— GESTAPÓ —
Kveðið um myndina ...
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 8/9/05 22:18

Komið með vísur um myndina, eins margar og þið getið, í öllum mögulegum bragarháttum og þegar ykkur finnst nóg komið, komið þá með aðra mynd.

Líður um á ljósfráum
Land Rover.
Gjarnan sést á kántrí-kráum.
Kemur - og fer.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/9/05 23:16

Bíbb bíbb sagði bíllinn
babú mælti kallinn
Þá víst flaug hjá fýllinn
fuglinn skeit á pallinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 8/9/05 23:26

Land fer reisur Roverinn
ráð er einn að eiga.
En nú vill mannskaða mótorinn
mikla olíu teiga.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fuglinn 9/9/05 13:52

Jarpan ég keypti mér jeppa
því járnhrúur vildi við keppa
ég gaf honum inn
en garmurinn minn
gólaði'og vildi því sleppa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/9/05 19:09

Í Landrover hann líður um,
loftið ferska strýkur vanga.
Út úr tómum tóftunum
trosnir leiðslu endar hanga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/05 19:31

Ný mynd:

Kristalbygging kristaltær
kóbaltið mitt eina
Áka-blandast vít'í vær
verður ei til meina

Er ekki rétt að koma með nýja mynd þegar engin hefur komið með vísu í yfir viku?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 22/9/05 15:45

billjarðskúlur brunum
biksvart rými
í þær fleiri orðum
ekki tími

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/9/05 15:55

Þetta eru nú eindemis óspennandi myndir hjá ykkur. Hvernig væri að smella mestu málverkum listasögunnar á trönurnar og sjá hvað þær blása ykkur skáldjöfrunum í hjarta?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 22/9/05 17:12

‹Kinkar kolli›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 22/9/05 17:33

Ný mynd:

Þetta er Óli Prik
á hvítu blaði,
hann er bara strik
en ekki súkkulaði.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 25/9/05 12:53

Ekki var rétt kveðið hjá þér Vito minn.

Hérna er hann Óli prik
á hvítu, auðu blaði.
Naglinn bara nokkur strik
naumast súkkulaði.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/05 17:21

Ókey, ný mynd, ég hef ekki ákveðið mína vísu:

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/9/05 12:58

Mál er að mála
meyna bera.
Telpuna tála
taka og skvera.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 26/9/05 13:13

Ef að þessa ég mála má,
mætti ég hana gera.
Mjúkar línur, nett að ná,
nafnið Ambátt mun bera.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/9/05 14:26

Kastar fötum kona ein
kann ekki að halda
horfi ég á hold og bein
hörðum pinna valda

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/9/05 13:31

Afsakið kæru skáldjöfrar. Mér finnst þið vera að sóa umtalverðum hæfileikum ykkar í heldur tilefnislausar myndir. Væri ekki nær að yrkja um nokkur helstu málverk allra tíma? Það hlýtur að efla andann. Ég tek mér það bessaleyfi að varpa fram hérna einni þekktri með von um góðar undirtektir. Verkið er Mjólkurmær Vermeers:

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/9/05 13:48

Ort í orðastað mjólkurdömunnar:

„Inn í rúmi rumur bíður
rjómamjólkin loksins sýður
Karlinn ill'í klofi líður
karlinn minn hann góður *****“

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 28/9/05 14:07

Úr munni hennar kvað:

Frúin orðin full af vín
færði mér "F" orðið
heiti ég að hefna mín
og hella niður á borðið

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: