— GESTAPÓ —
Á að sulla þessu saman?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 7/6/05 20:32

Smáþorp eitt, á heims vísu hefur 7 þorpshöfðingja. 7 þorpsráð. 7 garðyrkjustjóra. 7 gatnamálayfirstrumpa. Yfir 100 nefndir og ráð. Yfir 2000 fulltrúa Ýmisskonar. 1 bjúrókrat fyrir hverja 20 þorpsbúa, hjer um bil.
Þetta skítuga þorp heitir; Reykjavíkseltjarnarnesmosfellsbærkópavogurgarðabærhafnafjörðurálftanes-bær.
Á að sulla þessu saman í eitt, hvað finnst ykkur?

Burt sjeð frá skoðunum Ólafs F.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 7/6/05 20:35

Hvað með Reykjavíkursvæðið?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/6/05 20:37

Það má vel taka til í þessum efnum.

Mosfellsbær, Kópavogur, Seltjarnarnes og Garðabær mættu hiklaust hverfa inn í Rvík, enda bara skitin úthverfi og enginn að þykjast sjá einhvers konar bæjarmynd þarna.

Hafnarfjörður má hins vegar halda sínu, enda aðeins í burtu og hefur langa sögu sem sjálfstæð eining. Auk þess er þar vottur af alvöru bæjarmynd, ólíkt fyrrnefndum bæjarúthverfum. Jafnvel væri hægt að sameina Garðabæ Hafnarfirði, og álftanesi til að skapa mótstöðu og smá lífgandi valkost við StórReykjavík. Hafnafjörður yrði þá svona litli risinn við hliðina á Rvík. Það yrði sætt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 7/6/05 20:37

Er þetta ekki nánast sami grautur í sömu skál?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 7/6/05 20:46

Hakuchi mælti:

Það má vel taka til í þessum efnum.

Hafnarfjörður má hins vegar halda sínu, enda aðeins í burtu og hefur langa sögu sem sjálfstæð eining. Auk þess er þar vottur af alvöru bæjarmynd.

Sammála þessu Hakuchi minn. Þú ert sannur konungur!
Hitt má allt fara undir sama stráhatt. Eða ullarhúfu. Spara peninga og eykur alla snerpu og kraft í framkvæmdum og skipulagningu.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/6/05 20:47

Hakuchi mælti:

Það má vel taka til í þessum efnum.

Mosfellsbær, Kópavogur, Seltjarnarnes og Garðabær mættu hiklaust hverfa inn í Rvík, enda bara skitin úthverfi og enginn að þykjast sjá einhvers konar bæjarmynd þarna.

Hafnarfjörður má hins vegar halda sínu, enda aðeins í burtu og hefur langa sögu sem sjálfstæð eining. Auk þess er þar vottur af alvöru bæjarmynd, ólíkt fyrrnefndum bæjarúthverfum. Jafnvel væri hægt að sameina Garðabæ Hafnarfirði, og álftanesi til að skapa mótstöðu og smá lífgandi valkost við StórReykjavík. Hafnafjörður yrði þá svona litli risinn við hliðina á Rvík. Það yrði sætt.

Hakuchi, fyrir þessi orð skal ég splæsa á þig „en lille én“ á barnum á árshátíðinni. Það þýðir reyndar að þú þurfir að koma á staðinn.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 7/6/05 20:53

Þá er það komið á hreint.

Þessu á að sulla saman í eina skál, en blanda hinum ágæta Hafnarfirði ekki útí.

Bilting í sjónmáli. Niður með einræðistittina hjer úti um öll holt og í öllum víkum. Stjórar, formenn og ljensmenn, hypjið ykkur út!

‹Safnar eggjum›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/6/05 21:02

Það má vel fækka þessu eitthvað því skipulagsmálin eru í tómu rugli (líka í Hafnarfirði sbr. hringtorgahringavitleysuna þar). Vandinn er að þetta er eigi mögulegt nema þá með lagasetningu því minni sveitarfjelögin segja ávallt nei. Garðabær samþykkir aldrei að sameinast Hafnarfirði/Kópavogi en Hafnarfjörður/Kópavogur myndi samþykkja slíkt. Garðabær myndi hinsvegar samþykkja að sameinast Bessastaðahreppi en Bessastaðahreppur segði (og reyndar sagði) nei. Og Kópavogur myndi aldrei samþykkja að sameinast Reykjavík en Reykjavík myndi samþykkja slíkt. O.s.frv. Það að Kjalnesingar sameinuðust Reykvíkingum er undantekningin sem sannar regluna.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/6/05 21:04

Þetta eru góðir punktar Vladimír, smápeðin eru alltaf hrædd við að láta gleypa sig.

Þess vegna þarf að gera þetta með valdi og kúga smábæjarborgarana til hlýðni.

‹Skipuleggur reykvískar hersveitir›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 7/6/05 21:07

Af hverju ekki bara að kalla þetta svæði Ísland?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 7/6/05 21:09

Hvað á þá að gera við þessa örfáu sem enn lifa útálandi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 7/6/05 21:10

Reykjavík og Kjalarnes var auðvitað samþykt af íbúum þess rok rassgats. Reykvíkingum var nokk sama um 100 vitleysinga í viðbót og tóku dræman þátt í kosningu um það.

Það þykir bara svo fínt að búa í Garðabæ. Álftanes er svona "úti í sveit" og Kópavogur er að verða að einhverju karma barnafólks. Þetta verður aldrey keyrt í gegn með þeirra vilja.

Ný ríkisstjórn að loknum næstu kosningum mun verða að klára þetta. Annars verða mikil læti. Ekki ólíkt og í Írak nútímans.
Og OR verður tekið´eignarhaldi af ríkinu, áður en bláa höndin loðnar meir...

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/6/05 21:14

Smábaggi mælti:

Hvað á þá að gera við þessa örfáu sem enn lifa útálandi?

Það er möguleiki að búa til eitt sveitarfélag úr þeim hópi. Það yrði að sjálfsögðu kallað Sveit.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/6/05 21:15

Já. Ísland, Sveit og Hafnarfjörður. Hljómar lógískt í mínum eyrum.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 7/6/05 21:15

Hakuchi mælti:

Smábaggi mælti:

Hvað á þá að gera við þessa örfáu sem enn lifa útálandi?

Það er möguleiki að búa til eitt sveitarfélag úr þeim hópi. Það yrði að sjálfsögðu kallað Sveit.

Bessasveit? Eða Bessersveit?

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 7/6/05 22:58

Ég mæli með örnefninu Þveit.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/8/05 03:51

Tinni... Þveit er til sem stöðuvatn í Nesjum í Hornafirði.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 5/8/05 08:25

Er það nokkuð notað til þveitilostunar?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: