— GESTAPÓ —
Léttar og leikandi stærðfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/5/05 15:42

Mikið agalega hlýt ég að vera vitlaus. Ég skil ekkert í því sem hér fer fram. Sennilega hefði ég átt að taka betur eftir í barnaskóla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 22/5/05 16:20

Virkilega ánægjulegt, Koeman. Ég held það væri rétt að tengja leikinn núna við hinn svokallaða „raunveruleika“.

Við höfum massa m=1kg sem er hengdur er neðan í gorm með gormstuðulinn k=16N/m. Í upphafi er gormurinn togaður niður um einn meter og honum síðan sleppt. Eftir 2 sekúntur er massinn sleginn leiftursnöggt með hamri sem gefur atlagið 4N∙s. Lýsið hvernig hreyfing kerfisins kemur til með að þróast.

(Vísbending: Samkvæmt upplýsingunum hér að ofan verður hreyfijafna kerfisins y'' + 16y = 4δ(t-2), y(0)=1, y'(0)=0, þar sem δ er deltafall Diracs.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 22/5/05 16:26

‹Les þráðinn. Ælir› Hvað eruð þið að tala um? Mig grunar að hér sé verið að planleggja einhverskonar valdatöku eða byltingu.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/5/05 17:05

Tina St.Sebastian mælti:

Mig grunar að hér sé verið að planleggja einhverskonar valdatöku eða byltingu.

Eigi óttumst vjer það en það er hinsvegar að verða afar freistandi að stofna Hátæknivopnaþróunarstofnun Baggalútíu og ráða vissa aðila þar til starfa ‹Ljómar upp og sjer fram á að auðveldara verði en áður að vinna að heimyfirráðum Baggalútíu›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 22/5/05 17:26

Flöt jörð, slétt föt, hrein trú!

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 23/5/05 15:42

Þetta eru engar stærðfræðiþrautir, þetta eru bara stærðfræðidæmi.
Hér fáiði þraut:
Á þingi nokkru eru 2n þingmenn en enginn þeirra á fleiri en n-1 óvin. Sýnið að hægt er að raða þingmönnunum þannig í hring um hringborð að engir tveir óvinir sitji saman.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 23/5/05 20:35

Ég veit ekki alveg hversu mikinn greinamun er mögulegt að gera milli stærðfræðiþrauta og -dæma. Ég vil að minnsta kosti meina að sú netafræði sem beita þarf í þínu dæmi sé alveg jafnmikil stærðfræði og öll önnur. En nóg um það, snúum okkur að lausn þess.

Lítum á hvern þingmann, v_i, i=1,..,2n sem hnút í neti. Ef i er slétt tala látum við v_i tengjast v_i+2,v_i+4,...,v_2n,v_2,...,v_i-2. Ef i er oddatala látum við v_i tengjast v_i+2,v_i+4,...,v_2n-1,v_1,...,v_i-2 sem samtals eru n-1 hnútar, sérhver hnútur er því af gráðu n-1 (þetta gildir líka um sléttu tölurnar). Við sjáum að þeir hnútar sem hafa oddatölu-index tengjast aldrei hnútum með sléttrartölu-index[*]. Þá vitum við einnig að 2n er slétt tala svo mögulegt er að raða til borðs þannig að sléttar tölur og oddatölur skiptast alltaf á. Sem við og gerum og getum því búist við vinsamlegum samskiptum þetta kvöldið.

[*] Sléttar tölur má skrifa n=2k, ef við leggjum eitthvert heilt margfeldi af tveimur við hana verður hún líka slétt enda 2k+2j=2(k+j). Á sama hátt má sjá að útkoman er alltaf oddatala sé heilt margfeldi af tveimur lagt við oddatölu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 23/5/05 20:38

Annars var annað dæmi sem beið úrlausnar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 24/5/05 03:50

Sko, þraut er eitthvað sem maður á að geta gert án þess að hafa lært það í skóla.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 24/5/05 09:03

Hmmm... áhugaverð skilgreining. Var þetta annars fullnægjandi svar hjá mér?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 24/5/05 15:28

Örugglega. Ég skil ekki bofs í henni. Kom þú nú með eitthvað safaríkt. Hvort ertu að læra stærðfræði eða eðlisfræði, annars?

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 24/5/05 18:18

Verkfræði reyndar, þetta er svona afbrigðilegt áhugamál hjá mér, eins og öll mín áhugamál reyndar. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Ég verð að viðurkenna að ég á í stökustu vandræðum með að koma með eitthvað safaríkt sem menn ættu að geta án þess að hafa lært það í skóla. ‹Starir enn meira þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 25/5/05 01:18

Hvað ert þú að læra netafræði ef þú ert í verkfræði? Er það standard practice?

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 25/5/05 19:10

Nei, hún er úr einhverju stærðfræði-, tölvunarfræðidóti sem ég tók einhvern tímann til gamans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ofurmenni 31/5/05 12:23

Kæri félagi, áhugamaður um stærðfræðiþrautir, Kóvasevítsj. Mér þætti vænt um að fá að vita úr hvaða átt hamarshöggið kemur þar sem það hefur mikil áhrif á niðurstöðuna.‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/5/05 12:48

Magnús mælti:

Sko, þraut er eitthvað sem maður á að geta gert án þess að hafa lært það í skóla.

Hvernig væri þá þessi þraut: Helltu vatni í glas sem er 10 sentimetrar á hæð og með 5 sentimetra radíus. Fylltu glasið til hálfs. Helltu svo því vatni í annað glas sem er 20 sentimetrar á hæð en með 3 sentimetra radíus. Hver þessara fullyrðinga er sönn?

a) Það er meira í fyrra glasinu en verður í seinna glasinu
b) Það er meira í seinna glasinu en var í fyrra glasinu
c) Það er jafn mikið vatn í glösunum tveimur (á hvorum tíma fyrir sig)

Þessi þraut er þekkt fyrir að vera leysanleg af u.þ.b. fjögurra ára börnum, þ.e. áður en skólaganga hefst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 13:08

b Ath. samt ekki x-B.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 31/5/05 13:51

Fjögurra ára börnum? Ég vissi ekki einu sinni hvað radíus er þegar ég var það ung.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: