— GESTAPÓ —
Stafabil
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 17:08

Furðuvera mælti:

Minni: Minni í tölvum/heilum.
Mynni: Fyrirbæri úr landafræði ef ég man rétt... ég er léleg í landafræði.

‹Réttir upp hendina skömmustulega›

Þetta ku hafa verið ég, væntanlega. Ég leiðrétti þetta.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 17:10

Hakuchi mælti:

Í ljósi minnisbóta í tölvum er kannski kominn tími á að fara að innræta tvísláttarregluna aftur.

Ég er sammála. Allir ættu núna að slá tvisvar á bilslána eftir að hafa lokið setningu með punkti, spurningamerki eða öðrum þessháttar merkjum.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/8/05 17:10

Furðuvera mælti:

Minni: Minni í tölvum/heilum.
Mynni: Fyrirbæri úr landafræði ef ég man rétt... ég er léleg í landafræði.

Ós eða op (t.a.m. dals eða fjarðar).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/8/05 17:11

Krókur mælti:

Furðuvera mælti:

Minni: Minni í tölvum/heilum.
Mynni: Fyrirbæri úr landafræði ef ég man rétt... ég er léleg í landafræði.

‹Réttir upp hendina skömmustulega›

Þetta ku hafa verið ég, væntanlega. Ég leiðrétti þetta.

Og ég! helv...bleslindan alveg að fara með mann.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/8/05 17:42

Isak Dinesen mælti:

Að þessu sögðu er ljóst að tekið er tvöfalt minni þegar skrifuð eru tvö bil í stað eins. Það skiptir þó engu máli, enda hlutfallslega mjög lítið nú til dags.

Víst skiptir það máli. Fyrir tæpum tveimur árum neyddumst vjer til að hætta að skrifa 'je' í stað bókstafs hins illa til að spara minnispláss hjer (sjá http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=147 ). Síðan urðu tölvur Baggalútssamsteypunnar smátt og smátt öflugri þannig að sl. vetur lögðum vjer loksins í að hætta að nota bókstaf hins illa, án stöðugs og nagandi ótta við að slíkt myndi orsaka hrun tölvukerfis Baggalútssamsteypunnar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 18:08

Vladimir Fuckov mælti:

Isak Dinesen mælti:

Að þessu sögðu er ljóst að tekið er tvöfalt minni þegar skrifuð eru tvö bil í stað eins. Það skiptir þó engu máli, enda hlutfallslega mjög lítið nú til dags.

Víst skiptir það máli. Fyrir tæpum tveimur árum neyddumst vjer til að hætta að skrifa 'je' í stað bókstafs hins illa til að spara minnispláss hjer (sjá http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=147 ). Síðan urðu tölvur Baggalútssamsteypunnar smátt og smátt öflugri þannig að sl. vetur lögðum vjer loksins í að hætta að nota bókstaf hins illa, án stöðugs og nagandi ótta við að slíkt myndi orsaka hrun tölvukerfis Baggalútssamsteypunnar.

Ert þú sá sem samdir lagið, „Sjí lovs jú, é,é,é?“

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 23/8/05 16:49

Vladimir Fuckov mælti:

Vjer erum eins og Limbri, höfum ávallt bil á undan spurningamerkjum og upphrópunarmerkjum enda merki þessi eigi hluti af orði því er á undan fer.

En eru punktar og kommur hluti af því orði sem á undan fer?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 23/8/05 21:02

Galdra mælti:

Hvað varðar punkt á eftir eða á undan lokum gæsalappa finnst mér, ef fagurfræðin er enn og aftur höfð að leiðarljósi, ekkert annað koma til greina en að punkturinn komi á eftir gæsalöppum. Hitt lítur bara ekki nógu vel út.

Þetta er ekki bara spurning um hvernig hlutirnir líta út. Það sem er innan gæsalappanna er það sem maður er að vitna í, og ef maður er að vitna í heila setningu eða lok setningar þarf að koma fram að setningunni hafi lokið þarna. Annars er gefið í skyn að setningunni sé alls ekki lokið, þ.e.a.s. að í frumheimildinni sé setningin í raun og veru lengri.

Svipað mál gildir með sviga og punkta innan/utan sviga. Ef það sem kemur innan í sviga er hluti af setningunni þarf að setja punktinn aftan við sviga (utan við hann).
-Eins og framangreind setning sýnir.

Hins vegar þarf að setja punkt innan svigans ef í sviganum er sjálfstæð setning. (Til dæmis svona.)

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 23/8/05 21:24

Hexia de Trix mælti:

Þetta er ekki bara spurning um hvernig hlutirnir líta út. Það sem er innan gæsalappanna er það sem maður er að vitna í, og ef maður er að vitna í heila setningu eða lok setningar þarf að koma fram að setningunni hafi lokið þarna. Annars er gefið í skyn að setningunni sé alls ekki lokið, þ.e.a.s. að í frumheimildinni sé setningin í raun og veru lengri.

Svipað mál gildir með sviga og punkta innan/utan sviga. Ef það sem kemur innan í sviga er hluti af setningunni þarf að setja punktinn aftan við sviga (utan við hann).
-Eins og framangreind setning sýnir.

Hins vegar þarf að setja punkt innan svigans ef í sviganum er sjálfstæð setning. (Til dæmis svona.)

Ég sé að við erum á svipuðum nótum hér. (Enda væri bara fáránlegt að gera þetta svona).

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 24/8/05 16:17

Einstaklega skemmtilegur þráður.
Sjálfur er ég ofstækisfullur fylgjandi tveggjabila reglunnar á eftir punkti og skil alls ekki hvernig fólk getur fengið af sér að umgangast punkt eins og óbreytta kommu. Ótrúlegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 24/8/05 17:28

Hexia de Trix mælti:

Þetta er ekki bara spurning um hvernig hlutirnir líta út. Það sem er innan gæsalappanna er það sem maður er að vitna í, og ef maður er að vitna í heila setningu eða lok setningar þarf að koma fram að setningunni hafi lokið þarna. Annars er gefið í skyn að setningunni sé alls ekki lokið, þ.e.a.s. að í frumheimildinni sé setningin í raun og veru lengri.

Góður punktur!

‹Hrökklast aftur á bak og áttar sig á hversu mikill fimmaura þetta var.›

Já, ég meina góðir punktar.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fuglinn 30/8/05 20:25

Tvöfalt bil á eftir punkti er nokkuð sem aðeins var notað í vélritun í gamla daga - væntanlega af fagurfræðilegum ástæðum.
Einfalt bil hefur alltaf verið notað í bókum og blöðum - líka löngu áður en þeir fundu upp blessaða tölvuna.
Tvöfalt bil er ósiður sem þarf að uppræta!
Greinarmerkin ! og ? lúta sömu lögum og púnktur.
Og talandi um greinarmerki; íslenskar gæsalappir byrja að „neðanverðu“ og enda að „ofanverðu“.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 30/8/05 21:34

Merkilegt með gæsalappirnar. Ég á frekar erfitt með að muna í hvort á að vera á undan, þ.e. uppi eða niðri, en get samt alltaf gert það rétt á tölvum vegna þess að ég slæ alltaf ósjálfrátt rétt á rétta takka (ég nota ANSI táknakerfið).

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anar 2/9/05 08:45

Svona tittlingaskítur hefur aldrei þótt skipta miklu. Ekki á mínu heimili í það minnsta. Minnsta sem menn geta gert er að vera blíðir. Enda mýkjast hörkutólin í blíðunni. Snarið ykkur í sund og sýnið bringuna.

~Refsing guðanna svíður~

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 4/9/05 15:48

Skemmtilegt þykir mér að sjá vefinn sjálfann ritskoða ykkur fjölbilinga, hér sjást einungis einföld bil, í mínum glugga í það minnsta.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 11/9/05 09:12

Sammála Órækju.

Þegar ég er að prófarkarlesa skjöl (í tölvu) fyrir fólk sem notar tvö bil, á ég það til að hreinsa þau út. Það er algerlega ósjálfrátt og ég held mér hafi varla dottið í hug sú skýring að fólk hafi lært að gera tvö bil á eftir punkti þegar það lærði vélritun. Þó skal á það bent að sjálf lærði ég vélritun í eina tíð, með tveim bilum og alles. Hins vegar var það rétt um það leyti sem tölvur tóku að ryðja sér til rúms og það hlýtur að hafa verið ómeðvituð (en að sjálfsögðu afar fagurfræðileg) ákvörðun að fækka bilunum niður í eitt.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 11/9/05 14:13

Áhugaverðar pælingar.

Eins og allt annað í þessum heimi er að finna grein um þetta í Wikipedia.

En eins og bæði Órækja og Wikipedia benda á verða mörg bil að einu á vefsíðum svo að fjölbilingarnir þurfa að beita öðrum ráðum til að sjást. ‹Híar á fjölbilingana.›

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 11/9/05 14:50

Það er eitt sem ég hef spáð í með gæsalappirnar, notum við
þessar og þessar eða þessar og þessar ?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: