— GESTAPÓ —
Kveðið um myndina ...
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/9/07 12:12

Heyrðu snöggvast Snati minn
Snjalli vinur kæri
Inn í skotið skjóstu inn
þá skýt ég þig á færi...

[já ég veit, stolið til hálfs en mér fannst það of fyndið til að sleppa því]

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/9/07 12:30

Ég hló, og þá er það í lagi. ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ég átti víst eftir að yrkja um mynd gærdagsins . . .

Spítalar eru hér fjölmargir fínir,
en frægastur þeirra er Lansinn
á Hringbrautinni. Dr. Hreggviður sýnir
hryggjarsúludansinn.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

... & þá að myndinni frá í morgun :

Hatrammur kisi vill hefndum fram ná;
(um harmleik má lesa í blöðum)
& morðingja föður síns miðar hann á:
manninn frá Egilsstöðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/9/07 08:25

Snati heitir köttur kær
kann mýslur að veiða.
Þegar byssu fólið fær
fugla vill hann deyða.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/9/07 22:19

Kisi anginn minn kæri
köttur sá ,af ber
Mjálmar ef sér fugl í færi
og fölnar í kjöltunni á mér.

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/07 22:35

Andar hvorki ótt né títt,
eyrun sperrt, og sjónin skörp.
Kannski finnst nú Koli skítt
að kisa hefur viðbrögð snörp.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/9/07 22:42

Hvað segiði um nýja mynd:

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/07 22:45

Já, gott. Þetta virkar ekkert hjá mér. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/9/07 22:46

Var það þessi mynd?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/9/07 22:55

Sjónleysið mig angrar oft
ekki sé ég þetta.
Fiskur sem að fær sér loft
fljótlega mun detta.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/07 22:58

Já, fyrst reyndi ég við hana. ‹Klórar sér í höfðinu›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/9/07 07:25

Samurajasviptingar,
svíður högg.
Löngu sverðin leit ég þar,
leiftursnögg.

Ég sé myndina vel í eldrefnum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/07 16:49

Ég ætti kannske bara að fara að finna nýjan þáð vikunnar.... hver segir að vikan á Gestapó þurfi að vera lengri en 5 dagar...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/9/07 22:53

Skabbi skrumari mælti:

Hvað segiði um nýja mynd:

Kappar tveir í kung-fu slag
kunna vopnin á.
Svífur yfir sverðsins lag
sveinn með bambusslá.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/9/07 22:59

Billi var þín besta mynd
burt numin af hexi?
ég ljósbláan sé leysivind
lýstan með rauðu exi.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/9/07 23:01

Ég voða svangur vildi fá
vænan mat að sjóða.
Á auðum himni einn ég sá,
engilfiskinn góða.

(Ég sé myndina vel núna!?!)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 23/9/07 01:27

Tveir menn,
annar flýgur yfir
hinn.

Báðir bera sverð.

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 23/9/07 12:38

‹Ljómar upp›

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: