandi líkur Bill Crosby finnst ykkur ekki

Cosby heitar hann víst kallinn. Aftur á móti er annar er heitir Bing Crosby....vá hvað Bing er furðulegt nafn.
Bing! það er kominn matur..jeminn.

Rósin er rós er rós er rós. -- Ilmur fagurrar rósar lifir lengi í vitum manns.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 22/9/05 20:47

Rósin mælti:

....vá hvað Bing er furðulegt nafn.
Bing! það er kominn matur..jeminn.

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litli Múi 22/9/05 20:51

Krókur mælti:

Velkomin Litli Múi. Vonandi kanntu vel að meta krikket.

krikket er magnað ég væri norðurlandameistari ef ekki væri fyrir smæð mína

Litli Múi Sólmundarson
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 22/9/05 22:45

Litli Múi mælti:

Krókur mælti:

Velkomin Litli Múi. Vonandi kanntu vel að meta krikket.

krikket er magnað ég væri norðurlandameistari ef ekki væri fyrir smæð mína

Þarna gerðir þú tvær villur sem eru illa liðnar á Lútnum.
Fyrst, þá gerðirðu ekki stóran staf í byrjun setningar. Svo hefðirðu mátt skipta málsgreininni upp í tvær setningar eins og í eftirfarandi tilvitnun:

Tilvitnun:

Krikket er magnað. Ég væri Norðurlandameistari ef ekki væri fyrir smæð mína

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/9/05 10:15

Vertu skilyrt velkominn á Lútinn. Skilyrðið er auðvitað boðleg stafsetning. Þig virðist einungis vanta herslumuninn. Hertu þig aðeins. Annars verður þér stillt upp við vegg og þú kitlaður til dauða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 23/9/05 10:46

Já vertu velkominn litli kall. Laga má stafsetningu, en annars er aulanum alveg sama. Aulinn elskar alla, smáa sem háa.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/9/05 10:49

Elskar þú gelgjuna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðhaus 23/9/05 10:51

Þess má geta, auli að orðið "stafsetning" er með einu t-i, ekki stafsettning heldur stafsetning.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 23/9/05 10:52

‹Starir þegjandi út í loftið›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 24/9/05 15:32

Vertu alveg eins velkominn. Bendi á það sem hefur þegar verið bent á af öðrum.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 24/9/05 16:04

Mikill Hákon mælti:

Litli Múi mælti:

Krókur mælti:

Velkomin Litli Múi. Vonandi kanntu vel að meta krikket.

krikket er magnað ég væri norðurlandameistari ef ekki væri fyrir smæð mína

Þarna gerðir þú tvær villur sem eru illa liðnar á Lútnum.
Fyrst, þá gerðirðu ekki stóran staf í byrjun setningar. Svo hefðirðu mátt skipta málsgreininni upp í tvær setningar eins og í eftirfarandi tilvitnun:

Tilvitnun:

Krikket er magnað. Ég væri Norðurlandameistari ef ekki væri fyrir smæð mína

Fyrir utan framsetninguna þá var þetta efnislega mjög góð athugasemd.

‹Hendir krikketbolta til Litla Múans›
Byrjaðu nú að æfa þig og mundu að halda olnboganum beinum þegar þú kastar.

Kannski, já ...bara
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: