— GESTAPÓ —
Grúsk
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:04

Það er staður í innleggjum sem kemur þegar maður ætlar að breyta efni. Þar sem hægt er að skrifa allt mögulegt rétt eins og í innleggjum en einstaklega erfitt er að finna það. Í næsta innleggi skrifa ég einhverjar tölur og fyrsti tölvunördinn sem finnur textann (ef það er hægt) fær nokkur klöpp á bakið frá mér sem verðlaun.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:04

Tilraun hefst. Ég vil nota tækifærið og benda á að ég er alls enginn tölvunörd heldur fann ég þetta fyrir tilviljun.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:05

Hvaða 9 tölur skrifaði ég núna áðan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/5/05 23:12

Auðvelt - 316227766

Þetta var ég ekki búinn að stúdera áður. En núna sé ég að í HTML kommentunum sést meira að segja breytingasaga innleggsins. Merkilegt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:14

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Þurftirðu endilega að gera mig að fífli!? Ég sem hélt fram að þetta væri einstaklega erfitt...

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/5/05 23:14

Sést þetta semsagt ekki ----> <!--316227766-->

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/5/05 23:15

Hvernig fór hann að þessu?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:16

Hann skoðaði efalaust frumkóðann, bölvaður.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:16

Jæja, til að halda þessu gangandi ætla ég að spyrja ykkur af hverju 316227766 er svona merkileg tala?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/5/05 23:17

Skabbi skrumari mælti:

Hvernig fór hann að þessu?

Einfalt, doktor Skrumari. Þegar maður breytir innleggi kemur innsláttarbox efst þar sem hægt er að setja inn texta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé hugsað sem athugasemd varðandi breytinguna sem maður er að gera, enda kemur þessi texti sem HTML athugasemd á síðunni. Nokkuð magnað, verð ég að segja.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/5/05 23:29

Smábaggi mælti:

Jæja, til að halda þessu gangandi ætla ég að spyrja ykkur af hverju 316227766 er svona merkileg tala?

Tja, þetta er augljóslega ekki prímtala. Prímþættir hennar eru 2, 149, 523, og 2029. Þversumma hennar er 40. Hún er jöfn sqrt(10) * 10^8 ...

Aha! Er það kannski það síðastnefnda sem þér þykir merkilegt?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/5/05 23:33

Ég skil hvernig Smábaggi gerir þetta.. en ég skil ekki hvernig Þarfi getur skoðað þetta.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/5/05 23:35

Þarfagreinir mælti:

Smábaggi mælti:

Jæja, til að halda þessu gangandi ætla ég að spyrja ykkur af hverju 316227766 er svona merkileg tala?

Tja, þetta er augljóslega ekki prímtala. Prímþættir hennar eru 2, 149, 523, og 2029. Þversumma hennar er 40. Hún er jöfn sqrt(10) * 10^8 ...

Aha! Er það kannski það síðastnefnda sem þér þykir merkilegt?

Það var reyndar dálítið annað, en þetta er engu að síður merkilegur hlutur sem ég tók ekki eftir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/5/05 23:36

‹Slær létt á nef sér og glottir›

View source, mín kæra ... view source ...

(CTRL+U í Eldrefnum, man engan veginn hvað maður gerir í Illa Erkifíflinu)

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/5/05 23:51

En í Opera?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/5/05 23:52

Fann!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/5/05 23:55

Samkvæmt þessari síðu mun það vera CTRL+F3.

Aðeins of seinn ... en þetta gagnast kannski öðrum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/5/05 00:05

Smábaggi mælti:

Það var reyndar dálítið annað, en þetta er engu að síður merkilegur hlutur sem ég tók ekki eftir.

Jæja, þetta þýðir auðvitað að 316227766^2 = 10^17 ... er ég á rangri leið?

Er þetta stærðfræðilegur eiginleiki sem þú ert að falast eftir?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: