— GESTAPÓ —
Þjófabálkur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 24/8/05 13:23

Þjófabálkur er þráður fyrir eigin kveðskap og þýfi í bland. Maður stelur einfaldlega þekktri línu eða línum annarra skálda og laumar inn í sinn kveðskap. Best að byrja:

Guðrún Jóns. með hljóðin há
heiminn allan vekur
þegar Helgi Hrauni frá
hennar ástum tekur.
(úr Blessuð sólin elskar allt.)

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 24/8/05 15:04

Einhverntíman nappaði ég svona saman:

Allt fram streymir endalaust
ærnar kýr og smalinn
sástu hana systu í haust
sitja lömbin galin

Best að frumstela einhverju líka:

Fyrr var oft í koti kátt
köldum vetrar nóttum á
konan sem ofn minn kinti dátt
kunni frá mörgu að segja þá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 25/8/05 13:12

Um vísur mínar helst er það,
hafa skal í huga.
Þær verða til á sama stað,
og verða bara að duga.

Ég held að fyrstu tvær línurnar séu frá Káinn komnar, nema hann notaði minni en ekki huga.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 25/8/05 15:37

Prins Arutha mælti:

Um/ vísur/ mínar/ helst er/ það,
hafa/ skal í/ huga.
Þær/ verða/ til á /sama/ stað,
og/ verða/ bara að/ duga.

Ég held að fyrstu tvær línurnar séu frá Káinn komnar, nema hann notaði minni en ekki huga.

Það er nú þetta með stuðlasetninguna. Það eiga að vera tveir í fyrstu línu, annar þeirra í þriðja braglið svo ekki verði of langt á milli stuðla. Einn í næstu línu í fyrsta braglið. Þriðja lína er svo eins og sú fyrsta og sú fjórða eins og önnur.

Fyrst í/ línu/ láttu/ tvo,
leggðu/ fremst í/ næstu
þriðja/ lið á/ líttu/ svo
- ljóð í/ formi/ glæstu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/8/05 16:04

Að mér hændust fljóðin feit,
falleg, ljót og mögur,
lá ég þau í Suðursveit
sumarkvöldin fögur.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 25/8/05 16:28

Barbapabbi mælti:

Prins Arutha mælti:

Um/ vísur/ mínar/ helst er/ það,
hafa/ skal í/ huga.
Þær/ verða/ til á /sama/ stað,
og/ verða/ bara að/ duga.

Ég held að fyrstu tvær línurnar séu frá Káinn komnar, nema hann notaði minni en ekki huga.

Það er nú þetta með stuðlasetninguna. Það eiga að vera tveir í fyrstu línu, annar þeirra í þriðja braglið svo ekki verði of langt á milli stuðla. Einn í næstu línu í fyrsta braglið. Þriðja lína er svo eins og sú fyrsta og sú fjórða eins og önnur.

Fyrst í/ línu/ láttu/ tvo,
leggðu/ fremst í/ næstu
þriðja/ lið á/ líttu/ svo
- ljóð í/ formi/ glæstu.

Þakka þér kærlega fyrir þetta Barbapabbi, allar ábendinga eru velkomnar. Ég hef þetta í huga næst.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 25/8/05 16:36

Hólar rísa í Hjaltadal,
Hegranes til sóma.
Fjört mun vera í fjallasal,
Fjóla mín í blóma,

Er þetta í áttina?

[já í áttina en 3.línu vantar stuðul: "kátt mun/ vera í/ fjalla/sal" hér vantar einn 'f' stuðul. t.d. mætti þetta vera "Fjör mun/ vera í/ fjalla/sal". Kveðja Barbapabbi]
Þakka þér. Ég er að skilja þetta.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/8/05 10:16

Sífellt fleirum svaf ég hjá
stór var rekkjuhalinn
aðeins voru eftir þá
ærnar, kýr og smalinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/8/05 15:55

Flúga burtu fiðrildinn
farið er nú sumar
Þarna siglir einhver inn
óskandi með humar

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 30/8/05 00:24

hundi sulli safnar
syndir allar fann'ann
halda svá til hafnr
höggva mann ok annan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/9/07 00:00

Lóan er komin að kveða burt snjóinn
kötturinn tíndur efalaust dó
Gargar í runni stelkur og spóinn
sætkend í rúminu kerlingin hló.

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/9/07 12:39

Þráður vikunnar að þessu sinni er Þjófabálkur.

Hrossabændur hófum skella
hestum feitum ríða
Okkur nú er haust að hrella
horfins sumars blíða

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þvergirðingur 12/9/07 14:23

Kaldir karlar kveðast á
moða hratt og hnoða
Konur holdum berast á
sína leggi snoða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 12/9/07 14:26

Þvergirðingur mælti:

Kaldir karlar kveðast á
moða hratt og hnoða
Konur holdum berast á
sína leggi snoða

Úps! Einhver á nú eftir að segja eitthvað við þessu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/9/07 14:27

Grýta mælti:

Þvergirðingur mælti:

Kaldir karlar kveðast á
moða hratt og hnoða
Konur holdum berast á
sína leggi snoða

Úps! Einhver á nú eftir að segja eitthvað við þessu.

‹hristir höfuðið›
Senda hann í skólann!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/9/07 14:29

Þvergirðingsins vísnavild
vart má neitt á græða.
En þetta er kölluð þingeysk snilld
og því er ekk’um að ræða.

*Botninn er úr útvarpsþáttum Sveins Einarssonar, eftir minni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 12/9/07 14:51

Sigga litla systir mín
syngur inná plötu,
öskrar líkt og alisvín
í ofurlitla fötu.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þvergirðingur 12/9/07 14:59

Viðkvæm höfuð hristast hér
úr munni vellur froða
það mun ekki hugnast mér
þeirra hugi skoða.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: