— GESTAPÓ —
Stafabil
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 17/8/05 21:28

Þetta hefur verið álitaefni heima hjá mér. Allir eru sammála um að eitt stafbil skuli vera á eftir kommu en hinsvega eru ekki allir sammála um fjölda bila á eftir punkti. Eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti, eða jafnvel þrjú? Persónulega nota ég eitt bil á báðum stöðum.
Ég er forvitinn að vita hvað þið hafið að segja.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/8/05 21:33

Ég nota eitt og mér skilst að prófarkalesarar blaðanna eyði einhverju púðri í að leiðrétta þetta hjá blaðamönnum og greinarskrifurum. Hef ég heyrt að tveggja línubila þvælan sé komin frá tímum ritvéla - af hverju veit ég þó ekki.

Hins vegar er ein röksemd fyrir þessu sem er óvitlaus: Þegar leita á (með forritum) að setningu í texta (Guð má vita af hverju), er auðveldara að þekkja þær ef tvö bil fylgja punkti. Punktur er nefnilega einnig notaður í skammstöfunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 17/8/05 22:13

Jeminn, ég sem hef sett tvö bil á eftir bæði kommu og punkti. Af óttablandinni virðingu við hvorttveggja.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/8/05 22:42

Ég er nú svo gamall að ég náði rétt í blálokin á ritvélakennslu í grunnskóla og framhaldsskóla. Í þeim fræðum var reglan sú að tvö bil væru á eftir punkti. Það var alveg skírt.

Hins vegar hefur eitt bil ávallt verið ráðandi í tölvuvinnslu, eftir því sem ég best veit.

Ekki veit ég hver ákvað að minnka bilið án tilhlýðilegra rökræðna um gæði þeirrar ákvörðunar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/8/05 22:47

Ætli það hafi ekki gerst nokkuð sjálfkrafa á þeim tímum, við upphaf ritvinnslu í tölvum. Minni var af verulega skornum skammti, og menn voru hvattir til að hafa lítið af stafa og línubilum, sem tóku töluvert minni.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/8/05 00:50

Kemur umræða um bil mitt á undan spurningarmerki og upphrópunarmerki hér inn ?

Ég vefst ekki í vafa um að margir taka þessari sérvisku minni ekki vel og vilja að ég hætti að setja bil á undan merkjunum. Það stendur þó ekki til.

Varðandi bil á eftir punkti þá man ég einnig eftir, úr ritvinnslukennslu líkt og Hakuchi, að það eiga að vera tvö bil á eftir punkt í lok setningar. Þó tel ég að þessi venja sé að syngja sitt síðasta og verði með öllu gleymd eftir á að giska 5 ár eða svo.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/8/05 14:22

Vjer erum eins og Limbri, höfum ávallt bil á undan spurningamerkjum og upphrópunarmerkjum enda merki þessi eigi hluti af orði því er á undan fer. En er það rjett ? Það vitum vjer eigi !

En vjer minnumst þess að í gamla daga (á tímum ritvjela) átti að hafa tvö bil á eftir punkti. Hvers vegna það var er oss eigi kunnugt en vjer erum a.m.k. fyrir löngu hættir því.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/8/05 14:27

Hér er rætt hví þetta var gert svona á ritvélunum (hefur með það að gera að þær notuðu jafnvítt letur). Ekki veit ég neitt um heimildarmann, en þetta hljómar trúlega:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 14:32

Heiðglyrnir mælti:

Ætli það hafi ekki gerst nokkuð sjálfkrafa á þeim tímum, við upphaf ritvinnslu í tölvum. Mynni var af verulega skornum skammti, og menn voru hvattir til að hafa lítið af stafa og línubilum, sem tóku töluvert mynni.

Ég get ekki séð að það hafi farið meira minni í að geyma tvisvar sinnum meira af ekki neinu.
‹Klórar sér í höfðinu›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 14:38

Mér var kennt að nota tvö bil eftir punkti og geri það ennþá. Þetta kemur kannski bara upp um hve íhaldsamur ég er og hef ég löngum haldið að ég sé það ekki. Ég sé ekki afhverju það eigi að vera bil á undan spurningarmerki eða upphrópunarmerki. Þessi merki þjóna sama hlutverki og punktur og ekki er bil á undan honum. Mér hefur samt alltaf fundist hálf skrítið afhverju punktur á að koma á undan lokuðum gæsalöppum en ekki á eftir, samanber:

rétt: ,,Þetta er bein tilvitnun.´´
rangt: ,,Þetta er bein tilvitnun´´.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 18/8/05 15:45

Gamla góða þjálfunin sem ég hlaut á ritvél hefur inngreypt í mig þörf fyrir að hafa tvö bil á eftir punkti en auðvitað bara eitt á eftir kommu. Fagurfræðilega finnst mér þetta augljóst mál, setningarnar fá á sig ákveðið heildarútlit sem skapast af þeirri reglu að punktur er æðri kommu og ætti því að njóta meiri virðingar, þess vegna tvö bil en ekki bara eitt.
Hvað varðar punkt á eftir eða á undan lokum gæsalappa finnst mér, ef fagurfræðin er enn og aftur höfð að leiðarljósi, ekkert annað koma til greina en að punkturinn komi á eftir gæsalöppum. Hitt lítur bara ekki nógu vel út.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/8/05 16:40

Krókur mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Ætli það hafi ekki gerst nokkuð sjálfkrafa á þeim tímum, við upphaf ritvinnslu í tölvum. Minni var af verulega skornum skammti, og menn voru hvattir til að hafa lítið af stafa og línubilum, sem tóku töluvert minni.

Ég get ekki séð að það hafi farið meira minni í að geyma tvisvar sinnum meira af ekki neinu.
‹Klórar sér í höfðinu›

Þetta var á tímum fyrstu ritvinnsluforritana. Bil tók jafn mikið pláss í minni og stafur og línubil jafn mikið pláss og lína. Einhverjum árum seinna urðu þessi forrit fullkomnari og vistuðu ekki stafa og línubil á sama hátt. Samt hlýtur alltaf að fara e-ð minni í að halda þessum upplýsingum til haga.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 18/8/05 16:49

Krókur mælti:

rétt: ,,Þetta er bein tilvitnun.´´
rangt: ,,Þetta er bein tilvitnun´´.

„Þetta er bein tilvitnun.“ ‹Glottir eins og fífl›

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/8/05 16:51

Svo sannarlega er bil geymt í minni tölva. Það væri raunar hægt að geyma bilið ekki og láta ritvinnsluforritið sýna bil eftir hvern punkt, slíkt forrit myndi þó sýna „ellipsis“ (...) sem . . .. Sömuleiðis myndi það sýna bil eftir aðra punkta sem ekki eiga að tákna lok línu (t.a.m. í skammstöfunum).

Þess má geta að bil er táknað með 32 í ASCII. ASCII tók upphaflega 7 bita á hvert tákn en var þó venjulega geymt sem eitt bæt (8 bitar). Með tilkomu Unicode taka tákn tvö bæt (eða stundum meira, það er heldur flókið mál að útskýra Unicode nákvæmlega).

Að þessu sögðu er ljóst að tekið er tvöfalt minni þegar skrifuð eru tvö bil í stað eins. Það skiptir þó engu máli, enda hlutfallslega mjög lítið nú til dags.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 16:54

Í ljósi minnisbóta í tölvum er kannski kominn tími á að fara að innræta tvísláttarregluna aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 17:00

Goggurinn mælti:

Krókur mælti:

rétt: ,,Þetta er bein tilvitnun.´´
rangt: ,,Þetta er bein tilvitnun´´.

„Þetta er bein tilvitnun.“ ‹Glottir eins og fífl›

‹Finnst þetta bráðfyndið›

Já, svona er það nú þegar maður er að reyna að vera fyndinn. Maður fær bara fullt af fróðleik um ASCII og minni í tölvum. Og það er fróðlegt og gaman.

Mig rámar þó í að hver skrá á disknum fær frátekið viss mörg kílóbæti af plássi sama hve lítil hún er. Og þar sem margar textaskrár rúmast innan þessara marka þá skiptir kannski ekki máli hvort bilið sé eitt eða tvö, sama þótt um „hlutfallslega“ litlar stærðir séu að ræða eða ekki.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/8/05 17:04

Ég taldi raunar að Krókur væri að fíflast - vildi bara koma þessu að.

‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 18/8/05 17:05

Minni: Minni í tölvum/heilum.
Mynni: Fyrirbæri úr landafræði ef ég man rétt... ég er léleg í landafræði.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: