— GESTAPÓ —
Góðan daginn!
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 18/8/05 10:29

Ég vil byrja á að kynna mig formlega og segja að ég hef skemmt mér konunglega frá því að ég komst í kynni við ykkur, góða fólk, á Baggalút.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 18/8/05 10:39

Vertu velkomin! Og gangi þér vel hérna...gott er að sýna auðmýkt fyrsta kastið og þú mátt búast við einhverju tuði um nýliða til að byrja með (það gerist alltaf) en annars erum við bestu skinn inn við beinið. Góða skemmtun!

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 18/8/05 10:45

Ég er auðvitað auðmýktin uppmáluð í svona fínum og háæruverðugum félagsskap. Mun auðvitað sýna þeim sem hafa sannað sig hér á vefnum tilhlýðilega virðingu. Annað væri nú argasti dónaskapur, ekki satt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/8/05 11:10

Galdra mælti:

Ég er auðvitað auðmýktin uppmáluð í svona fínum og háæruverðugum félagsskap. Mun auðvitað sýna þeim sem hafa sannað sig hér á vefnum tilhlýðilega virðingu. Annað væri nú argasti dónaskapur, ekki satt.

Sko hvað hún byrjar vel! ‹Ljómar upp›
Gaman að fá þig, njóttu vel.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 18/8/05 11:29

‹Stekkur smæð sína›

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 11:46

Velkomin Galdra. Láttu fara vel um þig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/8/05 11:50

Tek undir það, velkomin og njóttu vel.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 18/8/05 12:42

Vil auðvitað ekki vera efasemdarrödd - Galdra virðist afbragðsmanneskja - en er hún ekki einum of frábær til að vera nýliði? Og ef við skoðum líka hvenær hún skráði sig? Er þetta ekki bara alteregó...?? ‹Starir þegjandi út í loftið›‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 18/8/05 13:59

Alteregó eða ekki... stórt er spurt? Kannski er þetta bara ídeal egóið mitt sem kemur fram hér. Óraunhæfur draumur um það sem ég vil vera... svo ég fari bara að sálgreina mig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 18/8/05 14:02

Ég gleymdi mér svo í egóistiskum pælingum að ég skráði mig ekki inn. Gerist vonandi ekki aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 18/8/05 15:44

Góðan og blessaðan daginn.

Ég sé að þú hefur tekið upp Jane Fonda, en það var ákkúrat myndin sem ég notaði áður en Gunnar í Krossinum frelsaði mig og kynleiðrétti mig.

Láttu fara vel um þig hér, enda ekki annað hægt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/8/05 15:46

krumpa mælti:

Vil auðvitað ekki vera efasemdarrödd - Galdra virðist afbragðsmanneskja - en er hún ekki einum of frábær til að vera nýliði? Og ef við skoðum líka hvenær hún skráði sig? Er þetta ekki bara alteregó...?? ‹Starir þegjandi út í loftið›‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Það hefur komið mikið af grunsamlegum nýliðum undanfarið og er alvitra asnastrikið þeirra grunsamlegastur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 18/8/05 15:48

Grunum allt og alla fyrir landráð!

‹Tekur upp hrífu og espir múginn í hatursfyllta þyrpingu.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 16:18

Sæl vertu Galdara. Fín mynd álíka henni Barbarellu.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/8/05 16:37

Velkomin Galdra. Ertu í einhverju vinfengi við Galdrameistarann?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 18/8/05 17:21

Því miður náði ég ekki að kynnast Galdrameistaranum enda miður mín þegar ég uppgötvaði að hann var horfinn á braut þegar ég mætti á svæðið. Kannski svífur andi hans enn yfir vötnum Gestapó en ég er nokkuð viss um að ég sé ekki andsetin.
Já, Krókur, mér fannst Barbarella mjög viðeigandi mynd enda var hún göldrum líkust.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 17:22

Það eru orð að sönnu. Frábær mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 18/8/05 17:33

Hrein snilld. Alltof langt síðan ég sá hana síðast.

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: