— GESTAPÓ —
Hugsjónir eða völd
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/5/05 21:04

Það er eins og mig hefur lengi grunað, pólitík snýst um völd en ekki hugsjónir.
Nú rétt í þessu var fyrrum pólitíkus að viðurkenna það, í Einu sinni var á Stöð 2, en ekki hafa margir viðurkennt slíkt áður hér á Íslandi svo ég muni eftir.
En haldið þið að það sé einhver pólitíkus sem er nú á þingi, sem hafi svo sannarlega hugsjónir ofar vonum um völd?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 30/5/05 21:06

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/5/05 21:08

Hver?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/5/05 21:09

Spurningin er:

Hvort hugsa stjórnmálamenn frekar um völd eða hugsjónir?

Ég held að svarið sé: Já.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 30/5/05 21:09

þÚ ‹Hefur gríðar hugsjónir, heyrist mér› Ertu ekki pólitíkus í "kjötheimi"?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/5/05 21:14

Grýta mælti:

þÚ ‹Hefur gríðar hugsjónir, heyrist mér› Ertu ekki alþingismaður í "kjötheimi"?

Jú, en mínar hugsjónir eru ekki miklar, ég er mest spenntur fyrir að fá góða kosningu svo ég haldist á þingi og fái því þetta langa sumarfrí og jólafrí sem ég hef haft hingað til, jú og svo er það hugsjón að launa vinum mínum fyrir dyggan stuðning í kosningabaráttunni með því að berjast fyrir þeirra hagsmunum á þingi! ‹Flissar›

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/5/05 21:17

Sæmi Fróði mælti:

Það er eins og mig hefur lengi grunað, pólitík snýst um völd en ekki hugsjónir.

Þau snúast víst um hugsjón - þá hugsjón að ná sem mestum völdum ‹Starir þegjandi út í loftið›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/5/05 21:20

Ég hata framsókn og krata í kjötheimi, en í baggalútíu kýs ég Bændaflokkinn eða afturhaldstittakommaflokkinn. (Vonandi er hann til).

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 30/5/05 21:22

Flottur! Háskólinn er líka hugsjón. ‹ Eða hvað? Veltir fyrir sér hugsjóninni›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 30/5/05 21:42

Hugs-Jón er gamli stærðfræðikennarinn minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/5/05 21:44

V-öld, var tími mikilla breytinga!

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 30/5/05 23:38

Ég held að eini maðurinn á þingi sem er þar vegna hugsjónar sé Steingrímur J. Restin eru ónytjungar sem vilja bara fá löng frí og risnu.
‹pirrast og ákveður að tjá sig aldrei aftur um pólitík á Baggalúti›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/5/05 23:42

Mæl þú manna heilust!

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 30/5/05 23:43

Já áfram Norn!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/5/05 00:12

‹Lokar á eftir sér og fer út að leika›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/5/05 00:50

Aaaahahahahahahaa!

Steingrímur Joð...hugsjón...hahahahahahaha.

Steingrímur Joð er nákvæmlega eins og allir gömlu pólitíkusarnir í þessum grjótkamri á Austurvelli. Hann er bara betri í að fela það með orðaskrúð, svona eins og skrattinn.

Ef Steingrímur fengi alvöru völd þá væri hugsjónahelgislepjan ekki lengi að þorna af honum.

Þetta er allt sama pakkið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 00:57

Hvað hefur þú á móti Skrattanum? ‹Undrast ógurlega.›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/5/05 00:57

Ekki baun.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: