— GESTAPÓ —
Kynning - Rauðhaus
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðhaus 25/8/05 11:27

Það er mér sannur heiður að kynna mig hér, mesta fífl sögunnar, sem er auðvitað einungis vegna þess að ég er rauðhærð. Lögð í einelti á yngri árum, grýtt af fólki sem jafnvel var ljótara en ég, reis aftur á dögum Britney Spears og Justin Timberlake, og mun þaðan koma að dæma ljóshærðar stelpur í diesel gallabuxum (Já - Sættið ykkur við það !)
Ég trúi á heilagan svefn, heilagt almennt nammi, sameiningu nördana, upprisu fávitanna og eilíf skrif. Takk fyrir mig!

‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/8/05 11:32

Sæl vertu, Rauðhaus. Ég kannast við þá plágu sem rautt hár er, þar sem hún er ættgeng í minni fjölskyldu. Blessunarlega slapp ég þó við að verða fyrir barðinu á henni sjálfur.

Bara ein ábending: Passaðu þig á hákarlasjóurunum. Þeir eru að leita að fólki eins og þér til að nota í beitu.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 25/8/05 11:32

Velkomin/n Rauðhaus!

Við erum með svipaða fordóma, svipaða æsku. Húrra.

‹Stekkur hæð sína›

En vandaðu málfar og stafsetningu og allt fer vel. En annars er þetta gamla lið frekar erfitt svona fyrst, fyrir okkur nýliðana þar að segja.

En enn og aftur Velkomin/n!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðhaus 25/8/05 11:35

vanda málfar og stafsettningu?
Skal gert, auli

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/8/05 12:13

Rauðhaus mælti:

vanda málfar og stafsettningu?
Skal gert, auli

Já velkomin(n) Rauðhaus... inn í þessari setningu þinni eru tvær-þrjár villur í stafsetningu. Gettu hverjar þær eru. ‹Brosir út að eyrum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 25/8/05 12:16

Velkomin Rauðhaus
p.s. Prinsinn er hrifinn af rauðhærðum konum

Prins Arutha af Krondor
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/8/05 12:18

Velkominn og mundu að segja engum sem þú þekkir frá okkur:

Regla númer eitt:
Það er ekkert Gestapó
.
Regla númer tvö:
Það er ekkert Gestapó.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 25/8/05 13:01

Sæl vertu og velkomin Rauðhaus.

Rautt hár þarf ekki að vera svo slæmt og þú lítur út fyrir að hafa margt annað til brunns að bera líka. Svo lengi sem þú átt ekki við þá fötlun að stríða að vera örvhent, þá er þetta allt í lagi.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/8/05 14:05

Ég hef alltaf öfundað örvhent fólk, það virðist yfirleitt vera mikið hæfileikaríkara en við rétthenta fólkið... því hef ég reynt að neyða sjálfan mig til að skrifa með vinstri, en það fer alltaf bara út í vitleysu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 25/8/05 15:28

Rautt hár er flott, þú skerð þig þá úr fjöldanum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 25/8/05 15:45

Rautt hár er töff. Rauður feldur er líka töff.
Velkomin Rauðhaus. Láttu sjá þig í Undirheimum.
‹Klípur í rassa, hellir núðlum yfir fólk og lætur sig svo hverfa›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðhaus 25/8/05 16:21

Hmm já þessar villur sem ég skrifaði voru viljandi (kaldhæðni sem greinilega mistókst) en ég vil þakka ykkur öllum hlýlegar móttökur, ég er glaður rauðhaus núna
‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 25/8/05 16:25

Hey Rauðhaus, búin að læra?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 25/8/05 17:01

Rauðhærðir öllum ofar. Ég er haldin miklum fordómum ganvart fólki sem ekki er rauðhært og lagði börn í skólanum mínum í einelti fyrir það að vera ekki rauðhærð. Hjukku, hjukku.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 25/8/05 17:48

Krókur mælti:

Sæl vertu og velkomin Rauðhaus.

Rautt hár þarf ekki að vera svo slæmt og þú lítur út fyrir að hafa margt annað til brunns að bera líka. Svo lengi sem þú átt ekki við þá fötlun að stríða að vera örvhent, þá er þetta allt í lagi.

Ertu með fordóma gegn örvhentum? Eins og Skabbi segir þá eru öfhentir oft mjög hæfileikaríkir og það framyfir hægrihenta (rétthentir er rangyrði, óska eftir nýyrði sem fyrst).

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðhaus 25/8/05 17:49

‹Starir ástleitnum augum á bismark XI›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/8/05 19:12

Öll erum við rauðhærð inn við beinið... og fyrirgefðu að ég skyldi ekki fatta þessa kaldhæðni... það voru sko kaldhæðni örlaganna sem urðu þess valdandi...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 25/8/05 20:36

Velkomin Rauðhaus!

Það verður gaman að sjá að fleiri rauðhærða Gestapóa.

     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: