— GESTAPÓ —
Léttar og leikandi stærðfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 20/5/05 23:10

Í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar hef ég séð mig knúinn til að stofna þráð helgaðan stærðfræðiþrautum.

Æskilegast er að þrautirnar séu frumsamdar en einnig má hugsa sér endurbætt dæmi eða þrautir sem menn hafa séð á öðrum stöðum. Fyrirkomulagið er hugsað þannig að hver sá sem gefur fullnægjandi lausn á þraut fær ásamt heiðrinum, ábyrgðina um að kasta fram nýrri þraut.

Og hefst nú leikurinn.

Vladimir Fuckov og félagar í Varnarmálaráðuneytinu ætla sér að smíða nýja hátækniorustuflugvél, lengri og stórkostlegri en allar flugvélar sem smíðaðar hafa verið hingað til. Fljótlega komast þeir þó að því að flókið gangakerfi ráðuneytisins er til þónokkurra trafala þegar flytja á kóbaltbætta burðarbitana til réttra staða.

Ef við gefum okkur að „krappasta“ hornið sé eins og á mynd, hver er þá lengsti heili breiddar- og hæðarlausi biti sem mögulegt er að flytja fyrir það?

Kvæði:

Ofan frá
___________
^                        |
|                         |
b                        |
|                         |
v____              |
             |            |
             |            |
             |            |
             |<--a-->|

Séð frá hlið
____________
              |             | ^
              |             | |
              |             | c
              |             | |
______|<--a-->| v

(Athugið að þetta er horn þar sem annar gangurinn hefur breidd a en hinn breidd b. Báðir hafa þeir hæð c. Taka verður tillit til allra þriggja víddanna við útreikninga.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 20/5/05 23:18

?

Sönnun lokið.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 21/5/05 13:05

?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 21/5/05 13:52

?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 21/5/05 14:02

Það tilkynnist hér með að telji maður sig ekki ráða við þrautina er ekki nauðsynlegt að gefa það til kynna með einhverjum hætti. Þá þarf einungis að sýna þolinmæði og bíða eftir næstu þraut.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 21/5/05 14:46

Ha? Ég náði ekki alveg hvað þú varst að fara með síðasta innleginu. Geturu sagt þetta aftur á djöflamáli?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 21/5/05 14:49

Svarið er a
annars er þetta algerlega óskiljanlegt...
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 21/5/05 14:51

Appelsínugult?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 21/5/05 14:53

Nei bara a.

Áttaði mig bara ekki alveg á spurningunni...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 21/5/05 18:39

Í ljósi dræmra undirtekta er ef til vill rétt að einfalda dæmið. Ekki viljum við að þráðurinn beri rangnefni.

Fullnægjandi er að leysa dæmið í tveimur víddum, þ.e. sleppa má hæðinni c.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 21/5/05 20:09

abc?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Koeman 21/5/05 20:22

Við skiptum lengd bitans L upp í tvo hluta, l1 og l2. Bitinn sker ytri vegg gagngsins og horn hans og myndar einslæg horn við samsíða línur. Köllum hornið sem snýr inn að ganginum x. Nú, reglan um einslæg horn við samsíða línur segir okkur að sin(x) = a/l1 annars vegar og cos(x) = b/l2 hins vegar. Þá getum við séð að L(x) = l1 + l2 = a/sin(x) + b/cos(x).
Diffrum þetta m.t.t. x og fáum að L'(x) = 0 <=> b*sin(x)/cos^2(x) -a*cos(x)/sin^2(x) = 0. Einföldun gefur að tan^3(x) = a/b og þá x = arctan(þriðjarótin-af- a/b) [*]. Þar tekur L hágildi sitt. Setjum þetta inn í upphaflegu jöfnuna fyrir L og fáum að L = a/sin(*) + b/cos(*)..
Já, þetta var nú aldeilis skemmtilegt og sett fram á skiljanlegan hátt mjök.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 21/5/05 20:25

Stórkostlegt! Réttara gæti það ekki verið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Koeman 21/5/05 20:50

Gott gott. Kíkið á þetta:

Finnið tölurnar a, b, og c þannig að rúmmál sporvölunnar x^2/a^2 + y^2/b^2 + z^2/c^2 = 1 sem fer gegnum punktinn (1,2,1) sé sem minnst. Rúmmálið er gefið með R = 4*pí*a*b*c/3

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 22/5/05 01:22

Gott dæmi minn kæri Koeman.

Við viljum lágmarka rúmmálið f(a,b,c)= ⅓∙4πabc=V með takmörkununum g(a,b,c)=x²/a²+y²/b²+z²/c²-1. Við vitum einnig að sporvalan fer gegnum (x,y,z)=(1,2,1), svo g(a,b,c) verður 1/a²+4/b²+1/c²-1. Notum Lagrange til að lágmarka rúmmálið.

Skilgreinum fallið L(a,b,c,λ)=f(a,b,c) + λg(a,b,c)= ⅓∙4πabc+λ(1/a²+4/b²+1/c²-1) og deildum það með tilliti til tilheyrilegra breyta.

I. ∂L/∂a = ⅓∙4πbc-2λ/a³ = 0 => ⅓∙4πa³bc=2λ
II. ∂L/∂b = ⅓∙4πac-8λ/b³ = 0 => ⅓∙4πab³c=8λ
III. ∂L/∂c = ⅓∙4πab-2λ/c³ = 0 => ⅓∙4πabc³=2λ
IV. ∂L/∂λ = 1/a²+4/b²+1/c²-1 = 0

Ef við tökum jöfnur I. og III. saman fæst að a=c. Að því gefnu gefa jöfnur I. og II. að 2a=b. Við stingum þeim upplýsingum inn í jöfnu IV. þannig að hún verði einungis fall af a og fáum að a²=¼b²=c²=3 => a=c=√3 og b=2√3. Og gefa þær tölur göldrum líkast minnsta mögulega rúmmál sporvölunnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Koeman 22/5/05 11:55

Það er hrein unun, Kóvasevítsj, að sjá hversu stærðfræðin leikur í höndum þínum. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt og þú átt nú leikinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 22/5/05 15:02

NERÐIR!

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 22/5/05 15:33

‹Þurrkar á sér ennið›

Ég er svo aldeilis hissa.

-

Þorpsbúi -
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: