— GESTAPÓ —
Enn er henzt á oddum
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 10, 11, 12 ... 20, 21, 22  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 1/4/06 21:43

Göngur langar, gleðisprang,
gæl við vanga hviður.
Fagrir drangar, fjöruþang
flýtur þangað viður.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/4/06 00:00

viðbjóðslega vinaleg
víð hún segist vera
líka alveg liggileg
lífleg stelpan bera

[Obbossí... varstu drukkinn Upprifinn minn... ef svo er skál...Skabbi]
‹Ljómar upp›xT

viðinn kann að hefla hann
hefur sanna takið
hvergi fann ég meiri mann
mærði svanna á bakið

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ira Murks 11/4/06 11:39

Bak á klerk er vart með verk
vegna serkjaþunga.
Því vökvinn sterki kætir kverk,
kveður merk þá tunga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/4/06 13:09

Tungan sleikir tólin keik,
toppar leikur góður,
út það feykir froðusjeik
flaggar kveikur óður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/4/06 19:42

Fékk mér blund og fór í sund,
flengdi hundinn næst.
Þegar sprundin þrístir mund,
þá er stundin hæst.

[obbossí... flott vísa, en þú fylgir ekki þræði... Skabbi]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 22/4/06 13:55

Stuttleitur, er stúlkum eitur.
Stamandi og kinnafeitur.
Afleitur sem eftirhreytur
afglapinn hann Óli Teitur.

Ath.
Ekki er það hann Ólafur Teitur Guðnason sem vísan á við þó reyndar hafi mér dottið Óli Teitur í hug hans vegna. Það er bara vegna þess að ég kannast ekki við marga Teit-a/Teit-i/What-ever. Sá Teitur er ekkert stuttur, stamandi né kinnafeitur, heldur hár, vel talandi og grannur. Hins vegar er deilumál hvort seinni parturinn eigi við hann, en ég set mig ekki í dómarasæti þar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Komdu sæll & fagnandi velkominn, ágæti mubli. Vinsamlegast athugaðu að hér eiga vísurnar að vera ortar í keðju, þ.e. hefjast á upphafsorðum síðustu gildu vísu á undan. Auk þess það sem þú lagðir hér til tæknilega ekki alveg gilt, þótt vel & skemmtilega sé kveðið.
Rétt er að benda á þráðinn ´Vísa dagsins´ fyrir hvaðeina sem mönum dettur í eigin hug - eða jafnvel félagsrit, þegar mikið liggur við.
Megir þú vel lifa, dafna & njóta davalarinnar hérumslóðir, sjálfum þér & öðrum til gagns & gamans.

Skabbi skrumari mælti:

Tungan sleikir tólin keik,
toppar leikur góður,
út það feykir froðusjeik
flaggar kveikur óður.

Óðar gerast griðkur, ver-
gjarnar mér þær sinna.
Pabbi fer að púla hér.
Pabbi er að vinna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/4/06 00:42

Vinnan gefur, væskill sefur,
vil í nefið ljóta.
Eykst þá þefur, þrútinn vefur,
því mun refinn skjóta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Skotið hef ég skjóttan ref;
sem skytta sef & vinn ég.
Hvergi tef, ei grið nein gef
þá grenjaþefinn finn ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 6/5/06 22:22

Ég um slóð ei trauður tróð
tófu hljóðra fóta ,
um holt og rjóður vaskur vóð,
vargsins blóð skal fljóta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 19/5/06 02:38

Fljóta bátar, ferðast skátar,
frúrnar gráta tárunum.
Eitthvað bjátar á ef dátar
and- fá -lát af sárunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/5/06 14:24

Sárar hendur sveittar rendur,
soldið kenndur bæri.
Um víðar lendur, væskill brenndur,
var ég sendur kæri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/07 15:40

Kærulaus í kulda fraus
við Kára rausa- hóta.
Ekki kaus ég klakahnaus
kaldan haus ég blóta.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/9/07 16:08

blót og ragn hér gera gagn
geggjun þagnar rofin
þrusuvagn ég þæ sem agn
þessu fagna dofinn

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/07 10:39

Þessi þráður er að mestu gleymdur... en frábær og á því vel heima sem þráður vikunnar...

Dofnar flæði, fölnar æð
feiminn skræðu bifa.
Enn þó glæðan er þó stæð
oddhent kvæði skrifa.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/10/07 13:51

Skrifar Lappi ljóðim sín
lævís tappi , fljóða.
Er á vappi þarfnast þín,
þú ert kappi vinan góða .

[hmmm... hér á að yrkja oddhent... Skabbi]

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Prófum þá að fixa þetta aðeins til, það vantar ekki mikið uppá...

Skrifar Lappi ljóðahnapp,
lævís tappi fljóða.
Er á vappi; skjóða skrapp,
skýr af kappi, góða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 4/10/07 14:39

Góð er bagan frábært fag
og feikna lagaganga.
Maður aga á sinn brag
alla daga langa.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
        1, 2, 3 ... 10, 11, 12 ... 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: