— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/6/05 10:49

Viskí mér að vörum bar,
við mig sat á rabbi,
virkilega vænn og snar
virðist Barbapabbi.

‹Hugsar, Barbapabbi orti ekki í gær eins og hann átti að gera.›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/6/05 12:41

Þetta er ljómandi góður þráður, hugsa að ég sendi inn vísu hér daglega... allavega ef ég er inni...

Bölverkinn ei bölva vil
bjó til góða þráðinn
Konu andlit kannske skil
karlmannsnafn ber snáðinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/6/05 16:00

Skabbi nefndur Skrumari
skárstur okkar allra
Þráða yfir þrumari
þræla undir hallra

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/6/05 16:11

Gott er oft að gjamma við
góða lagsmenn, spaka.
Drekka svo að dóna sið
dæsa eigi, vaka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/6/05 19:31

Fimmtudagur fundinn er
fyrri dagur liðinn
flandrið búið heima hér
hef að kveða iðinn


Var utan raunvega vaðandi vegleysur kjötheima á degi miðrar viku, ella hefði ég orkt vísu dagsins í gær.... maður ætti kannski að stofna þráð 'vísa gærdagsins' fyrir þá sem forfallast.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/6/05 19:40

Í tilefni af fréttum dagsins:

Í helikopter hengu þeir
og hugðust forðast slysið.
En höndum í varð allt að leir
og út í mó fór blysið.

Slokkna eldar, slekk ég senn
á slagverkshörpu reiðis.
En Alþingi er óbrennt enn.
Og Valhöll sömuleiðis.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 3/6/05 08:50

Litlu börnin eru farin að gera do do strax í neðri bekkjum:

Litlir guttar gera hitt,
góðum stelpum spilla
því þær geyma gullið sitt
greinilega illa.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/6/05 10:53

Þurrausinn ég þramma hér
og þori vart að mæla
Ekkert hef ég kvæðakver
klístruð er mín sæla

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 3/6/05 15:00

Sástu hana systur þína
sitja'á vömb og klippa gull
Dópuð, rugluð firrt og full,
- haftið sitt búin að brjóta og týna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/6/05 16:46

Þeir sendu Matador til meistarans.
Og monsjör Alfred tók á því sem gabbi.
Þið ættuð að hugsa meir til hans;
hallir byggði spilltur gamli Dabbi.

Þau eru fjölmörg þjóðfélagsins meinin.
Og þrif væri að losna Heims - við -dall.
Þótt Dabbi fari þráðar beint í steininn.
Hann þiggur meir en skitinn þúsundkall.

...

þó hann fari ekki yfir byrjunarreit!

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/6/05 17:22

Það er sagt að sólin heit
sé og stærri en Napólí.
Um það sjálfur ekkert veit,
en ég bara trúi því.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 4/6/05 19:29

Ölur, teitur, ólmur skek
ílát, bleytu mynd á.
Uppi í sveit er alveg blek-
aður, beit er kind á

samdi þetta vel yfir miðnætti í gær í heitum potti, svo þá má þetta teljast vísa dagsins í dag.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 4/6/05 20:52

laugardagsins ljúfa stund
líst mér vel á kvöldið
held ég finni heita sprund
þá hverfur brjóstahöldið

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 5/6/05 02:01

Best að láta það eftir fjölmörgum aðdáendum mínum að yrkja klámedíu.

Júgurbeltasvönnum sveið
svakalega núna
því ég grárri rollu reið
rétt við Hólmsárbrúna.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 6/6/05 10:09

Vísa dagsins er djúpvitur blanda náttúru- og mannlýsinga.

"Göngutúr er mér um megn
meðan það er úti regn"
mælti eitt sinn góður, gegn,
gamall Suðurnesjaþegn.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 6/6/05 11:33

„Samt ég áfram götu geng,
glaður og með bak í keng“
sagði hann við haltan dreng
og hysjaði upp buxnastreng.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 6/6/05 13:01

Núna er ég alveg blek-
aður það er gaman
úr mér vísa óðar lek-
ur við drekkum saman

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Engi 6/6/05 15:48

Ég er kolakyndari,
kvikindi og syndari,
fífl og fótómyndari
frægur barnahrindari.
[/img]

LOKAÐ
        1, 2, 3, ... 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: