— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 19, 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 12/3/06 13:00

Vel ég þessa þulu skil
það mun liggja á borðinu
að þeir sem eiga truntur til
taka þig á orðinu.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ort um minn ástkæra bróður.

Haltur lúinn hækju á,
halur ekki fagnar.
Gleði verður gaman þá,
er gifsið burtu flagnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 14/3/06 16:40

Líkt og fiskiflugur
fljúgi úr höfuðkúpu
- búið tanna bylur
smeygja sér um smugur
smáorð, eyrun gljúpu
þyggja hvað'an þylur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/3/06 16:57

Barbapabbi mælti:

Líkt og fiskiflugur
fljúgi úr höfuðkúpu
- búið tanna bylur
smeygja sér um smugur
smáorð, eyrun gljúpu
þyggja hvað'an þylur.

Unaður aflestrar... Hafðu þökk fyrir herra minn.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 15/3/06 22:24

Pissa þurfti pínulítið
pæja ein sem hjá mér gisti
„Mjög er lífið skondið, skrýtið“
skellti upp úr, lakið hristi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/3/06 17:28

Æ hve væri ömurlegt
ef enginn væri Lútur
svo vitnað sé í Bertolt Brecht
„af björgum keyrðu rútur“

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/3/06 00:47

Foreldrarnir segja stoltir frá syni sínum sem nemur læknisfræði við HÍ:

Liggur yfir Láki í skóla
læknisfræðiskræðunum
(þó mest hann sé að dútla og dóla -
er dúx í píkufræðunum)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/3/06 22:16

stendur á mér yfirleitt í baði
(því þangað fýsinn fer ég inn
með fullt af súkkulaði)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/3/06 21:56

Hafa loksins flestir fengið nóg
af fegurð, prýði og nytjum góðra ljóða?
brátt lýkur degi ljóðs hjá júneskó
Ljúk upp Gestapóa kvæðaskjóða!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/3/06 11:48

Föstudaginn feginn geng,
flösku brátt á lít.
Græðir það óglaðan dreng.
góð er Ákavít.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 27/3/06 23:48

á mig leggst nú lífsins þraut
langar nætur harma
að hafa sleppt í skessuskaut
að skjótast milli barma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/3/06 20:32

Á barnum hitti Siggi sæta píu
saman fóru heim rétt upp úr tíu.
Er litu þau hvort annað næst, um níu,
nötruðu og skulfu, fengu klígju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/3/06 14:02

Andinn er dauður og allt er í steik,
ekkert hann framar mun virkja.
Lagstur í gólfið og lundin er veik,
loks er ég hættur að yrkja.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 30/3/06 14:13

Bjór ég teyga, brennsa sýp
bið um meir og þamba.
Stúlkurassa stinna klíp
stelpu -kjötið lamba.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/4/06 20:30

Var að kíkja á kvöldhimininn:

Vélahaf um himinslóð
hendist grátt með þungum nið.
Sól í hafið sígur rjóð,
svona til að öðlast frið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 4/4/06 00:07

Lítill ungi léttur flaug
lárétt utan glugga
gerði bros í tætta taug,
týnda sál að hugga.

Færði eyrum fuglasöng
fagur var sem stjarna
og bládimm nótt nú lýsti löng
er lá ég glaður þarna.

Um bláan himinn leið hans lá
í leit sinni að svari
og illa gömul augun sjá
þó upp í loftið stari.

Riddari aulans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 5/4/06 23:05

Lærði-Geöff mælti:

Lítill ungi léttur flaug
lárétt utan glugga
gerði bros í tætta taug,
týnda sál að hugga.

Færði eyrum fuglasöng
fagur var sem stjarna
og bládimm nótt nú lýsti löng
er lá ég glaður þarna.

Um bláan himinn leið hans lá
í leit sinni að svari
og illa gömul augun sjá
þó upp í loftið stari.

Virkilega fallegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 8/4/06 02:21

Sóttar- liggur mey á - sæng
sæl með veiki brókar.
Landað hefur góðum hæng,
höslið fært til bókar.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 19, 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: