— GESTAPÓ —
Nýr hérna
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/5/05 10:02

Halló
Ég er nýr hérna og sagt að kynna mig, þó það væri mér þvert um geð þar sem mér er illa við að halda ræðu fyrir framan fullt af ókunnugu fólki. Hversu nánar upplýsingar menn vilja veit ég ekki og því megið þið bara spurja mig ef þið viljið einhverjar frekari upplýsingar. Frændi minn benti mér á þessa síðu og sagði að hér væri hægt að búa til vísur og stunda einhverjar þrautir. Ætla að taka þátt í því ef tími leyfir.

Sæmi Fróði

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kokkurinn 11/5/05 10:05

Velkominn Sæmi.
Hverra manna ertu svo?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/5/05 10:11

Sæll Sæmi. Gott að sjá þig... hver ertu annars?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/5/05 10:19

Á maður að segja hver maður er og rekja ættartölu?
<hissa>

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 11/5/05 10:22

Þú verður helst að gefa upp fullt nafn, kennitölu, og reikningsnúmer.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/5/05 10:26

Þið getið lesið allt um mig í þjóðsögum Jóns Árnasonar <hlær>

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 11/5/05 10:36

Litla Laufblaðið mælti:

Þú verður helst að gefa upp fullt nafn, kennitölu, og reikningsnúmer.

Það er auk þess nauðsynlegt að vita hve mikið Ákavíti þér drekkið daglega,svo hægt sé að staðsetja þig í virðingarstiganum...... Já og velkominn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 11/5/05 10:37

Vertu velkominn í andans hús. Megir þú njóta vel.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/5/05 10:44

Takk fyrir móttökurnar, Dordingull hvort er betra að drekka mikið eða lítið, sýnist á því sem ég hef lesið að hér sé lítið um bindindismenn. Ákavíti hef ég ekki drukkið daglega, en ágætis drykkur sem svipar til hins íslenska brennivíns ef ég man rétt. Sá þegar ég var að skrá mig inn að ég verð að skrifa tíu sinnum til að fá mynd, hvar fær maður mynd? (áttunda skrifið mitt sýnist mér)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 11/5/05 10:46

Einungis þeir sem vita hvernig á að fá mynd mega fá sér mynd

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 11/5/05 10:47

Sæll Sæmi. Vertu velkominn og vertu ekkert að segja okkur nafnið... en reikningsnúmer er nauðsynlegt. Og þegar þú ert búinn að skrifa nokkrum sinnum þá ferðu í uppsetningu og þar sérðu myndasafnið. Annars geturðu líka sníkt mynd að eigin vali.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/5/05 10:47

Það birtist í "uppsetning" þegar þú ert búin að leggja inn 10 innlegg.
Ef þér lýst ekkert á myndirnar þar, geturu sent Enter póst og beðið hann um mynd sem þú velur sjálfur.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 11/5/05 10:47

Texi Everto mælti:

Einungis þeir sem vita hvernig á að fá mynd mega fá sér mynd

Smellið svar, ég mun nota þetta í framtíðinni (ef ég má gerast svo frakkur).

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 11/5/05 10:49

Uppsetning varð´a Tigra. ‹glottir›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/5/05 10:50

Skil þig, takk fyrir það, ætli það sé til mynd af Sæmundi Fróða?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 11/5/05 10:52

Gerðu bara eins og allir aðrir hér hafa gert, sendu mynd af þér sjálfum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/5/05 10:53

Ákvað að flýta mér í að senda inn tíunda innleggið, orðinn nokkuð spenntur fyrir að skoða myndirnar ‹<ljómar upp>›[/b][/s]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 11/5/05 10:56

Því miður... engar myndir af Sæma þar.
Persónulega varð ég fyrir vonbrygðum með myndasafnið þegar ég valdi mér mynd.

     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: