— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 16:13

Ég fékk póst í gær en vissi ekki af því, því ekki opnaðist áminningargluggi, né litaðist Póststöðin rauð, bara að láta þig vita Enter minn... Skál og takk fyrir mig...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/8/05 16:22

Þetta er líka svona hjá mér, bæði í Dragnótarvafra og Eldref.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 9/8/05 16:36

Ekki poppar upp gluggi hjá mér, en orðið "Póststöð" litast hjá mér. Reyndar ekki fyrr en ég er staddur í póststöðinni sjálfri með volg skilaboð úr skjóðunni.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 9/8/05 16:39

albin mælti:

Ekki poppar upp gluggi hjá mér, en orðið "Póststöð" litast hjá mér. Reyndar ekki fyrr en ég er staddur í póststöðinni sjálfri með volg skilaboð úr skjóðunni.

Dittó, þetta er afskaplega óþægilegt, sérstaklega þar sem ég er eins vinsæl og ég er.
‹Hugsar sig um í smá stund og fer svo í það allra mesta hláturskast yfir eigin fyndni sem nokkurn tíman hefur sést í mannkynssögunni›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 9/8/05 16:49

Litla Laufblaðið mælti:

albin mælti:

Ekki poppar upp gluggi hjá mér, en orðið "Póststöð" litast hjá mér. Reyndar ekki fyrr en ég er staddur í póststöðinni sjálfri með volg skilaboð úr skjóðunni.

Dittó, þetta er afskaplega óþægilegt, sérstaklega þar sem ég er eins vinsæl og ég er.
‹Hugsar sig um í smá stund og fer svo í það allra mesta hláturskast yfir eigin fyndni sem nokkurn tíman hefur sést í mannkynssögunni›

Gleymdi því að það er ekki nóg að vera í Póststöðinni, heldur einnig að lesa nýskilaboð ‹Starir þegjandi út í loftið›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 9/8/05 19:09

Svei mér þá. Bréfdúfurnar búnar að drita út nýja magnesíumpósthraðalinn okkar. Helvítis pöddur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 9/8/05 20:05

Dúfur hafa löngum verið erfiðar, þetta eru svoddan sóðar.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anar 10/8/05 02:30

Póstsins vegna vona ég að lesturinn sé í hljóði hafður. Margt hefur verið sagt og sumt ekki til endurtekningar. Þegjandi þörfina hugsa sumir kunningjanum en fáir vita betur þegar kemur að skuldadögum. Rautt hæfir þó vel, það sjá allir.

~Flóka má leysa með snúningum~

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/8/05 14:11

Ég ætlaði að hlífa ykkur við aukagluggaopnuninni, en ég get svosem virkjað hann aftur. Í það minnsta þar til póststöðvarhelvítið fer að virka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/8/05 14:14

Já láttu gluggann endilega poppa upp. Það er ágætt að vita hvenær maður fær póst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/8/05 14:17

Jamm, eða láttu bréf-dúfu fljúga yfir skjáinn hmmm.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/8/05 14:25

En hvað með lúðrablástur eins og póstarnir voru með í gamla daga... hmmm, ég er reyndar ekki alltaf með kveikt á hátalaranum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/8/05 18:59

Þetta vandamál með að póststöðin verður ekki rauð í hvert sinn sem ég fæ póst er leiðigjarnt.
En það virðist vera að ef ég fæ póst á meðan ég er innskráð þá verður hún rauð, ef ég er útskráð þá verður hún ekki rauð þegar ég skrái mig inn.
En auðvitað fæ ég póst á netfangið mitt sem lætur mig vita af einkapósti, það er mjög góður fítus.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/8/05 19:41

ARG! Var að senda póst og hann er bara horfinn! Hvað er um að vera! Fari það og veri! ARG.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/8/05 14:50

Vjer tökum undir það er hjer hefur komið fram, það er auðvelt að sjást yfir er póstur berst því þetta virðist núna virka líkt og Nornin lýsti. Þetta var fínt fyrir sumarlokun þegar gluggi birtist er póstur barst. Að auki er hvimleitt að geta ei lesið sendan póst fyrr en móttakandi hefur lesið hann, þar til það gerist er umræddan póst hvergi að sjá (sbr. það sem Heiðglyrnir lýsir).

Svo væri eins og vjer höfum líklega einhverntíma áður nefnt mjög gott að geta sent póst (annaðhvort skeyti er verið er að lesa eða merkt skeyti) í tölvupósti. Einstaka skeyti vill maður varðveita og er þetta þægilegri leið til þess en 'copy-paste'.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
nirfill 23/8/05 15:10

Ég ætla bara að kvarta yfir því að fá ekki póst. Viss um að það er helv.... dúfunum að kenna líka, liggja í leiðslunum.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt og neglur›

sígræn eins og sólin
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 23/8/05 15:11

Upppoppildið ætti aftur að vera komið í gagnið, restina verð ég að líta á við tækifæri. Það verður þó ekki í hvelli.

» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: