— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal Kynning
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 13/8/05 17:37

Já sælt veri fólkið. Ég er búinn að vera ánetjaður hér í nokkra dag en tek svo eftir því mér til skelfingar að kynning hefur misfarist. Ég veit að ég á langa leið til að ná einhverri virðingarstöðu hér og verð að lúta því að vera kallaður nýgræðingur með hægðatregðu eða hvað það nú var. Það kemur að því að dagarnir verða að vikum, vikurnar að máuðum og þeir að árum og þá verð ég skyndilega búinn að eiga mörg rafmæli en ég hef reynslu af svona tímaliðan frá því ég hætti að reykja. Vona að mér verði ekki sparkað út héðan áður. Baggalúturinn hefur verið mitt Prosac síðan ég uppgötvaði hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 13/8/05 17:56

Ég var líka einu sinni nýr hér - en nú hef ég hlotið ákveðna virðingarstöðu...

Mitt ráð: Vertu bara rólegur og haltu kúlinu, þá byrja menn að fíla þig...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/8/05 18:16

Hvaða vitleysa Seinheppinn minn. Ég ber enga virðingu fyrir þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 13/8/05 20:27

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

‹Stendur upp›

Spegill á þig!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rósin 13/8/05 22:18

Vertu velkominn Leir, vonandi áttu eftir að verða fyrirmyndar Gestapói. ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 22:22

Velkominn Leir og njóttu vel.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 13/8/05 22:24

Ekki hlusta á Seinheppinn, það ber enginn virðingu fyrir honum...

‹Brókar Seinheppin›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 14/8/05 00:09

Sverfill Bergmann mælti:

Ekki hlusta á Seinheppinn, það ber enginn virðingu fyrir honum...

‹Brókar Seinheppin›

Þú segir það, Bergfíll Svermann!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 14/8/05 00:33

Oseisei, já...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 14/8/05 01:51

Hakuchi mælti:

Hvaða vitleysa Seinheppinn minn. Ég ber enga virðingu fyrir þér.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Vertu hjartanlega velkominn. Tylltu þér nú hjá Dordingli og mér og fáðu þér sopa af hvannarótarbrennivíni. Nú ef þú vilt það ekki þá er líka til ákavíti. ‹Réttur fram fleyginn›
xT

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 14/8/05 14:30

‹snýst í hringi í tíuhjóla skrifborstólnum›

Þakka góðar mótökur og áfengisboð. Lofa að segja aldrei ljót orð hér.[/g]

Er hættur að reykja en átti enga betri mynd tekna áður en ég missti hárið við tilraunir með lím.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/8/05 14:46

Helvíti var það nú gott hjá þér.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: