— GESTAPÓ —
Bubbi Kóngur leggur krúnuna á hilluna.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/9/05 11:32

Já heyrðu, það er rétt hjá þér. Þá veit ég ekki um neinn skandal.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 8/9/05 11:40

Svona sterkur leiðtogi skilur eftir sig mikið tómarúm í Sjálfstæðisflokkunm þegar hann hættir. Ég gæti trúað að nú tæki við svipað tímabil eins og hefur hrjáð sjallana í borgarstjórn undafarin tólf ár, leiðtogaleysi og sundrung. Ég sé engan sem getur tekið við af Davíð, en marga vongóða.

Það er vitleysa að afskrifa Samfylkinguna eins og staðan er núna. Þetta hefur verið háttur vinstri manna að gefast og fljótt upp, vera margklofnir og láta smámál sundra sér. Það hefur verið ljóður á vinstri mönnum í gegnum tíðina að vilja vera stórir kallar í litlum flokki frekar en litlir kallar í stórum flokki. Þetta sást glögglega þegar Vinstri grænir klufu sig út úr sameiningu vinstri og jafnaðarmanna. Drifkrafturinn að því var sá að Steingrímur tapaði fyrir Margréti í formannskjöri brunarústa Alþýðubandalagsins.

Ég man eftir sögu af núverandi þingmanni Vinstri grænna úr Skagafirði sem gerðist í árdaga Samfylkingar og Vinstri grænna. Hann mætti tvisvar í eldhúsið hjá frænda mínum, í fyrra skiptið til þess að biðja um stuðning hans í prófkjöri Samfylkingarinnar. Í seinna skiptið eftir að hann hafði ekki náð tilhlíðilegum árangri í prófkjörinu til þess að biðja hann um stuðning við lista Vinstri grænna í kosningunum. Hann varð þó kjaftstopp og rauður í framan þegar hann varð minntur á fyrri heimsókn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 8/9/05 11:53

Einstaklega vel skrifuð og málefnanleg síða herrar mínir.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/9/05 11:56

Ég hef heyrt mikið talað um tómarúm í Sjálfstæðisflokknum, þá er einatt vísað til fráhvarfs Thatcher og borgarstjórnarflokksins eftir að Davíð fór.

Mér finnst bera á svolitlu vanmati á Geir litla. Ég held það verði alls ekki mikil barátta smámenna um formanninn. Helsti andstæðingur Geirs, Björn fasisti Bjarnason er löngu farinn úr myndinni eftir að honum tókst að koma Sjálfstæðisflokknum í nýjar lægðir í borgarstjórnakosningunum. Hann hefur jafnfram sagt að hann ætli ekki í framboð. Því virðist leið Geirs nokkuð greið að valdastólnum.

Ég hef grun um að Geir sé einmitt akkúrat það sem flokkurinn þarf. Mildur, hófsamur og kurteis leiðtogi sem færir flokkinn nær sinni sögulegu miðju (hægra meginn auðvitað). Ég held að fáum hafi verið eins létt þegar Davíð tilkynnti brotthvarf og valdamönnum í Sjálfstæðisflokknum (f. utan hannesarklíkuna), það virðist hafa verið búin að myndast þó nokkur óánægja með hann en enginn þorði að æsa kallinn upp og allir bara að vonast til að hann hætti bara sjálfur. Það gerðist. Þá þurfa þeir ekki að eyða orku í að safna kjarki til að koma honum frá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 8/9/05 15:59

Vitleysa er þetta, Bubbi Kóngur er ekkert að leggja kórónuna á hilluna, hann er bara að flytja sig úr hvíta kofanum yfir í Svartakastala.
Nú lætur hann hirðmenn sína sjá um amstrið sem fylgir stjórnmálaþrasinu meðan hann nýtur útsýnisins yfir 101 Bubbaborg.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/9/05 16:02

Það er möguleiki Glúmur minn. Mér skilst það fari vel um seðlabankabossana í myrkrakastalanum. Ég trúi amk. ekki í sekúndu að platforsætisráðherrann (Dóri) fái að ráða nokkru þrátt fyrir að Davíð sé farinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 8/9/05 16:08

Það er morgunljóst hvað Davíð okkar ætlast fyrir. Hann mun nýta frístundirnar í Seðlabankanum til að skrifa stórfengleg bókmenntaverk og vinna Nóbelinn fyrir.
Því næst skrifar hann kvikmyndahandrit eftir bók sinni, leikstýrir og leikur aðalhlutverk, og vinnur þrefaldan Óskar.

Ég óska honum allra heilla á nýjum vettvangi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/9/05 16:10

‹Slær undrandi á enni sér›

Auðvitað! Af hverju datt mér það ekki í hug? Ísland er ekki lengur nóg fyrir Davíð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 8/9/05 16:22

Kannski að bankinn fái loksins starfsmann sem kann að nota blýant.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/9/05 16:25

Davíð er flinkur á blýant án efa. Hins vegar kann hann örugglega ekkert í reikningi. Það er leitt því flestir seðlabankabossar eru voða góðir að reikna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 8/9/05 16:40

Maðurinn minn sat sem nelgdur í sófanum í gær og horfði kríthvítur í framan á fréttirnar.
"Jæja, ertu þá loksins ánægð..." hreytti hann útúr sér með tárin í augunum.
Óskaplega höfum við hjónin rifist oft um þennan blessaða mann.
Ég á eftir að sakna þess!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 8/9/05 17:01

Glúmur mælti:

....nýtur útsýnisins yfir 101 Bubbaborg.

‹Fær lag á heilann› Bubbi byggir! Damm, damdam, dam. Bubbi byggir! daramm, damdamm, dam.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 8/9/05 21:51

Skabbi skrumari mælti:

Áfram Frjálslyndir... ‹Hrökklast út af sviðinu...›

Nú hefur ákavítið loksins þynnt út heilann í þér.
Hlaut að koma að því. ‹Glottir eins og fífl›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 8/9/05 22:52

steingrímur J. ætti að gera það að mottói sínu að tala eins og blökkumaður og segja þeim "u ein't got no J. bitch!"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/9/05 22:58

Rasspabbi mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Áfram Frjálslyndir... ‹Hrökklast út af sviðinu...›

Nú hefur ákavítið loksins þynnt út heilann í þér.
Hlaut að koma að því. ‹Glottir eins og fífl›

hehe... já mikið var hahahaha

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 9/9/05 01:10

Úbbsadeisí, eitthvað farið að grynnka á þér Skabbi?
‹Dregur 4 pela flösku af Álaborgarákavítisskáldamjöð úr vasanum og tæmir hana í Skabba›
Svona karlinn, nú ertu sko ekki útþynntur - þú ert nær því að vera dry!

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 9/9/05 02:04

Þessi atburðarás er svo sniðug að vera samkvæmt formúlunni.

Davíð Oddson sér að Ingibjörg Sólrún er komin í framvarðarsveitina í jafnaðarmannaflokknum. Þá hleypur hann útundan sér og dettur ekkert annað í hug en að gerast seðlabankastjóri.

Davíð er náttúrlega bara ræfill eða gunga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 9/9/05 09:37

Hildisþorsti mælti:

Þessi atburðarás er svo sniðug að vera samkvæmt formúlunni.

Davíð Oddson sér að Ingibjörg Sólrún er komin í framvarðarsveitina í jafnaðarmannaflokknum. Þá hleypur hann útundan sér og dettur ekkert annað í hug en að gerast seðlabankastjóri.

Davíð er náttúrlega bara ræfill eða gunga.

.
.
.
Að níða aðra niður í skjóli nafnleyndar, er nú ekki beint dæmi um hugprýði eða háttvísi.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: