— GESTAPÓ —
Hringvegurinn
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 5/8/05 09:46

Reglur:
Við ferðumst hringveginn sólarsinnis og kveðum um einhvern bæ, kennileiti, sögulegan atburð eða eitthvað annað tengt svæðinu sem við heimsækjum. Formið er frjálst. Heimsækja skal a.m.k. tíu staði áður en nýr hringur er tekinn. Sjálfsagt er að yrkja níð um staðina.

Ég bruna frá Kirkjubæjarklaustri (hvar við vorum síðast á Skabbalút):

Vík í Mýrdal, makalaus -
mest ég eygi sand!
Heyrðist eflaust öskur, raus
ef yrði þarna strand...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 5/8/05 18:33

Flykktust bæði menn og meyjar
mesta lastabæli frá
Komin kella út í eyjar
kjaftinn fékk ég ekki á

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 5/8/05 18:50

Héldum á hátíð til eyja
þar hópur var fagurra meyja
en negld'ún þann besta
og nældi í flesta
því nóg kann hún amma á peyja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 5/8/05 19:11

Að mér skuli sárna
sat ég ein og var ei hress
Skíthælin hann Árna
skammaði og sagði bless

Jæja höldum áfram för hér er einginn
sem kann að spila á gítar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/8/05 12:13

Æ og jæja, áfram höldum för, enginn hér
kann á gítar gripinn.
Ekki vera súr á svipinn.

Eyjar eru aumur staður.
Íbúarnir heimskir slóðar
Ef þangað kemur einhver maður
elta hann pæjur alveg óðar.

Á Selfossi menn aka í hring
og engin eru fjöllin.
Brúin þeirra eina þing
og þyrpist fólk á "böllin".

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 9/8/05 13:30

Í Holtum og Ásum er ferlegt fjör
ferðast um á hestum.
Þar slá hjörtun heit og ör
Á holtsins Skála prestum.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 14:10

Neðar iðrum fret vill fá
fer brátt Geysir að bralla
gula sprænu góður sá
Gullfoss vilja kalla

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 9/8/05 14:35

Þingvellir, mitt þjóðarstolt,
þvælist ég um gjánna.
Þeysist út um hæðir og holt
hrindi þér í ánna.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/8/05 14:57

Þú lágreista leiðindabý
með ljótleik þú kvelur mitt auga.
Reykjavík, raun er að því.
Rotin þú minnir á drauga.
Sökktu í sæ niður.
Sundunum á.
Þá loksins fæst friður
fíflunum frá.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 15:09

Hafnafjörður hýri bær
hlátrasköll frá ómar
Bruggið þar hann bragða fær
og bjórtunnurnar tómar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 9/8/05 16:35

Reykjanesið lágt og ljótt,
lítið þangað að gera.
Nema á völlinn 'sent og sótt',
sæta Kana skera.*

*Sbr. fréttir af stungusárum og slagsmálum á Traffic.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/8/05 17:04

Í Keflavík býr köflótt mey
kafloðin að neðan
Blótar oftar Freyj' en Frey
frestar elli meðan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/8/05 11:43

Esjan hún er lág og ljót
legg ég hana undir fót.
Göngin eru gamanyndi
ei er gott ef úr þeim hryndi.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 10/8/05 11:54

Akranes auvirði staður.
Eymingja vefjandi vaður.
Ef væruð þér,
þumall á mér.
Ég höggva þig af myndi glaður.

Borgarnes bölvaða díki,
blábjána skítfyllta síki.
Skítugr'en sót,
úldið í rót.
Þú lyktar af langdauðu líki

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/8/05 12:04

Akranes, álfslegt og púka-.
Andann þar varist að draga.
Á nesinu hálfbjánar húka
sem halda sig búa á skaga.

Ögn of seinn. En hvað um það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/8/05 12:10

Snorri í Reykholti raupsamur karl
rakti upp sögur og setti á skinn.
Fékk loks á endanum fyrir sitt brall
firna styttu með hatt niðr´ á kinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 10/8/05 19:45

Húsafellið heillar svaka
hér er ekki leiði
Komið krakkar skulum aka
kalmannstungu heiði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 10/8/05 20:12

Arnarvatnsheiðin assgoti treg
amma fann þar dós
Þrá og þrauka fram á veg
því næst kemur blönduós

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: