— GESTAPÓ —
Heimasíður með ljóðum gamalla snillinga
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/05 23:11

Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að vera loksins búinn að finna mér heimasíðu þar sem ég gæti skoðað ljóð gömlu snillingana þegar ég fann þessa heimasíðu:
http://www.skolavefur.is/_opid/_valmynd/islenska/ljod/hofundar.htm
En nei, maður þarf einhvert inngangsorð til að skoða ljóðin... ég vil til að byrja með kvarta yfir því að einhver vefur sem kallar sig Skólavef, vefur sem kennir sig við skóla sem er stofnun sem menntar fólk skuli ekki hafa ljóðasvæðið opið.

Í kjölfarið á því, vitið þið um einhverjar heimasíður þar sem maður getur nálgast ljóð gömlu snillinganna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/05 23:13

Með nokkrum smellum þá komst ég að því að hægt er að komast inn á ljóð nokkurra þeirra hér og því dreg ég til baka fyrri gagnrýni:
http://www.skolavefur.is/lok/kennarar/grunnskoli/islenska/ljod/ljod_index.htm

Vitið þið um fleiri?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/9/05 23:16

Einhverntíma leitaði ég en uppskeran var rýr. En www.ljod.is hefur að geyma eitthvað eftir gamla snillinga í bland við nýrri spámenn.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/9/05 23:22

Já. Það er bölvuð synd að gömlu meistararnir skuli ekki vera aðgengilegir á netinu nema með einhverjum aðgangshindrunum og andleysismengun frá amatörsnútímaljóðistum.

Ég vildi óska að einhver tæki þetta verðuga verk að sér að setja vandað ljóðasafn á netið. Byrja á gömlu meisturunum, þeim sem eru komnir úr höfundarétt. Það ætti ekki að kosta neitt.

Svo finnst mér að sama skapi leiðinlegt að hafa ekki texta Megasar neins staðar. Einhvern tímann sá ég bók með textum Megasar. Hef ekki fundið hana á bókasöfnum. Kannast einhver við þessa bók? Eða var ég bara að ímynda mér hana?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/05 23:30

Já, hafði farið á ljod.is og hélt að þar væru bara einhverjir nútímaljóðs-amatörar... þegar ég leitaði betur(áðan) fann ég Huldu sem ég var að leita að, en einungis tvö ljóð hennar... þeir fá þó aðeins plús í kladdann hjá ljod.is að hafa þó eitthvað af gömlu efni til sýnis... en erfitt er að leita þar...
Það er t.d. ekki hægt að leita eftir tímabilum, straumum og stefnum eða neinu slíku, ég er nefnilega mest spenntur fyrir því að skoða efni frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/9/05 23:32

Gaf Megas ekki út ljóðabók í takmörkuðu upplagi einhverntíma? En það er hægt að finna ljóð hans hér og þar á Netinu.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/9/05 23:32

Skabbi skrumari mælti:

Já, hafði farið á ljod.is og hélt að þar væru bara einhverjir nútímaljóðs-amatörar... þegar ég leitaði betur(áðan) fann ég Huldu sem ég var að leita að, en einungis tvö ljóð hennar... þeir fá þó aðeins plús í kladdann hjá ljod.is að hafa þó eitthvað af gömlu efni til sýnis... en erfitt er að leita þar...
Það er t.d. ekki hægt að leita eftir tímabilum, straumum og stefnum eða neinu slíku, ég er nefnilega mest spenntur fyrir því að skoða efni frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar...

Fann Jónas Hall þar og Pál Ólafsson. En ekki mikið eftir þá samt.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/9/05 23:34

Haraldur Austmann mælti:

Gaf Megas ekki út ljóðabók í takmörkuðu upplagi einhverntíma? En það er hægt að finna ljóð hans hér og þar á Netinu.

Já, en það er mjög stopult.

Ég hef lengi viljað lesa yfir hið fagra ljóð hans um Krókódílamanninn en aldrei fundið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 10/9/05 23:36

Textabók Megasar kom út 1991.
Sjá hér

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/9/05 23:38
Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/9/05 23:40

Ah. Gott. Þá er bara að komast að því hvort þessi bók sér til ennþá. Ég rakst á hana á bókasafni sem ég hef ekki lengur aðgang að. Ætli þetta sé til úti í bókabúð? Þetta hlýtur að vera uppselt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 10/9/05 23:41

Krókódílamaðurinn

Krókódílamaðurinn
oní kjallaratröppunum
kemur auga á píu
og pían hún stendur
ekki á löppunum

með dökkan blett í klofinu
á demantsgrænu buxunum
dettur hún í fangið
á manni með höfuð fullt
af ógeðslegum hugsunum

Í grjótaþorpinu
gripin höndum tveim
gallan rænu & vega-
lausa sem á ekki
fyrir taxa heim

tékkar á blettinum býðst
til þess að ak'enni
bölvaður skúnkurinn
ætlar bara útá nes
að taka þar tak,enni

arkar hann með bráðina
eftir grjótagötu
dregur hana á eftir sér
upp grjótagötu

er að fara að troð,enni
inní framsætið
á dökkblárri lödu

grái fiðringurinn
hann greip þig heljatökum
greddan nánast banvæn
áttir heldur ekkert
af haldbærum rökum

er einhver sem heyrir
þó æpi ein drukkin dama
ætli nokkur heyri
þó æpi litla daman

jú allt í einu birtist
bjargvætturinn Laufey
blásvört í framan

krókódílamaðurinn
kemst undan á flótta
kerlingin finnur hann loks
á útidyratröppunum
lamaðan af ótta

ímyndiði ykkur bara
hefði Laufey ekki komið
einn ein drukkin pía
á planinu hún væri
ekki lengur hrein mey

Og hér er meira.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/05 23:41

Hakuchi mælti:

Ah. Gott. Þá er bara að komast að því hvort þessi bók sér til ennþá. Ég rakst á hana á bókasafni sem ég hef ekki lengur aðgang að. Ætli þetta sé til úti í bókabúð? Þetta hlýtur að vera uppselt.

Fornbókabúðum kannske?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/9/05 23:44

Haraldur Austmann mælti:

Hafðu þökk fyrir gamli minn. Þetta fagra ljóð um ástir miðaldra manns yljar um hjartaræturnar.

Ég fann annars bókina á gegni.is. Hún er í öðru hverju bókasafni. Ég hlýt að vera e-k hálfviti því ég hef leitað oftar en einu sinni á gegni og ekki fundið þetta rit. Svei.

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: