— GESTAPÓ —
Dansiball með Köntrísveit Baggalútíu!
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/9/05 11:26

Heiðglyrnir mælti:

Látum vera hvað þessi dýrlega skemmtun kostaði lítið......Látum vera hvað þetta voru aldeilis ótrúlega skemmtilegir tónleikar........Látum vera að ekki mátti á milli sjá hvorir skemmtu sér betur áhorfendur/hlustendur eða hljómsveitin........Látum vera þá mögnuðu stemmingu sem skapaðist við þessa spilagleði.......Látum vera að Spesi og Númi sungu eins og englar........Látum vera að hjóðfæraleikur var með því besta sem maður heyrir á tónleikum.........Látum vera hvað stolt okkar sem mættum fyrir hönd Baggalúts, var illa dulið......Látum vera hvað söngvatnið rann ljúflega niður......Látum vera að Riddarinn er gjörsamlega raddlaus núna......Látum vera að Riddarar verða sem betur fer aldrei þunnir....... Látum vera að sleppa mætingu næst......Látum vera að láta okkur detta í hug að gefa annað í jólagjöf en köntrídisk Baggalúts.................. TÖFRA STUNDIR

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/9/05 11:38

Og ég missti af öllu saman! ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/05 13:09

Ég líka! ‹Hallar sér að Furðu og grætur með henni í fimmundum›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 17/9/05 13:45

Ég líka, en ég er of sterkur til að fara að gráta ‹Tárast›. Æ ég fékk eitthvað í augað ‹Snýr baki í alla› Æ ég held ég fari bara ‹Strunsar út af sviðinu með tárin í augunum og skellir á eftir sér›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 17/9/05 15:34

Ég fékk dásamlegt símtal um 1.30 í nótt, þegar að tónleikagestur af Grand Rokk hringdi í mig til að leyfa mér að heyra unaðsfagra tóna í boði Baggalúts.
Ég, stödd mörg hundruð kílómetra frá upptökum þessarar snilldar, brast næstum í grát við að heyra Núma syngja.
Ég þakka fyrir þessar 5 mínútur sem ég hlustaði á drengina spila og hlakka til að sjá þá þegar þeir leggja land undir fót og koma hingað norður.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 17/9/05 15:40

Ég fékk sko illt augnarráð frá þeim að vera að trufla með að tala við þig Norna mín.En hvað gerir maður ekki fyrir þig.

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 17/9/05 15:42

Þetta voru alveg frábærir tónleikar. Takk fyrir mig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/9/05 15:54

Já, þetta voru virkilega góðir tónleikar. Tónlistarmennirnir voru framúrskarandi, lögin góð og útsetningar til fyrirmyndar.

En hvenær hefur svosem verið leiðinlegt á hódáni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/9/05 19:01

Já, þetta var massafínt hjá köllunum okkar í köntrísveit Baggalútíu og aldrei hefur maður séð jafnmarga einstaklinga á sviðinu á Grandrokk eða ellefu talsins. Alltsaman snillingar!
Einstaklega góður flutningur á "Kallinn", "Helltu Brennivíni í mjólkurglasið" og "Ghost Riders In The Sky".
Annars er alveg ótrúlegt hvað köntríið laðar fram drykkuhvetjandi stemmingu. Svolítið erfitt að dansa línudans þegar maður er orðinn sauðdrukkinn...

Þetta var tvöfalt útgáfutónleikakvöld í gær. Fyrri parti kvöldsins var eytt niður í Stúdentakjallara þar sem Hermigervill fagnaði útgáfu sinnar nýjustu afurðar, "Sleepwork". Maðurinn er bókstaflega snillingur og spái ég honum sem næstu stórstjörnu Íslands á raftónlistarsviðinu.

Þetta breytir að sjálfsögðu ekki þeirri staðreynd að Köntrísveit Baggalútíu var best þetta kvöldið.

‹Jæja, timburmennirnir eru komnir í heimsókn, þannig að ég verð að kveðja ykkur í bili›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 17/9/05 20:56

Við þökkum ykkur vitanlega fyrir komuna kardemommusykurpúðarnir mínir og vonumst til að endurtaka leikinn fljótlega, enda glimrandi fínar viðtökur og fíflin Númi og Spesi merkilega með á nótunum, enda tiltölulega þurrir. Eitthvað er verið að reyna að laða sveitina aftur á svið GrandRokks næstkomandi föstudagskveld. Sjáum til hvort ég verði búinn að ná tóbaksþefjaninni úr rauðköflóttu köntrískyrtunni minni.

En takk aftur (til endimarka vetrarbrautarinnar - og áfram) þið sem mætuð - og þið hin; takk fyrir ekkert, Júdasar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/05 20:59

Hvernig væri nú að köntrísveitin spilaði úti á köntri? Jíhahhh!!!

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 17/9/05 21:16

Stórtónleikar, fljótandi á stíflulóninu, eru vissulega freistandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/05 21:19

Ekki ætti að skorta rafmagn.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 17/9/05 21:28

Segðu, svo byði þetta upp á sviðsdýfingar í teygju, a la James Bond ... væri glaður til í að kasta Núma fram af stíflunni, hvort sem teygja fæst eður ei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 17/9/05 22:41

Enter mælti:

En takk aftur (til endimarka vetrarbrautarinnar - og áfram) þið sem mætuð - og þið hin; takk fyrir ekkert, Júdasar.

Ég beið og beið eftir einkaþyrlunni sem hefði átt að sœkja mig, men forgæves.

‹fussar›

Vonandi klikkar það ekki næst.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/05 00:14

Stóð ekki til að láta geimið standa langt fram á morgun og stökkva með hljómsveitina upp í strætó og bruna upp í Kópavog að syngja lagið þeirra? Ég er verulega svekktur yfir snemmsvæfum eymingjunum! Ég var mættur niður á Hlemm fyrir sjö í morgun og beið eftir ykkur en nei, ekki kjaftur! Ég mun þó reyna að mæta næsta föstudag ef gleðin verður endurtekin!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 18/9/05 00:33

Hvar verður Köntrisveitin stödd í kvöld?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/05 00:39

ÉG held að hún sé föst í strætónum sem fer upp í Mosfellssveit...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: