— GESTAPÓ —
Enn er henst í hringi...
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/05 22:38

Þessi þráður er eins og „Enn er kveðist á“ og „Enn er henzt á oddum“, þ.e. ný vísa hefst á lokaorði hinnar fyrri.

Munurinn er sá að hér eru allar vísur hringhendur, þ.e.a.s. innrímaðar.

Heimilt er að yrkja enn dýrar hér, enda bindur ekki næsta mann líkt og þegar varpað er fram fyrraparti.

Fannst vanta þráð þar sem maður getur búið til hringhendur án þess að þurfa að botna næsta mann á undan, en upplagt að búa til þráð sem er keðja...

Hringakeðju hentu nú
hérna leðju góða
Enga smeðju útúrsnú
aðeins hreðju ljóða

Reglur eru smávegis stolnar frá „Enn er henzt á oddum“ þræði hlewa... skál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 10/9/05 23:11

Ljóða fléttur finnast hér
flestar rétt þær stuðla.
Böndin slétt og býsna þver
beittar, þétt í kaðla.

Algjört bull, en verið nú sanngjörn, þetta er fyrsta almennilega hringhendan mín.
Sniðrímið verður að viðgangast í þetta skiptið.

[afsakaðu innskotið, en þetta er ljómandi fínt hjá þér... hefðir getað rímað með kuðla og þá hefði síðasta línan getað verið: beittar nú fram kuðla... Skabbi]

Hmm... en þá hefði það ekki verið fullgild hringhenda, er það?

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/05 23:20

[rétt hjá þér... hmmm... beittar þétt vill kuðla... æji, skiptir ekki máli]

Kaðla batt hann kyrfingsfast
kassi datt því ekki
Illa statt ef karl fær kast
og uppúr spratt af dekki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/05 19:34

Ég var viss um að þessi þráður yrði vinsæll... þvílík firra... hehe...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 8/11/05 21:01

Dekkin vetrar gerðu gagn
gamla tetrið brosti
allt komst betur eðalvagn
út' í hret' og frosti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 8/11/05 21:36

Frostið kvelur feigan hrafn
finnur selinn þrána
Bitann telur blóðugt safn
best þá velur tána.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 13/11/05 23:23

Tána hjó hann Tóti frá
Talsvert dró úr verkjum
Einhver þjóinn aftan á
út um spjó með herkjum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 14/11/05 19:25

Herkjum linginn legg ég inn
í ljúfan binginn renna
sný í hringi snúllann minn
í snúllupyngju kvenna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/05 11:47

Kvennaráðin gerast góð
glasadáðir þverra
þegar gáði þrútinn stóð
með þursinn snáðaperra

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/12/05 12:38

Perrast snáði pung sinn með
píku dáði vill jú
konu náð í skal þá skeð
sköndull bráði inn nú.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/1/06 16:22

Nú er kátt í kotinu
kemur brátt einn raftur.
Slammar hátt í slotinu
sljánkar mátta kraftur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 7/3/06 16:14

Kraftur er í kögglunum,
karl er ber í lífsnauð.
Bráðið smér í bögglunum,
bætir kvera-rúgbrauð.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 21/3/06 14:10

Rúgbrauð veitir rassi afl
nú rýkur heitum strók,
mygluleitan mynda skafl
og mína sleit ég brók.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Brókarsótt er bölið ljótt
Bertu, dóttur prestsins.
Hverja nótt, með nautn & þrótt
hún nýtur óttugestsins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 22/5/06 01:51

Gestsins nýtur, gráðug mær
girndum lýtur flestum.
Prestur hrýtur, langt um lær
lókur skýtur pestum.

(Töttögogsex síðustu andvörp)

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: