— GESTAPÓ —
Mælieiningar
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/6/05 16:34

Flest vitum við að tomma er ekki bara tomma. Fet er ekki bara fet. Það eru nefnilega til enskar útgáfur og svo íslenskar (danskar myndu gömlu lénsherrarnir vilja segja.)

Ég ætla aðeins að rifja þetta upp með ykkur.

Danskt/íslenskt
1 míla = 7532 m
1 faðmur = 3 álnir = 188,4 cm
1 áln = 2 fet = 62,77 cm
1 fet = 31,39 cm
1 tomma = 2,61 cm

Enskt
1 míla = 1609 m
1 yard = 3 fet = 91,4 cm
1 fet = 12 tommur = 30,48 cm
1 tomma = 2,54 cm

Út frá þessum samanburði get ég séð að Íslendingar eru með lengri þumla en Bretar.

-

Þorpsbúi -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 10/6/05 16:40

Bretar og Íslendingar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 10/6/05 16:44

Nýr leikur?

Ömm... Danir og Kínverjar!

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 10/6/05 16:45

Haltu þér saman Barti. Ég var að leiðrétta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/6/05 16:47

Smábaggi mælti:

Bretar og Íslendingar.

Það er hárrétt. Ég skal lagfæra þetta um hæl.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 10/6/05 16:54

Smábaggi mælti:

Haltu þér saman Barti. Ég var að leiðrétta.

Nú, hann virðist flókinn þessi...

Ömm... "Gangi yður vel Smábaggi. Ég var að borða."

Var þetta í lagi?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 10/6/05 16:55

Mér sýnist Forljótur hafa tekið feil á leikjasvæðunum og Vísindaakademíunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 10/6/05 16:56

Mér sýnist Guðmundur hafa flutt fjöl frá leikskólanum yfir á Vísundaveiðistofnunina.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 10/6/05 16:58

Fábjáni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 10/6/05 20:43

Þið þurfið nú ekki alltaf að láta eins og þið séuð að vinna að leikgerð 4. þáttar Kærleiksbjarnanna.

Þetta var ögn vitræn umræða um það hvað Bretar eru yfirleitt með litla þumla, fáráðar.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 10/6/05 23:17

Þræðirnar fara sjaldnast í þá átt sem þeir eiga að fara þegar ég svara þeim.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 5/8/05 16:23

Júlíus prófeti mælti:

Þetta var ögn vitræn umræða um það hvað Bretar eru yfirleitt með litla þumla, fáráðar.

Lengi vel hefur það talist fingurbætandi að spila á gítar, en menn sem hafa stundað þá iðju er með fingur á við Edderkoppe-mand og því stórtækari en margir aðrir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 8/8/05 09:30

Skemmtileg saga af samskiptum mínum við Kana í sumar. Þannig var að ég fylgdi hópi Bandaríkjamanna inn í eina verslun ÁTVR. Þeir drógu upp reiknivélar til að fá skýrari mynd um hvað þetta kostaði í dollurum. Eftirfarandi var sagt:

"OK. 2800 ÍKR. Multiply the exchange rate...umm, and you guys have the metric system...so..."

Ég fann allt blóð mitt renna úr útlimum mínum og beinustu leið í hláturtaugarnar. Ég held að hann hafi fengið út eitthvað með eininguna fer-millilítrar

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 8/8/05 12:57

OOhh, Bandaríkjamenn...

Kanakjáni: How much for a cup of coffee?
Stelpið: 150 kr.
Kanakjáni: What?? No, I mean, like, in American money, duuuhh.... You know what A DOLLAR is, don't you?
Stelpið: %((/&R%(&&%%(&&¨$$#€€!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 8/8/05 13:27

Þarna hefði verið réttast að slá manninn

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/8/05 13:29

Hóras mælti:

Þarna hefði verið réttast að slá manninn

Hann hefði sjálfsagt mælt það högg sem pund á fertommu er það ekki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 8/8/05 13:45

Ég skil ekki...

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Nú skil ég... Húrra!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 8/8/05 14:38

Skabbi skrumari mælti:

Hóras mælti:

Þarna hefði verið réttast að slá manninn

Hann hefði sjálfsagt mælt það högg sem pund á fertommu er það ekki?

Það er trúlegt. Afskaplega gera þeir þetta flókið. Jæja best að skreppa á salernið og losa sig við ca 0.4 gallon

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: