— GESTAPÓ —
Auglýsingar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/8/05 22:00

Þetta er þráður til að, eins og nafnið bendir til, ræða um auglýsingar líðandi stundar. Ég held að það sé/hafi verið til álíka þráður en ég nenni ekki að finna hann.

Mér finnst nýju Lottó-auglýsingarnar frábærar. Jón Gnarr fer frábærlega með hlutverk karlrembunnar sem vann í lottóinu.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/8/05 22:08

Sammála um Jón, hann kemur vel út og er afar fyndinn.

Ég hata hinsvegar einn heilann flokk auglýsinga meira en annan. Það eru þvottaefna, hreinsilögurs, sjampó og snyrtivöru auglýsingar sem eru hræðilega talsettar, varir hreyfast í engu samræmi við það sem sagt er, það sem sagt er er yfirleitt sagt eins hratt og kostur er til að bauna nógu miklu lofi út á sem fæstum sekúndum.

Til auglýsenda sem þetta á við: HÆTTIÐ ÞESSU! Ég vil ekki þessar illa auglýstu vörur ykkar. Gerið skjáuglýsingu með kyrrmynd í staðinn og látið rólegan þul um að mæra draslið ykkar.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 22:11

Þessi þráður á frekar heima á dægurmálaþræðinum.

Já. Jón er frábær í þessari auglýsingu, að vanda.

Ég vil vara við erlendu (líklega þýsku) auglýsingunum um hreinlætisvörurnar sem eiga að ná öllum fjandanum af flísum, klósettum og hvaðeina. Cilit bang heitir það eða eitthvað svoleiðis.

Ég þurfti á einhverju svona að halda og ákvað að kaupa þetta af því ég hef ekkert vit á hreinlætisvörum. Þetta er gersamlega gagnslaust gutl. Gerir álíka mikið gagn og kalt vatn. Auglýsingin er því hrein lygi út í gegn.

Þar sem auglýsingin er augljóslega talsett, grunar mig að innflytjendur efnisns séu það illa innrættir að þeir hafi döbbað kynningarmynd frá þýsku neytendasamtökunum þar sem fólk er varað við vörunni og sýnt hvernig það virkar Ekki.

Hörmung.

Ég fyrirlít líka talsettu auglýsinguna með konunni sem slettir viðbjóði á saklausan vegfaranda og þvær um leið af honum drulluna. Ég stórefast um að maðurinn hefði brugðist við svona í alvörunni. Reyndar hefði verið athyglisvert að sýna raunhæf viðbrögð. Það hefði verið blóðugt og skemmtilegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 22:11

Við erum augljóslega á sömu línu hérna Bobby minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/8/05 22:14

Algjörlega sammála B. Ewing. Það er kannski ágætt að hlæja að þessu einu sinni, mesta lagi tvisvar, en guð minn góður. Þetta er geðveiki. Alltaf þegar sýnt er hvað einhver uppþvottalögur þvær vel fyllist ég efasemdum.

‹veltir fyrir sér hvort það sé kannski tilgangur þessara lélegu auglýsinga›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/8/05 22:15

Hakuchi mælti:

Við erum augljóslega á sömu línu hérna Bobby minn.

Greinilega, ég þoli einmitt þær auglýsingar afar illa. Séu þær sýndar fer ég að leita að fjarstýringunni og ef ég á von á þessum ófögnuði sem þessar cílít bæng drasl auglýsingar eru þá er ég tilbúinn á takkanum.

Ég sjálfur mælti:

Algjörlega sammála B. Ewing. Það er kannski ágætt að hlæja að þessu einu sinni, mesta lagi tvisvar,

Ef það væri hægt að hlæja að þeim, þó ekki væri nema einu sinni, þá hefðu þær allavega lágmarks skemmtanagildi.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/8/05 22:20

Svo eru fótboltaauglýsingarnar með Liverpoolbretanum góðar.

Bretinn mælti:

Every time there's a goal you shout my dads name, Mark. I'd find it strange if you'd shout my name, Billy.
...
GOOOOOAL!! ♪He's got a Billy!!♪ ♪He's got a Billy!!♪

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/8/05 22:24

Hakuchi mælti:

Þessi þráður á frekar heima á dægurmálaþræðinum.

Kannski, já. Ef ég held að hann muni frekar dafna á þessu svæði, held að það sé „vinsælla“.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/8/05 00:58

Þessar hreinsiefnaauglýsingar mega rotna í Helguvík fyrir mér! Dressmann auglýsingarnar eru líka flestar alveg skelfilegar. Ein reyndar er fyndin og það er þegar meðurinn missir aðra buxnaskálmina í skóburstunarvél..

Þessar hreinsiefnaauglýsingar eru bara þannig að maður kastar upp þegar þær birtast! Vanish, Cilit Bang og allar þessar töfralausnir virka alls ekki! Notum gamla Bio Sprayið og Þrif!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 19/8/05 08:57

Ó.... umræða um auglýsingar.... ‹andvarpar›
...og ég sem hélt að hér gæti ég auglýst eftir silunganeti með c.a. 50mm möskvastærð, ef t.d. einhver ætti það í geymsluni eða bílskúrnum og það væri vara fyrir honum/henni.
‹Starir þegjandi út í loftið›
Líklega er það vileysa í mér...

Höfum við ekkert auglýsingasvæði þar sem við getum auglýst okkar á milli?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/8/05 09:09

Það var einu sinni... en því var eytt. Það mætti kannske fá Enter og félaga til að útbúa slíkt aftur. Og þá er bara að nefna neyðarleynikallið LESBÍUR!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 19/8/05 09:17

Var það ekki lesbía ?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/8/05 09:24

Hann virðist vera farinn á vit erfiðisvinnu... blaðalestur og kaffidrykkja...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 19/8/05 09:28

Já, líklega. Hrikalegt að vera undir slíku álagi...

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 19/8/05 12:58

Mér finnst hörmuleg aulýsingin um eitthvað nýtt svita roll-on fyrir konur.
Konan liggur sofandi uppí rúmi með manninum sínum en hrekkur svo upp af værum blundi, æðir fram og læðist í roll-onið í töskunni sinni.
Hún rétt nær að maka því á sig og henda sér svo í föt og þarf ekki að óttast neinar hvítar rákir svo maðurinn hennar kemur aldrei til með að vita að hún svitnar.
Eina sem hún þarf að gera er að vakna fyrr en hann til að klína gumsinu á sig.
Svo vaknar karlinn og rífur hana aftur úr fötunum og hún verður alsæl með lífið í örmum hans.....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/8/05 13:00

Já. Er það tilfellið að konur óttist það meira en berkla að svitna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 19/8/05 13:02

Isak Dinesen mælti:

Já. Er það tilfellið að konur óttist það meira en berkla að svitna?

Nei. Ég er t.d rennandi blaut úr svita akkúrat á þessari stundu en það verður að segjast eins og er að það er the least of my problems....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 19/8/05 13:07

Ugla mælti:

Isak Dinesen mælti:

Já. Er það tilfellið að konur óttist það meira en berkla að svitna?

Nei. Ég er t.d rennandi blaut úr svita akkúrat á þessari stundu en það verður að segjast eins og er að það er the least of my problems....

Hvað er að Ugla mín, já svona opnaðu þig.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: