— GESTAPÓ —
Léttar og leikandi stærðfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/5/05 13:59

Furðuvera mælti:

Fjögurra ára börnum? Ég vissi ekki einu sinni hvað radíus er þegar ég var það ung.

Þessi þraut er raunar sýnd börnunum. Þau sjá lítið og feitt glas, og annað hátt en mjótt. Fyrir ákveðinn aldur telja þau að meira hljóti að vera í hærra glasinu (eins og Bölverkur gerir raunar.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 14:03

Meira hátt eða meira vatn? ‹Starir þegjandi út í loftið›‹Klórar sér í höfðinu›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 31/5/05 14:26

Vatnið næði hærra í langa og mjóa glasinu, en magnið væri auðvitað það sama...

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 31/5/05 17:36

Þetta er nú eins og: Hvort er þyngra, eitt kg af fiðri eða blýi?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 17:49

Auðvitað blýið. ‹Klórar sér í hausnum og hreykir sér svo ógurlega.›

Svo, ef þið blandið saman 38% ákavíti og 40% brennivíni fáið þið 78% drykk. ‹Bætir 40% vodka við og skilur ekkert þegar skalinn springur.›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/5/05 17:54

Tigra mælti:

Þetta er nú eins og: Hvort er þyngra, eitt kg af fiðri eða blýi?

Já, nema að þar þarftu kannski að hafa útskrifast úr fyrsta bekk til að geta svarað. Mín spurning krefst engrar skólagöngu yfir höfuð. Mikið væri gaman ef allar þrautirnar væru þannig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 31/5/05 18:10

Isak Dinesen mælti:

Magnús mælti:

Sko, þraut er eitthvað sem maður á að geta gert án þess að hafa lært það í skóla.

Hvernig væri þá þessi þraut: Helltu vatni í glas sem er 10 sentimetrar á hæð og með 5 sentimetra radíus. Fylltu glasið til hálfs. Helltu svo því vatni í annað glas sem er 20 sentimetrar á hæð en með 3 sentimetra radíus. Hver þessara fullyrðinga er sönn?

a) Það er meira í fyrra glasinu en verður í seinna glasinu
b) Það er meira í seinna glasinu en var í fyrra glasinu
c) Það er jafn mikið vatn í glösunum tveimur (á hvorum tíma fyrir sig)

Þessi þraut er þekkt fyrir að vera leysanleg af u.þ.b. fjögurra ára börnum, þ.e. áður en skólaganga hefst.

Það verður alltaf aðeins minna í seinna glasinu. Vegna viðloðunnar vatnsdropa við fyrra glasið og að örlitlu leyti vegna uppgufunnar

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 31/5/05 19:34

Ofurmenni mælti:

Mér þætti vænt um að fá að vita úr hvaða átt hamarshöggið kemur þar sem það hefur mikil áhrif á niðurstöðuna.

Hamarshöggið kemur í gagnstæða stefnu við þá hvert hann var togaður í byrjun og hefur þau áhrif sem sjá má kl. 2s á grafinu hér að neðan. Hér er y-ásinn staða massans og x-ásinn tíminn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ofurmenni 31/5/05 20:50

Hmm... þessi mynd þín passar ekki alveg við því ég er alveg á því að maður hafi átt að strekkja gorminn fyrst niður. Þannig hlýtur fyrsti hlutinn af sínusbylgjunni eiga að vera upp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 31/5/05 21:03

Ef þú ert ósáttur getur þú látið stefnu y-ássins vera hverja sem þér sýnist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ofurmenni 31/5/05 21:12

Rétt skal vera rétt. En þú segir að hamarshöggið komi í gagnstæða stefnu á við hvað hann var togaður í í upphafi, en á myndinni sýnist mér höggið koma í sömu stefnu og hann var togaður í í upphafi‹Klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 31/5/05 21:25

Ég biðst forláts. Ég átti að sjálfsögðu við „úr“ en ekki „í“.

Annars þarf plús ekki endilega að þýða „upp“ og mínus ekki endilega „niður“. Hvað sem upp og niður þýða annars...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 21:30

Bætið við réttri röð neðst!

1
11
21
1211
111221
312211
13112221

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ofurmenni 31/5/05 21:32

Góður punktur. Hvað er tildæmis upp þegar maður horfir í spegil? Vinstri verður hægri og upp verður???

En ég skal gera mitt besta í að koma með svar við þessari stórskemmtilegu þraut þinni á morgun. Það vill svo skemmtilega til að allt glósuruslið mitt liggur í myrku grúppulókali þessa stununa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 21:46

Önnur þraut, jafn auðveld.

Hver eftirfarandi talna er út úr kú?

9637 5255 4238 6305 2168 8243 9273 6549

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 31/5/05 22:51

Fyrsta hugdetta:
Er 9637 ekki prímtala, en ekki hinar?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 22:54

Hef ekki kannað það, góð hugdetta, reikna á morgun! En það er annað sem leitað er að. Óttalega einfalt.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/5/05 22:58

Það er auðvitað augljóst að talan 1 kemur aðeins fram í 2168.

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: