— GESTAPÓ —
Et tu?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 17/8/05 21:14

Sammála. Eru svosem alltílæ en fara ekkert hærra en það.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/8/05 21:23

Rétt, orðið dýrkun er til vandræða í þessu sambandi - hef ég oft leitt hugann að því. Líklega er þín skilgreining eðlileg.

Það sem fer í taugarnar á mér er það hugarástand fólks sem veldur því að það verði ekki viðræðuhæft um viðkomandi efni út af „áhuga“ sínum á því. Verst er þetta þegar það verður fokillt vegna eilítilla athugasemda sem maður kann að hafa.

Ég hef einnig áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kann að hafa ef viðkomandi ædol fer að tjá skoðanir sínar. Þann má nota til að stjórna áliti fólks á ólíklegustu málefnum. Kannski er ekki efni til að minnast á Þriðja ríkið hér og það hugarástand sem olli því að það gat orðið til. Hins vegar neita ég að gefa slíka tengingu alveg upp á bátinn. Það er, fólk verður oft blint ef virðing þess fyrir einhverju er of mikil.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/8/05 21:58

U2 er ofmetin hljómsveit. Þeir eiga ágæta spretti en geta líka verið fjandanum leiðinlegri. Eins er með (og ég hélt ég myndi aldrei segja þetta) Duran Duran, þeir eiga til leiðinleg lög. Bítlarnir voru góðir og voru verk þeirra úthugsuð að mörgu leiti. En eftir að bítlarnir fóru hver sína leið lá leiðin niður hjá þeim. Stóns hef ég hins vegar aldrei verið sérstaklega hrifinn af nema einu og einu lagi. Ég hins vegar fékk gríðarlegt óverdós af þeim þegar frændi minn gerðist manískur stónsari. Eftir það hata ég stóns. Ég vil í þessu sambandi nefna Queen. Það er hljómsveit sem gerði mjög margt gott og hefur aldrei notið þeirrar hylli sem þeir eiga skilið. En smekkur manna er misjafn sem betur fer því annars væri sama lagið alltaf í útvarpinu.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 17/8/05 22:08

Isak Dinesen mælti:

Viðhorf mitt til t.a.m. Bítlanna er raunar svipað - ég skil ekki dýrkunina (ég tók hana út þegar ég var 10 ára) þó að þar sé um að ræða fína tónlist.

Já, ég verð eiginlega að var sammála Isaki þar. Mér finnst þeir ekki jafn æðislegir og öllum öðrum finnst. Þeir eru ekki lélegir eða neitt þannig en bara ekki mín týpa.
Svo ef maður segir þetta á almannafæri er maður iðulega krossfestur.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/8/05 00:10

Eru þá ekki komin fjöldi gata í lófann á þér?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/8/05 00:13

Ætli þeir noti nú ekki alltaf sömu götin, þessir béuðu bítlar eru þekktir fyrir að vera skilvirkir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 00:28

Isak Dinesen mælti:

Það sem fer í taugarnar á mér er það hugarástand fólks sem veldur því að það verði ekki viðræðuhæft um viðkomandi efni út af „áhuga“ sínum á því. Verst er þetta þegar það verður fokillt vegna eilítilla athugasemda sem maður kann að hafa.

Ég hef einnig áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kann að hafa ef viðkomandi ædol fer að tjá skoðanir sínar. Þann má nota til að stjórna áliti fólks á ólíklegustu málefnum. Kannski er ekki efni til að minnast á Þriðja ríkið hér og það hugarástand sem olli því að það gat orðið til. Hins vegar neita ég að gefa slíka tengingu alveg upp á bátinn. Það er, fólk verður oft blint ef virðing þess fyrir einhverju er of mikil.

Þessi tenging er ekki út í hafsauga. Vissulega er þetta ekki það sama og að lofsyngja kanslara helvítis en hugsanaferlið er svipað. Þetta er sama maskínan, nema hvað hráefnið er annað og skeinuminna en mannhatur nasismans. Þetta snýst um að gefa upp á bátinn alla gagnrýna og sjálfstæða hugsun frammi fyrir einhverju sem þú hefur lent í að dýrka.

Ég hef svipaða skoðun á múgæsingu hvers konar. Jafnvel á saklausum íþróttaleikjum líður mér hálf illa þegar fólk sleppir sér í tryllingi leiksins. Mér finnst ég heyra daufan endurróm....sieg heil.. sieg heil...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/8/05 00:34

Hakuchi mælti:

Fín hljómsveit. Þó hún komist aldrei á þann stall hjá mér að ég fari að kaupa diska með þeim. Ég hef hins vegar fullan skilning á viðhorfum Krumpu.

U2 hefur náð ákveðnum stalli, hún nær til afar breiðs hóps og hefur öðlast amk. virðingu flestra að einhverju leyti. Ég hef reyndar sjálfur ekki orðið var við marga sem virkilega lifa fyrir þessa tónlist, ég hef löngum haft á tilfinningunni að flestum líki ágætlega eða vel við sveitina en sambandið nær ekkert dýpra en það. Ég hef ekki orðið var við neitt í líkingu víð t.d. Stónsara, bítlamaníufólk, Zappista osfrv.

Svo bætist við að þar sem U2 er kominn með þennan vel líkaða, virta, status, þá getur verið að fólk sem hreinlega fær ekkert úr tónlist (fólk sem getur t.d. hlustað á bylgjuna eða Kissfm í meira en 5 mín. án þess að missa vitið), stekkur á þessa hljómsveit af því það á bágt með að segja hreint út að tónlist snertir það ekki og velur því U2 sem 'öruggan valkost', þ.e. nóg til að gefa þá tálsýn að það sé amk. eitthvað tónlistarlega þenkjandi.

Hér tel ég þig hafa hitt naglann á höfuðið. Oft er um að ræða einhverskonar neyðarúrræði og menn virðast komast langt á U2. Í teiti gæti eftirfarandi umræða komið upp :

1. Jæja, svo þú segir það. Hvar ertu svo staddur í tónlistinni ?

2. Ég er nú mest fyrir U2.

1. Já já, þeir eru fjandi flínkir. Hefur þú farið á tónleika með þeim ?

2. Nei, ekki ennþá. En ég á tónleika-DVD með þeim í Dublin.

1. Flottur diskur.

2. Já.

1. Já. Töff band.

2. Já.

1. Já.

Eins og þið sjáið er auðvelt að redda sér með U2 því það er lítið um þá að ræða sem fólk er ekki búið að ræða milljón sinnum og því nennir enginn að fara aftur í það.

(Í framhjáhlaupi finnst mér rétt að biðja um að einn af fáu þráðunum sem eiga heima á "Dægurmál, lágmenning og listir" svæðinu, verði færður þangað hið snarasta. Sumsé þessi þráður.)

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 00:36

Þetta er ótrúlegt Limbri. Ég hef átt nákvæmlega þetta samtal í samkvæmi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 18/8/05 08:33

Hakuchi mælti:

Þetta er ótrúlegt Limbri. Ég hef átt nákvæmlega þetta samtal í samkvæmi.

Ég kalla það gott að þú manst þetta, svona sauðdurkkinn sem þú varst þegar þú og Limbri áttuð þetta spjall.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/8/05 10:03

Hakuchi mælti:

Ég hef svipaða skoðun á múgæsingu hvers konar. Jafnvel á saklausum íþróttaleikjum líður mér hálf illa þegar fólk sleppir sér í tryllingi leiksins. Mér finnst ég heyra daufan endurróm....sieg heil.. sieg heil...

Ég er semsagt ekki einn um það. Stundum þykir mér sem um sé að ræða einhverja paranoju hjá mér. En þá leiði ég hugann að fólkinu sem hefur hugsað það sama við upphaf Þriðja ríkisins (svo dæmi sé tekið). Ég líki þessu þó ekki saman heldur efa ég að þetta geti verið gott fyrir sjálfstæða hugsun fólks. Þeim mun þjálfaðra sem það er til að gera eins og hinir, þeim mun líklegra er að það láti undan alvarlegri þrýstingi þegar að honum kemur aftur (sem við verðum að gera ráð fyrir að muni gerast).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 18/8/05 10:06

Limbri mælti:

Hakuchi mælti:

Fín hljómsveit. Þó hún komist aldrei á þann stall hjá mér að ég fari að kaupa diska með þeim. Ég hef hins vegar fullan skilning á viðhorfum Krumpu.

U2 hefur náð ákveðnum stalli, hún nær til afar breiðs hóps og hefur öðlast amk. virðingu flestra að einhverju leyti. Ég hef reyndar sjálfur ekki orðið var við marga sem virkilega lifa fyrir þessa tónlist, ég hef löngum haft á tilfinningunni að flestum líki ágætlega eða vel við sveitina en sambandið nær ekkert dýpra en það. Ég hef ekki orðið var við neitt í líkingu víð t.d. Stónsara, bítlamaníufólk, Zappista osfrv.

Svo bætist við að þar sem U2 er kominn með þennan vel líkaða, virta, status, þá getur verið að fólk sem hreinlega fær ekkert úr tónlist (fólk sem getur t.d. hlustað á bylgjuna eða Kissfm í meira en 5 mín. án þess að missa vitið), stekkur á þessa hljómsveit af því það á bágt með að segja hreint út að tónlist snertir það ekki og velur því U2 sem 'öruggan valkost', þ.e. nóg til að gefa þá tálsýn að það sé amk. eitthvað tónlistarlega þenkjandi.

Hér tel ég þig hafa hitt naglann á höfuðið. Oft er um að ræða einhverskonar neyðarúrræði og menn virðast komast langt á U2. Í teiti gæti eftirfarandi umræða komið upp :

1. Jæja, svo þú segir það. Hvar ertu svo staddur í tónlistinni ?

2. Ég er nú mest fyrir U2.

1. Já já, þeir eru fjandi flínkir. Hefur þú farið á tónleika með þeim ?

2. Nei, ekki ennþá. En ég á tónleika-DVD með þeim í Dublin.

1. Flottur diskur.

2. Já.

1. Já. Töff band.

2. Já.

1. Já.

-

2. Eigum við að finna okkur einhvern afviknari stað þar sem við getum fundið hvert annað? Í nafni ástarinnar?

1. Nah, held ekki. Þú ert ótrúlega geltur í tónlistarsmekk.

2. Ha?

1. Já, og þessar samræður eru einhverjar þær leiðinlegustu sem ég hef átt um dagana. Engin spennandi viðhorf hjá þér eða vottur af frumlegri hugsun. Farðu bara í r......

Bara að bæta við þetta - svo að þetta líkist meira samræðum í þeim partíum sem ég stunda...

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 18/8/05 10:51

Ég er ekki mikill aðdáandi U2, ekki frekar en Metallica. Báðar hljómsveitir hafa gotið af sér fínar melódíur, en ekki nóg til að ég velti mér upp úr hlandi þeirra og saur.

Ég er t.d. afskaplega hrifinn af melódíum, en U2 á til með að búa til mónótón melódíur sem mér finnst bara engan vegin virka. Ef ég ætti að kjósa þá myndi frekar velja Queen, Muse og Red Hot Chili Peppers, en þar ertu með hljómsveitir sem hafa afskaplega góðar og jafnframt einkennandi melódíur.
Queen er t.d. gott fyrir fortíðarþráhyggjuna, Red Hot Chili Peppers fyrir afslöppunina og Muse þegar maður vill hamast á teikniborðinu og gera svalan skít þar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 18/8/05 10:54

U2 er stórgóð sveit sem hefur gefið út mörg ógleymanleg lög. Maður má samt ekki tapa sér í að halda "með" hljómsveit og verða brjálaður ef að einhver fílar hana ekki.

Að segjast ekki fíla U2 er pottþétt aðferð til þess að sýnast vera meiri tónlistarpælari en maður er í raun. "U2 er alltof mainstream fyrir mig", alltof margir sem maður ræðir við sem skjóta fram svona kommentum án þess að hafa nokkuð vit á öðru og eru lens þegar maður gengur á þá.

Bítlarnir frekar en Stóns og svo hef ég aldrei fattað Zeppelin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 18/8/05 10:55

RHCP eru bara svalastir, engin spurning. Það er allavega mín skoðun...

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 18/8/05 13:10

Ég vil nú hrósa U2 fyrir það að í sumum lögum ná þeir ótrúlega þéttu sándi með bara trommur, bassa og einn gítar. Gott dæmi um það er lagið Vertigo sem er í rauninni ekkert sérstakt lag, en einu sinni fór ég að hlusta eftir því að það var örsjaldan sem einhverjum öðrum hljóðfærum, hvað þá aukagítar, fixað inn á þessi þrjú aðalhljóðfæri eftir grunnupptöku í þessu lagi. Það er helst að söngvarinn sé að dobbla sig.

Ég held að þetta sé ekki bara The Edge að þakka, heldur þeim öllum 3 hljóðfæraleikurunum.

‹Klappar›" target="_blank">http://mp3.elizov.com/get.php?song=210016‹Klappar›

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 14:27

krumpa mælti:

Limbri mælti:

...

2. Eigum við að finna okkur einhvern afviknari stað þar sem við getum fundið hvert annað? Í nafni ástarinnar?

1. Nah, held ekki. Þú ert ótrúlega geltur í tónlistarsmekk.

2. Ha?

1. Já, og þessar samræður eru einhverjar þær leiðinlegustu sem ég hef átt um dagana. Engin spennandi viðhorf hjá þér eða vottur af frumlegri hugsun. Farðu bara í r......

Bara að bæta við þetta - svo að þetta líkist meira samræðum í þeim partíum sem ég stunda...

Þetta kemur nú yfirleitt fyrir mig þegar ég brydda upp á Miles Davis.

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/8/05 14:59

Limbri mælti:


(Í framhjáhlaupi finnst mér rétt að biðja um að einn af fáu þráðunum sem eiga heima á "Dægurmál, lágmenning og listir" svæðinu, verði færður þangað hið snarasta. Sumsé þessi þráður.)

-

Hmm, þetta er rjett.

Varðandi þessa umræðu getum vjer nefnt að oft var U2 sem vin í eyðimörk innan um það rusl er til var í miklu úrvali á 9. áratugnum. Eigi var þó allt rusl á þessum tíma en mjög margt var það ‹Fær nostalgíukast og reynir að forðast að fá einhverja rusltónlist á heilann›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: