— GESTAPÓ —
Sælt veri fólkið
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Knútur Kvaran 9/8/05 00:58

Ég var beðinn um að halda hér stutta tölu í tilefni þess að ég hef nýverið skráð mig á þennan ágæta afþreyingavef.... en þar sem löngu er kominn háttatími hef ég ákveðið að sleppa því í bili.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/8/05 01:15

‹Ninjastjarna þrykkist í hurðina, rétt hjá höfði Kvaran›

Hægan nú, pílagrímur. Staldraðu við á leiðinni til svefnlenda.

Gerðu endilega grein fyrir þér og þínum högum, hverra manna þú ert og hvað þú ert að vilja í þessa stafrænu vin í eyðimörkinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 9/8/05 01:19

Ojá. Ekkert humm og hangs með það, út með sprokið.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/8/05 01:29

Ætli hann sé náfrændi Kolfinns Kvaran þessi?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/8/05 02:14

Ég veit það ekki. Ég treysti á að Frelsishetjan muni geta dregið það upp úr honum á morgun með gljóandi járntöngum.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 9/8/05 20:32

Það þarf að kenna þessum bölvuðu nýliðum að tala ekki um Baggalút - Gestapó - sem afþreyingarvef. Á Gestapó fara einungis fram alvarlegar umræður og á Baggalúti er bara skrifaður sannleikurinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Knútur Kvaran 9/8/05 23:38

Hakuchi mælti:

‹Ninjastjarna þrykkist í hurðina, rétt hjá höfði Kvaran›

Hægan nú, pílagrímur. Staldraðu við á leiðinni til svefnlenda.

Gerðu endilega grein fyrir þér og þínum högum, hverra manna þú ert og hvað þú ert að vilja í þessa stafrænu vin í eyðimörkinni.

Jæja þá. Hingað er ég kominn í von um að vera tekinn í sátt innan Gestapó reglunnar og biðst afsökunar á villandi talsmáta mínum sem fékk Smábagga til að trúa því að ég héldi að hér væri um að ræða afþreyingarvef... það var einungis til að villa um fyrir óvininum.
B. Ewing er nálægt því að hitta naglann á höfuðið en hitti í stað þess þumalfingur vinstri handar þar sem ég er fjarskyldur bróðir Kolfinns Kvaran.

Ég trúi því varla að ég hef hitt á hið rétta fylgsni gestapó þar sem ég hef eytt þorra ævi minnar í leit að þeirri reglu og um leið sannleikanum. Ef eitthvað er að marka orð smábagga um að [hér sé] bara skrifaður sannleikurinn þá er ég á réttum stað og vonandi kominn til að vera.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 10/8/05 01:09

Knútur Kvaran mælti:

Hakuchi mælti:

‹Ninjastjarna þrykkist í hurðina, rétt hjá höfði Kvaran›

Hægan nú, pílagrímur. Staldraðu við á leiðinni til svefnlenda.

Gerðu endilega grein fyrir þér og þínum högum, hverra manna þú ert og hvað þú ert að vilja í þessa stafrænu vin í eyðimörkinni.

Jæja þá. Hingað er ég kominn í von um að vera tekinn í sátt innan Gestapó reglunnar og biðst afsökunar á villandi talsmáta mínum sem fékk Smábagga til að trúa því að ég héldi að hér væri um að ræða afþreyingarvef... það var einungis til að villa um fyrir óvininum.
B. Ewing er nálægt því að hitta naglann á höfuðið en hitti í stað þess þumalfingur vinstri handar þar sem ég er fjarskyldur bróðir Kolfinns Kvaran.

Ég trúi því varla að ég hef hitt á hið rétta fylgsni gestapó þar sem ég hef eytt þorra ævi minnar í leit að þeirri reglu og um leið sannleikanum. Ef eitthvað er að marka orð smábagga um að [hér sé] bara skrifaður sannleikurinn þá er ég á réttum stað og vonandi kominn til að vera.

Það hefur aldrei verið neitt að marka orð smábagga um nokkuð.
Nokkurn tímann!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Knútur Kvaran 10/8/05 01:24

‹horfir á smábagga og þvínæst uglu›
Hverjum skal trúa... hverjum skal trúa

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/8/05 12:18

Smábaggi virðist þó hafa rambað tilviljunarkennt á sannleikann í þetta sinn. Hér leitum við sannleikans og hér er einungis sannleikurinn skrifaður.

Þú ert á réttum stað, sannleiksleitandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 10/8/05 13:59

Sannleikurinn er að ég elska þig Hakuchi-sama og er mér sama um þjóðerni þitt. Þetta er sannleikurinn og sannleikurinn er ofar öllu og því er þessi vefur ofar öllu annað en leikjaþamb og þinghlustun. Svoleiðis áhugamál eru bara skotmörk fyrir vembil truflarann minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 10/8/05 14:01

‹Byrjar að taka upp og senda út sápuóperu í beinni›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/8/05 14:04

Loxosceles Reclusa mælti:

Sannleikurinn er að ég elska þig Hakuchi-sama og er mér sama um þjóðerni þitt. Þetta er sannleikurinn og sannleikurinn er ofar öllu og því er þessi vefur ofar öllu annað en leikjaþamb og þinghlustun. Svoleiðis áhugamál eru bara skotmörk fyrir vembil truflarann minn.

Það gleður mig að þú hugsir hlýtt til mín og að sannleiksást þín er einlæg. Þú ert göfug padda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 10/8/05 14:42

Skál fyrir sannleikanum!

‹Ljómar upp›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 10/8/05 21:25

Knútur Kvaran mælti:

...
B. Ewing er nálægt því að hitta naglann á höfuðið en hitti í stað þess þumalfingur vinstri handar þar sem ég er fjarskyldur bróðir Kolfinns Kvaran.

‹bindur um fingurinn með sárabindi› „Hvað er ég að gera? ég er mjúkur og loðinn á höndunum og hef alltaf verið. Þetta var ekkert sárt!“ ‹sýnir samt öllum umbúðirnar bara því þetta var svo vel gert að það væri skömm að henda þeim strax›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Knútur Kvaran 10/8/05 22:28

B. Ewing mælti:

Knútur Kvaran mælti:

...
B. Ewing er nálægt því að hitta naglann á höfuðið en hitti í stað þess þumalfingur vinstri handar þar sem ég er fjarskyldur bróðir Kolfinns Kvaran.

‹bindur um fingurinn með sárabindi› „Hvað er ég að gera? ég er mjúkur og loðinn á höndunum og hef alltaf verið. Þetta var ekkert sárt!“ ‹sýnir samt öllum umbúðirnar bara því þetta var svo vel gert að það væri skömm að henda þeim strax›

‹Segir sannleikann um að B. Ewing hafi ekkert meitt sig og allir segja hí á B. Ewing›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 10/8/05 23:34

Knútur Kvaran mælti:

B. Ewing mælti:

Knútur Kvaran mælti:

...
B. Ewing er nálægt því að hitta naglann á höfuðið en hitti í stað þess þumalfingur vinstri handar þar sem ég er fjarskyldur bróðir Kolfinns Kvaran.

‹bindur um fingurinn með sárabindi› „Hvað er ég að gera? ég er mjúkur og loðinn á höndunum og hef alltaf verið. Þetta var ekkert sárt!“ ‹sýnir samt öllum umbúðirnar bara því þetta var svo vel gert að það væri skömm að henda þeim strax›

‹Segir sannleikann um að B. Ewing hafi ekkert meitt sig og allir segja hí á B. Ewing›

Hvaða kjánaskapur er þetta í þér Knútur? Það vita allir hér að ég agalega krúttlegur og mjúkur. Þú mátt hóa og hía eins og þú vilt en ekki reyna að lýsa gerðum annarra, að minnsta kosti var síðasta innlegg langt frá því að fá undirtektir. ‹Vefur hina hendina í sáraumbúðir með miklum erfiðismunum og byrjar með sáraumbúðahandabrúðusýningu.›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Knútur Kvaran 11/8/05 19:21

Þú ert mjög krúttlegur og mjúkur... allavega af myndinni að dæma.
Ég skal muna þetta með að lýsa ekki gerðum annara, ég er nú bara nýliði sem er að reyna að læra á hlutina hér.

» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: