— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/9/05 16:34

tekið af mbl.is:

Ný bók um Ástrík og Steinrík að koma út; sú fyrsta í fjögur ár
Aðdáendur bókanna um Ástrík og Steinrík bíða nú í ofvæni eftir því að fimmtudagurinn renni upp, en þá verður ný bók um þá félaga kynnt. Búist er við því að Albert Uderzo, hinn 78 ára gamli teiknari sem skapaði útlit persónanna árið 1959, muni halda blaðamannafund þar sem hann kynnir nafn nýju bókarinnar, sem er sú 33. í röðinni.

Bókin kemur svo út þann 14 október, en fjögur ár eru síðan síðasta bók um þá félaga kom út. Bókin verður gefin út í 27 löndum og á enn fleiri tungumálum.

Uderzo og Rene Goscinny, sem upphaflega skrifaði sögurnar um Ástrík og Steinrík og lést árið 1977, kynntust í Brussel í Belgíu á 6. áratug síðustu aldar. Þeir kynntu Ástrík og Steinrík fyrst í tímariti árið 1959 og fyrsta bókin kom út árið 1961. Í dag hafa bækurnar verið þýddar á 107 tungumál og hafa selst í rúmlega 300 milljónum eintaka. Síðasta bókin, Ástríkur og Latraviata, seldist í um 10 milljónum eintaka um allan heim.

Auk þess hafa tvær kvikmyndir verið gerðar sem byggðar eru á bókunum og sérstakur skemmtigarður sem tileinkaður er þeim félögum var opnaður norður af París í Frakklandi árið 1989.

Mikil hátíðahöld verða í Brussel vegna útkomu nýju bókarinnar.

Jasvo, þetta kalla ég fréttir. Að vísu er Ástríkur ekki nema dvergur við hliðina Tinna, en samt þá eru þetta gleðileg tíðindi.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/9/05 16:36

Ástríkur er enginn dvergur miðað við Tinna (með fullri virðingu fyrir Tinna).

Engu að síður tek ég þessum gleðifréttum með fyrirvara. Sögurnar hafa hvorki verið fugl né fiskur eftir að Goscinny dó. Hann var ótrúlegur rithöfundur. Margblessuð sé minning hans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/9/05 16:42

Jú, Tinni er í algerum sérflokki hvað varðar persónusköpun, boðskap, hraða í framvindu sögunnar og raunsæi. Meira að segja Vandræði Vailu Veinolínu sem fjallar bara um týndan skartgrip óperusöngkonu og hálfhversdagslega atburði á Myllusetrinu ná að fanga athyglina gersamlega. Og litlu aukabrandararnir sem settir voru inn, sérstaklega í seinni sögurnar, eru margir alveg óborganlegir.

Nei, nei, Tinni er mörgum level-um ofar en aðrir.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/9/05 16:51

Ósammála því. Geri fastlega ráð fyrir að vera í minnihluta varðandi þetta mál en mér hefur ávallt fundist Tinni vera ofmetinn, ÞRÁTT fyrir að ég hafi haft mjög gaman af Tinnasögum og hef enn.

Tinnasögurnar eru sannarlega vandaðar, fallegur stíll, litríkir karakterar og skemmtilegur söguþráður. Ég sé ekki að aðalperónurnar séu eitthvað dýpri en gengur og gerist í fransk-belgískum teiknimyndasögum. Þó hafa Tinnabækurnar nokkuð meira raunsæi umfram aðrar sögur, bæði í stíl og efnistökum. Það viðurkennist.

Hins vegar þarf raunsæi ekkert endilega að vera einhver framúrskarandi kostur. Ástríkur með sínar sögulegu skírskotanir og anarkíska háði gegn heimsveldarembu er oft fyrirtaks vettvangur höfunda (aðallega Goscinny) til að gerast spéspegill nútímasamfélags. Það sést t.d. einna best á bókinni Steinríkur ehf. (Obelix and co., óútgefin á íslensku því miður en fæst á 500 kall í bóksölu stúdenta) sem er einhver beittasta ádeila á neysluþjóðfélagið sem um getur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 21/9/05 09:45

Eruð þið eitthvað að dissa Ástrík vin minn?

SVEIATTAN!

Hann er sko bestastur í öllum heiminum.‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/9/05 10:11

Hvaða eindemis della er þetta í þér Steinríkur. Hér stend ég í langri málsvörn fyrir Ástrík og þig og þú setur mig undir sama hatt og voffi litli. Svei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 21/9/05 10:22

Ný bók um Ástrík og Steinrík að koma út; sú fyrsta í fjögur ár

Jibbííííííí

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/05 11:24

Hvernig væri það nú að gefa út Steinríksbók?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 21/9/05 13:56

Skabbi skrumari mælti:

Hvernig væri það nú að gefa út Steinríksbók?

Hakuchi mælti:

Það sést t.d. einna best á bókinni Steinríkur ehf. (Obelix and co., óútgefin á íslensku því miður en fæst á 500 kall í bóksölu stúdenta) sem er einhver beittasta ádeila á neysluþjóðfélagið sem um getur.

Og þannig var það nú.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 21/9/05 14:49

Skabbi skrumari mælti:

Hvernig væri það nú að gefa út Steinríksbók?

Ég skal taka það að mér að ritstýra nýrri viðtalsbók við Steinrík.
Það skilur hann nefnilega engin jafn vel og ég.....‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/05 17:32

Ég held ég ætti að hætta að gjamma þar sem ég hef ekki lesið allt sem á undan stendur... ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 26/10/05 13:37

einhver skítalykt er nú af þessarri bók og má því til stuðnings segja að þeir félagar, Steinríkur og Ástríkur ætla ekki að lumbra á Rómverjum í þessarri bók og Ameríkanar og geimverur koma mikið við sögu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 26/10/05 15:25

Neeei, nú hlýtur þú að vera að plata.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Holmes 26/10/05 16:00

Nei, Geimverurnar frá Tradselwine (Walt Disney) koma undir stjórn leiðtogans Hubs (Bush).

Starfsmaður pirrandi félagsins - Eigandi Rokkmúsar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: