— GESTAPÓ —
Úr skissubók sumarsins
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/8/05 17:04

Eins og sumir vita, aðrir eru búnir að gleyma og enn aðrir hafa bara enga hugmynd um; þá var til fyrirbæri sem við kölluðum Sumargestapó (seinna Skabbalút).

Hér gefst hagyrðingum færi á að senda inn gömul skabbalútsljóð frá sjálfum sér eða öðrum (með þeirra leyfi).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/8/05 17:07

Ég orti t.a.m. eftirfarandi

Kvæði:

Gimlé er graðastur okkar -
gellurnar tælir og lokkar.
Þó slævir það huginn,
sleggjuna, duginn
er sletta þær "Gimlé, þú rokkar!"

Á fuglaþræði orti ég þannig um blessuðu öndina:

Kvæði:

Franskt gæðafæði er framleitt úr lifur anda eða gæsa sem hafa fengið svolítið of mikið að borða:

Fugl í troðum fjarska mikið,
fyglið dæsir "bra bra".
Þegar loksins lafir spikið
lifur köllum "foie gras".

Af uppáhaldsmatnum:

Kvæði:

Af mörgum góðum mat að taka
mun ég velja rjúpu.
Helst þó fygli finn til saka
að fáist ekki á túpu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/8/05 17:10

Gimlé/hlewagastiR sendi magnaða limru á dönsku sem ég svaraði svona:

Kvæði:

Ingenting ønsker sig Gimlé
end elske med piger i vrimle
men problem han har
når pigerne ta'r
de pluds'lig begynder at svimle

Ég kann ekki við að endurútgefa vísu Gimljár nema með leyfi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/8/05 13:40

Eitt fuglakvæði eftir mig...

Kvæði:

Glansar bíllinn glaður strýk
gorið, rautt er krómið
Fjaðrahamur, fuglalík
fagurskreytta blómið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 19/8/05 13:51

Hvurn andskotann ætli ég hafi gert við glósubókina......................

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/8/05 13:55

Einhver stuðlaði alltíeinu „vitlaust“ og varð úr því einhver dramatík, svo ég orti:

Kvæði:

Kvennabindind' býð þér því
bölvuð sú er glíma
að káfa á stúlkum, klípa í
og kveða á sama tíma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/8/05 14:15

Tvö slys urðu mér tilefni til vísnagerðar...

Geit á beit á flugvelli.

Kvæði:

Var að dorm'á velli geit
væna fékk þar töðu
Hún er nú á himnabeit
í heldrigeitarröðu

110 kindur urðu fyrir lest og drápust

Kvæði:

Brotnir hausar bjöguð vömb
bresta undir lestast
Hrútar, rollur og lítil lömb
á lestargrillið festast

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/8/05 14:25

Eitt af mínum uppáhalds formum er stikluvik þar sem síðustu tvö orðin breyta því sem við var að búast.

Dæmi:

Kvæði:

Þig ég forðum fékk að sjá
fylgdi nokkurt daður.
Mjög ég vildi mjaðmir fá
ég mikið þá var...hýr á brá!

Og á Holtavörðuheiðinni sá ég furðuverur:

Kvæði:

Á Holtavörðuheiði sá
huldufólk og tröll
Gapti er risann góndi á -
með gríðarstóran...fót og tá!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 20/8/05 23:33

Á hringvegsþræðinum á Skabbalúti urðu eftirfarandi vísur til er Isak Dinesen og Dordingull hófu að tala illa um stað sem ég hef sterkar taugar til... að ekki sé talað um humarinn þar! En vísur mínar voru ortar í góðu gríni og hvorki Isak né Dordingull þurfa að óttast það að ég sé reiður... þetta var líka í gríni hjá mér og ég lét þetta allt standa þrátt fyrir hálfgerðar ambögur og mikinn leir.

Kvæði:

Hornafjörður hingað til
hefur reynst mér vel
Isak og Dorda illa skil
inni í þröngsýnis skel

Humarinn á Hornafirði
hugnast mér alla tíð
Í Geitafelli af ég girði
grjónapunga sem yrkja níð!

Isak dóni og Dordingull
djöflast við sitt ljóðarí
Sullumbull og bullumsull
Ojbjakk en það svínarí!

Hornafirði förum frá
höldum ekki austur
keyrum hýr og kát á brá
á Kirkjubæjarklaustur.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 20/8/05 23:37

Ég var staddur í Þjórsárdal í sumar og sá þar nokkuð sem varð mér tilefni til eftirfarandi hnoðs

Kvæði:

Stendur hestur einn á hól
hangir delinn klár
Góðan daginn, gleðileg jól,
gott og farsælt ár!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/8/05 17:21

Á Hringveginum:

Í Reykjavík ruddarnir búa
ribbaldar hver annan þúa.
Skammast og barist
færð skeinum ei varist.
Að aumingjum hórurnar hlúa.

Á Stykkishólmi stöldrum við
staðinn líta fáum.
Heyrum einatt org og klið
aðeins dritið sjáum.

Að Dalvík kappinn keyrir - vonum
að komumst óséð hjá!
Því þrettán börn með þrettán konum
þarna skáldið á.

Í ljótan fjörð langþreyttir ná
lítum við viðbjóðinn á
Ég sammála er
og segja það ber:
Í firðinum skrúð eru fá...

Ég þarf varla að taka fram að þarna erum við í Fáskrúðsfirði

Þarna birtist Hvannadalshnúkur
horfi ég klessu á.
Litlu skárri lómanna gnúpur -
ljótara aldrei sá.

Hellu í flýti hjá skal renna
hraðast sem að má.
Þar tuttugu brjóstum tíu kvenna
tekið hef ég á.

Yfir Hellisheiði þjóta
"Hraðar! ei skal mæla."
Gimlé: "þarf að losa ljóta!"
og langar Skabba að æla...

Frá Berufirði berum Tinu
burt skal héðan þjóta
maga- fengið feikna -pínu
af firði þessum ljóta.

Jújú, og svona var kvæðið sem Ívar er að tala um (lítillega breytt):

Lokkað nú kannski fólkið fáum,
festum innan girðingar
hafast þar við með háum smáum
horn- þeir kallast -firðingar.

hornfirðingur með litlu h-i merkir einfeldningur

Líklega langt gengið - en þó algjörlega vel meint. Á Hornafirði eru að sjálfsögðu ekki fleiri hornfirðingar en annars staðar.

Á Kirkjubæjarklaustri sá
að kaunið Ívars snerti.
Ekki brattur, bara lá
því bæinn hans ég sverti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 22/8/05 23:09

Súpan á Gamla-Bauki góð
gert er þar ekki að hvölum
En meyjum Húsavíkur hlóð
henti þeim fram af svölum

Mývatns öldukeldur óð
ansi kendur stundum
aulabárður stinnur stóð
stríddi öðrum hundum

Eyjafjörðinn rudda rann
raunum aldrey gleymi
þar jeg stoppa hvergi kann
keyri á fullum geymi

Í Hrútafirði stoppar stinn
stæðileg með ljósa lokka
hundingja sem fiðring finn
fanginn yndisþokka

Suður heiði renn svo rjóður
raunamæddur hundinginn
pinnan treð þar alveg óður
uns hundu mína finn

...

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/8/05 17:41

Að lokum. Mér var skipað að skrifa um ættarmót á þræðinum Um hvað skal yrkja?

Af ættarmóti (sem fór heldur illa):

Kvæði:

Ættarmótið illa fór
Unnur fékk sér kók
Gunnar af sér Sigga sór
Sæma löggan tók

Fljótt þá missti fíflið Þór
í fatapóker brók
í rekkju drýgði Rúna hór
er rangan manninn skók

Aldursmóðir engin fleiri
árin mun nú sjá
áfall fékk er Gísli og Geiri
Gústa sváfu hjá

Klæmnar stökur kyrja vildi
Kári yfir borðum
Kerlu þótti mikil mildi
að mildari en forðum

Bigga varð nú mikið mál
meig í glas hjá Herði
og Narfi yfir næstu skál:
"númer tvö" sá gerði!

Skömm það var, ei skaðabót
er skildu hjónakorn sjö
Verra ekki man ég mót
frá München sjötíu-og-tvö

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 26/9/05 22:41

Í sumar fór ég í fyrsta sinn að reyna að pusa saman einhverjum vísum, hef aldrei reynt slíkt áður og var ég gjarnan að leika mér að þessu þegar lítið var að gera í vinnunni.
Ég var einnig í töluverðu sms-sambandi við vinkonu mína sem var að vinna á kaffihúsi einu hér í bæ og varð henni afar tíðrætt um hversu mikið henni leiddist í vinnunni og kvartaði gjarnan yfir karlmannsleysi líka. Ég bögglaði þá saman þessum tveimur vísum og senti henni:

Kvæði:

Myglar Sigga* Mokka á,
mann hún hitt' í gær.
Staupaði hún Stroh-romm smá
og strauk honum um lær.

Myglar Sigga Mokka á,
manni einum svaf hún hjá.
Sæta gleymdi samt að fá
símanúmer honum frá...

*ég breytti nafninu til að gefa ekki of mikið upp um hennar hagi... þess má einnig geta að hún vinnur ekki á Mokka lengur.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: