— GESTAPÓ —
Nýtt útlit. Almenn umræða og tillögur.
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 5/8/05 01:01

Jæja, þá erum við komin með nýtt útlit á okkar ástkæra Gestapó. Vil ég byrja á að hrósa Ritstjórn fyrir þetta frábæra útlit og í bókstaflegri merkingu taka ofan hatt minn fyrir þeim. ‹Tekur sixpencarann ofan›

En til að hefja nöldrið og vælið, þá myndi ég endilega vilja að það væri kíkt á litinn sem er notaður sem bakgrunnur í tilvísanir. Þessi blái litur er að mínu mati alltof "líflegur" til að eiga heima í þessari flottu litasamsetningu sem hefur verið valin hér. Væri ég til í að sjá jafnvel litinn 'te-bleyttur pappír' frekar þarna.

Frekari litaprófanir mættu gjarnan eiga sér stað þar til að endarleg niðurstaða fæst í þessu máli.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/8/05 01:44

Ég myndi reyndar vilja sjá grunninn undir letrinu svolítið ljósari þar sem við sem erum farin að reskjast eigum í svolitlum erfiðleikum með að lesa þetta.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/8/05 02:13

Þetta útlit er óneitanlega frekar sérstakt. Ég held að það gæti hins vegar vanist vel á nokkrum dögum. Margt er til bóta, eins og til að mynda að hafa sviðslýsingar og sértákn í sérlista hér til hægri - þetta var orðið frekar mikið kraðak.

Einn galli sem ég sé þó í fljótu bragði er að ekki er á öllum síðum hægt að fara yfir á aðalsíðu Gestapó með öðrum hætti en að notast við 'Aftur' hnapp lyklaborðsins. Á þetta til að mynda við um félagsritasíður og Heimavarnaliðið. Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað hið snarasta. Ef það reynist rangt, þá mun ég sjá mig tilneyddan til að siga birni sem hefur verið alinn á hamstrakjöti í tvö ár á ritstjórnarmeðlimi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/8/05 14:20

Þetta útlit er stórfenglegt og virðulegt. Ég klappa fyrir þessum endurbótum.

‹Klappar›

Það væri þægilegt að á forsíðu sjáist hvort nýtt innlegg sé komið í viðkomandi flokk, eins og hægt var að sjá áður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anar 7/8/05 01:34

Væri of mikið að biðja um að bendillinn byrji í "þessum" glugga þegar ég starta?

~Frjáls eru mannana börn~

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 7/8/05 18:03

Ótrúlega flott útlit!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 7/8/05 18:25

Ég tek fyllilega undir hvað varðar hið glæsta útlit sem nú er kynnt fyrir okkur. Frábært framtak. xTxTxT Þreföld Skál fyrir ykkur.

Enga efnafræðilega, loftfræðilega, ferðafræðilega eða sjónfræðilega galla hef ég enn rekist á og sé ekki fram á að slíkt henti en mun rífa í hár mitt og hýjung ef ég rekst á veggi. Sérstaklega ef það væru eldveggir.

Bravó aftur.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rósin 19/8/05 19:23

Fallega fólkið hérna skrifar það rosalega mikið að maður hefur varla undan við að lesa allt saman, og verð ég að viðurkenna að ég gefst stundum upp. Þá langar mig gjarnan að „Merkja allt lesið “en það virðist ekki virka hjá mér. Eru aðrir að lenda í þessu eða lesa bara allir allt? Spurning hvort það sé hægt að laga þetta.

Rósin er rós er rós er rós. -- Ilmur fagurrar rósar lifir lengi í vitum manns.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/8/05 22:04

Rósin mælti:

Fallega fólkið hérna skrifar það rosalega mikið að maður hefur varla undan við að lesa allt saman, og verð ég að viðurkenna að ég gefst stundum upp. Þá langar mig gjarnan að „Merkja allt lesið “en það virðist ekki virka hjá mér. Eru aðrir að lenda í þessu eða lesa bara allir allt? Spurning hvort það sé hægt að laga þetta.

Virkar það ekki allstaðar nema í Hvað er nýtt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 21/8/05 13:40

Má ekki bara hafa einfaldan grunn af þessum lit en ekki þennan pappa snepil. Þetta hjerna hægra megin er bara ljótt.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 30/8/05 14:44

Ég skil hvorki upp né niður í þessari nýju heimsmynd Gestapó. Það sem meira er, ég nenni ekki að reyna að átta mig á þessum nýjungum öllum.

Gæti ég ekki bara fengið minn eigin dálk á baksíðunni? Svo ég þyrfti ekki að blanda geði við nokkurn mann?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 30/8/05 14:48

Júlía mælti:

Ég skil hvorki upp né niður í þessari nýju heimsmynd Gestapó. Það sem meira er, ég nenni ekki að reyna að átta mig á þessum nýjungum öllum.

Gæti ég ekki bara fengið minn eigin dálk á baksíðunni? Svo ég þyrfti ekki að blanda geði við nokkurn mann?

Já en þá myndir þú missa af krikketinu.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/8/05 14:50

Júlía mælti:

Gæti ég ekki bara fengið minn eigin dálk á baksíðunni? Svo ég þyrfti ekki að blanda geði við nokkurn mann?

Besta lausnin á þessu vandamáli er að gerast laumupúki ‹Ljómar upp og sýpur á laumupúkamálmblönduðum drykk›. Og velkomin til baka á Gestapó.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/8/05 16:23

Svona svona, Júlía mín.

Sjálf er ég bara nokkuð hrifin af öllu sem ég sé hér. Nýja útlitið er, já, eins og Hakuchi kom að orðum, virðulegt. Þess að auki er gott að geta tekið niður sólgleraugun aftur.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/8/05 17:11

Það tekur tíma að venjast breytingum ungfrú Júlía mín.

Ég tek hins vegar undir það að ungfrú Júlía fái eigin dálk fyrir matargagnrýni. Það hefur margsannast að þau skrif eru þjóðarnauðsyn og gæði þeirra langtum meiri, að jafnaði, en það sem gubbast út af félagsritum hérna (mín meðtalin sko).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/10/05 23:23

Þar sem Enter er með Anganvísun á þennan þráð, þá er líklega rétt að henda inn nokkrum tillögum hér, tekið af öðrum þráðum:

Hundslappadrífa í neðra mælti:

Ég hef verið að nota einkapóstinn meira en venjulega nýlega og það fer óendanlega í taugarnar á mér að það sem kallast á engilsaxnesku outbox/sent mail sé kallað "Sendi póst". Þetta hljómar einhvernvegin rangt og illskiljanlegt. Þætti mér hljómþýðara að kalla ummræddan hlekk "Sendur póstur" eða "Útsent". Það þætti mér samræmast betur hinum hlekkjaheitunum. Mögulegt er að þetta hafi verið rætt áður hér en við yfirlitskönnun á þráðaheitum fann ég það ekki. Vildi allavegana koma skoðun minni á framfæri varðandi þetta mál. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Hexia de Trix mælti:

Tvennt langar mig að benda á og kvarta yfir.

1) Margir virtir Gestapóar hafa ritað fleiri en 40 félagsrit. Þau hins vegar eru ósýnileg á síðu viðkomandi Gestapóa, enda sjást aðeins 40 nýjustu félagsrit títtnefnds Gestapóa. Eina leiðin til að skoða félagsrit eldri en það er að þvæla sér gegnum gömlu félagsritin, hvert á fætur öðru. Það vantar tengil sem væri einhvernveginn svona: „Eldri félagsrit“ - og kæmi manni í tengsl við lista yfir öll félagsrit er viðkomandi hefur sent frá sér.

2) Þar eð forsíða Gestapós gefur okkur ríkulegan (og langan) lista yfir nýjustu félagsritin, lenda rafmælistilkynningar afar neðarlega. Svo neðarlega reyndar, að ég hef margoft misst af merkisrafmælum samGestapóa minna. Væri ekki ögn skárra að hafa rafmælin hinum megin á síðunni, undir anganvísunum? Þá getur að minnsta kosti hver og einn átt það við sjálfan sig hversu neðarlega rafmælin lenda.

Heiðglyrnir mælti:

Samantekt á því helsta, sem hefur verið í umræðunni og má betur fara.
.
.
1. Mikið væri nú gaman að sjá tölur yfir heimsóknarfjölda á þræði og félagsrit. Mætti koma í belg þegar farið er með bendli yfir nafn félagsrits eða þráða.
.
2. Þar sem þræðir eru orðnir mjög langir, er ótrúlega erfitt að komast á einhverja ákveðana bls. Þetta væri gott að laga. Þetta er búið að vera lengi í umræðunni. << 1,2,3..........23,24,25 >><< fara á bls. __>>
.
3. Af hverju er verið að líma hér þræði hægri vinstri. (ok ekki vinstri) Er ekki best að láta aðsóknarlögmálin sjá um þetta að mestu.
.
4. HÉR LIGGUR Á AÐ LAGA-ALGJÖRT ÓFREMDARÁSTAND., Tímastiling á hvað er nýtt << Hvað er nýtt síðustu ___ klukkutímana >> Því ef að maður fer út núllast "Hvað er nýtt" fyrir utan innleggið úr framtíðinni sem verður nýtt í e-r ár í viðbót.
EÐA HVAÐ VILTU SJÁ MÖRG _____ SÍÐUSTU INNLEGG.

5. Hér er frábær og afar kosí hugmynd, þegar beðið er um "Hvað er nýtt" má það þá ekki koma inn í miðjuna á Gestapó, (eins og gerist með hemavarnarliðið) og báðar hliðarnar halda sér. Þ.e. Miðjan á forsíðunni (þræðirnir) skiptist út fyrir "Hvað er nýtt" Þá sér maður áfram hverjir eru inni og félagsritin. Til að leysa vandamál með breidd má t.d. skammstafa nafn þráða (A.s. E.á.b. B.l. D.l.o.l S.g.l.o.d. L.v.l ...o.s.fv)
.
6. Þegar maður sendir póst, þá hverfur hann bara, þar til hann er opnaður, Þá birtist hann aftur í "sendi póst". Væri ekki hægt að koma því þannig fyrir að hann birtist strax í "sendi póst" t.d. hvítur og breyttist í brúnan þegar póstur hefur verið móttekin
.
7. Tenglalínan sem kemur neðst á þráðum "<<Gestapó>><<Efst á baugi>><<Hvað er nýtt>>" Mætti koma neðst í félagsritum líka. Þá vantar þessa tenglalínu og hugsanlega fleiri útgönguleiðir á Heimavarnarliðið, Póststöð, Athvarf yðar og Ritstörf yðar.
.
8. Hexia de Trix gerði eftirfarandi athugasemd: Margir virtir Gestapóar hafa ritað fleiri en 40 félagsrit. Þau hins vegar eru ósýnileg á síðu viðkomandi Gestapóa, enda sjást aðeins 40 nýjustu félagsrit títtnefnds Gestapóa. Eina leiðin til að skoða félagsrit eldri en það er að þvæla sér gegnum gömlu félagsritin, hvert á fætur öðru. Það vantar tengil sem væri einhvernveginn svona: „Eldri félagsrit“ - og kæmi manni í tengsl við lista yfir öll félagsrit er viðkomandi hefur sent frá sér. (SVO ER LÍKA BARA EKKERT AÐ ÞVÍ AÐ LÁTA ÞAU FLÆÐA NIÐUR Þ.E. Í "ATHVAF YÐAR" ÞAÐ ER EKKERT FYRIR Á ÞEIRRI LEIÐ./Riddarinn)
.
9. Var að detta í hug hvort hægt væri að hafa stillingu á breidd textaboxa og leturbreidd (tab) notanda megin, Hef tekið eftir að þetta er mjög mismunandi eftir vöfrum. t.d. að í niðurskipan væri spurt <<stærð textabox þráðum stafafjöldi ___>> <<stærð textabox ritstörf stafafjöldi ___>> << Hægri línuskipting á þráðum stafafjöldi ___>>
.
10.(Vlad mælti) Þægilegt væri ef hægt væri að senda einkaskilaboð áfram í tölvupósti með því að til viðbótar við Vista merkta, Eyða merktum o.s.frv. væri hægt að velja Senda í tölvupósti e.þ.h. Það væri mun þægilegra en að nota copy-paste til að varðveita það sem vjer eigi viljum henda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Þakkar Skabba kærlega fyrir›

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/10/05 02:30

Mér finnst MENJASAFNIÐ vera farið að rykfalla!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
     1, 2  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: