— GESTAPÓ —
Umræða: Áhrif lokana
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 14:56

Nú lokar Gestapó eftir helgi og verður lokað fram í Ágúst...

Dettur ykkur einhver staður í hug til að kveðast á?

Eigum við að vera kveðskapslausir í sumar, einmitt þegar þörfin er mest á að búa til fagrar sumarvísur ‹Glottir eins og fífl›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/6/05 15:06

Ég legg til að menn noti tímann til að lesa verk annarra úti í sólinni. Ef andgiftin kemur yfir menn geta þeir skrifað hjá sér í skissubók. Þetta ku vera aðferð sem notuð var í gamla daga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 15:07

Ég get því miður bara ort stafrænt og nenni ekki að sitja við tölvu nema einhver sé að kveðast á við mig...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 6/6/05 15:08

Það verður erfitt að hafa ekkert gott að lesa í vinnunni.
Vísurnar á Lútnum hafa oft bjargað hjá manni deginum - þó maður sé sjálfur ekki nógu duglegur að leggja í púkkið.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sauða-Mangi • Húsvörður Baggalúts (bruggar í kjallaranum)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/6/05 15:10

Ég er nokkuð feginn því að það sé að koma frí. ‹Hylur höfuð sitt og hleypur í burtu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 15:12

Ég er í sjálfu sér mjög hlynntur Gestapó-fríi, en að geta ekki kveðist á, mun hafa alvarleg áhrif á sálarlíf mitt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/6/05 15:15

Kannski nennir einhver forritarinn hér að skrifa fyrir þig eitt lítið forrit sem hendir í þig handahófskenndum fyrripörtum. Athugaðu hvað Þarfi segir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 15:20

Það er ekki fræðilegur möguleiki held ég, en góð hugmynd samt ‹Glottir eins og fífl›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/6/05 15:21

Það væri hugsanlega mögulegt - ef ég hefði gríðarlega mikinn frítíma. Svo er þó því miður ekki. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/6/05 15:27

Skabbi skrumari mælti:

Það er ekki fræðilegur möguleiki held ég, en góð hugmynd samt ‹Glottir eins og fífl›

Þetta er hægt, ansi vel skilgreinanlegt vandamál. Yrðu e.t.v. heldur klaufalegir fyrripartar, en réttir hvað reglur varðar. Þarf reyndar helst góða orðabók og íslenskt málfræðiforrit jafnvel líka. Síðan skilgreinirðu bara mögulega málfræðilega réttar setningar, eins og:

<sögn> <atviksorð> <nafnorð> <lýsingarorð>

og mögulegt hljóðfall, eins og:

2 / 2 / 2 / 1

Lætur síðan malla í gegnum orðabókina og færð t.d.:

Kvæði:

Komdu hérna Skabbi Skrum
...

En fjárinn hafi það ef þetta borgar sig. Sennilega væri betra að búa til forrit sem hendir bara alltaf í þig fyrripartinum:

Kvæði:

Komdu nú að kveðast á
kappinn ef þú getur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 6/6/05 15:30

Þið getið myndað kvæðahóp á MSN Messenger. ‹ Stekkur upp í tré áður en Vladimir sér þetta›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 6/6/05 15:31

Okkur vantar góða gagnagrunna, það er orðabækur með framburðarstafsetningu, orðflokki, kyni, tölu falli o.s.frv. Þá held ég hægt væri að skrifa forrit sem stuðla og ríma rétt. Sennilega verður innihaldið samt alltaf bull, en þannig er nú skáldskapur.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 15:32

Já já, gaman að þessu... en þetta leysir ekki vandann... veit einhver um stað þar sem við getum hópast saman í sumar, við Gestapó skáld?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Helena 6/6/05 16:26

Ég hef heyrt um fólk sem notar svokallaðar „bloggsíður“ til að skiptast á skoðunum. Slíkt væri einnig hægt að nota til að skiptast á fyrripörtum og seinnipörtum.

Senda svo einkapóst á þá sem yrkja hvað mest á Gestapó og voilá! Bráðabirgða-Kveðist á er komið!

...hin fagra.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/6/05 17:15

Ég tek heilshugar undir skoðanir Skabba skáldabróður. Þetta verður hreint víti ef við getum ekki spunnið áfram. Hér hljóta að vera snillar sem fundið geta lausn á málinu. Allt annað en H***.is.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 6/6/05 18:39

Það væri kannski hægt að yfirtaka strandir.is
Eða (eins og Helena segir) að gera bloggsíðu... veit reyndar ekki hvernig slíkt væri framkvæmt, nema þá að kveðist yrði á í gestabók bloggsins eða allir hér (!) skráðir sem notendur að blogginu...

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/6/05 08:40

Nornin mælti:

Það væri kannski hægt að yfirtaka strandir.is
Eða (eins og Helena segir) að gera bloggsíðu... veit reyndar ekki hvernig slíkt væri framkvæmt, nema þá að kveðist yrði á í gestabók bloggsins eða allir hér (!) skráðir sem notendur að blogginu...

Ég hef skoðað strandir.is og grunar mig að þeir myndu nú ekki beint fíla það ef allt myndi fyllast af kveðskap ótengdum Strandasýslu, þó Strandamenn hafi langlundargeð...

Getur einhver útfært einhvers konar blogg eins og Helenu og Norninni datt í hug?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 7/6/05 09:56

dordingull mælti:

Þið getið myndað kvæðahóp á MSN Messenger. ‹ Stekkur upp í tré áður en Vladimir sér þetta›

Stakk upp á þessu í gær. Er vel mögulegt, fáið ykkur nýtt netfang bara fyrir þetta. Getið stjórnað hvaða nafn aðrir sjá bæði á mail-inu og MSN sem yrði þá: Skabbi o.s. f. Getið svo smellt á invite og tengst þá þeim sem eru inni.
Skjótið þessum aðgang svo niður og getið verið að gera hvað sem er annað á tölvunni, og reiturinn niðri blikkar og/ eða gefur hljóðmerki þegar kemur svar.
Það getur auðvitað verið til einfaldari lausn sem tölvunerðirnir kunna, en held að það sé lítið mál að gera þetta svona. ‹ En hvað er ég að skipta mér að þessu,er aldrei með í því sem ég kann ekki›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: